Mæðgur í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á kókaíni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2020 09:24 Konurnar voru handteknar á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Jóhann Mæðgur eru í gæsluvarðhaldi eftir að hafa reynt að smygla kókaíni til landsins fyrr í þessum mánuði. Þær voru að koma frá Belgíu og voru stöðvaðar af tollgæslu við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli vegna gruns um að þær væru með fíkniefni að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Lögreglan á Suðurnesjum handtók þær í kjölfarið og reyndust þær vera með fíkniefni innvortis, önnur með sex pakkningar og hin með fimm. Samtals var um að ræða nær 500 grömm af efninu. Þær voru í kjölfarið úrskurðaðar í gæsluvarðhald. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að ein hættulegasta leiðin sem notuð sé til að smygla fíkniefnum til landsins sé að flytja mikið magn af sterku kókaíni innvortis. Einnig séu dæmi um að fólk flytji MDMA og önnur sterk efni á þennan hátt. Það geti tekið marga daga fyrir fólk að skila efnunum frá sér og fylgi því gríðarlega áhætta. Oftast séu þessir aðilar, sem flytja fíkniefni innvortis til landsins, burðardýr og séu jafnvel að smygla inn fyrir einhvern annan. Oft séu þetta erlendir aðilar sem hafi engin tengsl við landið og því miður sé það oft ungt fólk sem hafi komið sér í skuld vegna neyslu og fari þessa leið til að greiða skuldina. Dæmi sé um að aðilar hafi setið í fangaklefum í allt að sautján daga til að skila af sér efnum sem þeir hafa innbyrt. Oft sé það einnig þannig að hver pakkning sem gleypt er getur vegið allt að 10 til 15 grömm og það geti oft endað þannig að komi gat á slíkar pakkningar innvortis í burðardýrinu. Slíkt magn af hreinu kókaíni geti án efa leitt til dauða. Lögreglan hvetur fólk sem hefur upplýsingar varðandi fíkniefni, mansal og/eða vændi að hafa samband við lögreglu og koma upplýsingum á framfæri. Fullri nafnleynd er heitið. Talhólf og netfang er vaktað allan sólarhringinn sem tryggir að upplýsingarnar berist fljótt og vel til viðkomandi lögregluembætta. Upplýsinga-/fíkniefnasíminn er 800-5005. Þegar hringt er í upplýsingasímann svarar talhólf. Þar getur þú lesið inn þær upplýsingar sem þú vilt koma á framfæri við lögreglu. Hægt er að gefa upplýsingarnar upp nafnlaust. Ef lögreglu er heimilt að hafa samband eða þú óskar þess þarf að taka það fram og gefa upplýsingar um nafn, símanúmer eða netfang. Einnig má hafa samband í gegnum netfangið info@rls.is. Einnig er hægt að senda okkur skilaboð í gegnum samfélagsmiðla. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjum upplýsingum frá lögreglu. Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Fíkn Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Mæðgur eru í gæsluvarðhaldi eftir að hafa reynt að smygla kókaíni til landsins fyrr í þessum mánuði. Þær voru að koma frá Belgíu og voru stöðvaðar af tollgæslu við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli vegna gruns um að þær væru með fíkniefni að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Lögreglan á Suðurnesjum handtók þær í kjölfarið og reyndust þær vera með fíkniefni innvortis, önnur með sex pakkningar og hin með fimm. Samtals var um að ræða nær 500 grömm af efninu. Þær voru í kjölfarið úrskurðaðar í gæsluvarðhald. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að ein hættulegasta leiðin sem notuð sé til að smygla fíkniefnum til landsins sé að flytja mikið magn af sterku kókaíni innvortis. Einnig séu dæmi um að fólk flytji MDMA og önnur sterk efni á þennan hátt. Það geti tekið marga daga fyrir fólk að skila efnunum frá sér og fylgi því gríðarlega áhætta. Oftast séu þessir aðilar, sem flytja fíkniefni innvortis til landsins, burðardýr og séu jafnvel að smygla inn fyrir einhvern annan. Oft séu þetta erlendir aðilar sem hafi engin tengsl við landið og því miður sé það oft ungt fólk sem hafi komið sér í skuld vegna neyslu og fari þessa leið til að greiða skuldina. Dæmi sé um að aðilar hafi setið í fangaklefum í allt að sautján daga til að skila af sér efnum sem þeir hafa innbyrt. Oft sé það einnig þannig að hver pakkning sem gleypt er getur vegið allt að 10 til 15 grömm og það geti oft endað þannig að komi gat á slíkar pakkningar innvortis í burðardýrinu. Slíkt magn af hreinu kókaíni geti án efa leitt til dauða. Lögreglan hvetur fólk sem hefur upplýsingar varðandi fíkniefni, mansal og/eða vændi að hafa samband við lögreglu og koma upplýsingum á framfæri. Fullri nafnleynd er heitið. Talhólf og netfang er vaktað allan sólarhringinn sem tryggir að upplýsingarnar berist fljótt og vel til viðkomandi lögregluembætta. Upplýsinga-/fíkniefnasíminn er 800-5005. Þegar hringt er í upplýsingasímann svarar talhólf. Þar getur þú lesið inn þær upplýsingar sem þú vilt koma á framfæri við lögreglu. Hægt er að gefa upplýsingarnar upp nafnlaust. Ef lögreglu er heimilt að hafa samband eða þú óskar þess þarf að taka það fram og gefa upplýsingar um nafn, símanúmer eða netfang. Einnig má hafa samband í gegnum netfangið info@rls.is. Einnig er hægt að senda okkur skilaboð í gegnum samfélagsmiðla. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjum upplýsingum frá lögreglu.
Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Fíkn Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira