Fótbolti

Fyrsta sinn í fjórtán ár sem hvorki Ronaldo né Messi taka þátt í undanúrslitum Meistaradeildarinnar

Ísak Hallmundarson skrifar
Ronaldo og Messi á hátindi ferilsins.
Ronaldo og Messi á hátindi ferilsins. getty/Philipp Schmidli

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa átt sviðsljósið í evrópskum fótbolta í meira en áratug. 

Í gær féll Barcelona úr leik í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á skammarlegan hátt þegar liðið lenti í hakkavél Bayern Munchen og tapaði 2-8, sem var versta tap Börsunga í 74 ár. 

Cristiano Ronaldo og félagar í Juventus féllu úr leik í 16-liða úrslitum í síðustu viku gegn franska liðinu Lyon. Þetta þýðir að í fyrsta sinn síðan árið 2005 er hvorki Ronaldo né Messi með í undanúrslitum keppninar, en þá voru þeir báðir táningar og féllu úr leik með liðum sínum í 16-liða úrslitum.

Síðan þá hefur Messi unnið keppnina fjórum sinnum og Ronaldo fimm sinnum. Það er spurning hvort að keppnin í ár marki ákveðin kaflaskil í sögu keppninar. Þessir mögnuðu leikmenn eru komnir á efri ár í boltanum og spurning hvort við sjáum þá einhverntíman aftur í undanúrslitum keppninar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×