Nói Siríus innkallað 150 þúsund súkkulaðiplötur Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. janúar 2020 06:28 Ein af vörunum sem Nói Siríus hefur innkallað. Þrátt fyrir að plastagnirnar sem fundust í fimm súkkulaðiplötum Nóa Siríuss séu ekki taldar hættulegar heilsu fólks var engu að síður ákveðið að innkalla um 150 þúsund slíkar plötur. Innköllun fyrirtækisins tók til sex tegunda súkkulaðis og var hún höfð víðtækari í varúðarskyni að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Tvær tilkynningar hafa borist íslenskum eftirlitsstofnunum á síðustu dögum vegna innköllunar Nóa Siríus. Þann 10. janúar voru þrjú vörunúmer innkölluð og tæpri viku síðar bættust þrjú til viðbótar. Sagt var að súkkulaðið gæti verið í verslunum um allt land og voru viðskiptavinir hvattir til að skila plötunum. Þá ákváð danski verslunarrisinn Coop að taka innköllunina til sín. Viðskiptavinum sem gætu hafa keypt umrætt súkkulaði frá Nóa Siríusi var bent á að hægt sé að skila því í allar Irma-verslanir og fá endurgreitt. Ráðist var í innköllunina eftir að litaðar plastagnir fundust í súkkulaðiplötu. Fyrst var aðeins um eina plötu að ræða en nú hafa agnirnar fundist í fimm stykkjum. Talið er að flísast hafi úr plastmótum í vélum Nóa Síríuss og plastagnirnar hafnað á súkkulaðistykkjum áður en þau voru fullhörnuð. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríuss, segir í samtali við Morgunblaðið að tekist hafi að stöðva meginhluta innkölluðu vörunnar í vöruhúsum verslana og annarra viðskiptavina. Nói Síríus hafi þar að auki breytt vinnubrögðum við framleiðsluna; t.a.m. opni starfsmenn vélarnar þrisvar á dag til að athuga hvort eitthvað bjáti á. Auðjón undirstrikar að plastagnirnar séu ekki hættulegar heilsu fólks. Hins vegar eigi þær ekki heima í súkkulaði og því hafi verið ákveðið að ráðast í jafn víðtæka innköllun og raun ber vitni. Innköllun Neytendur Tengdar fréttir Nói Siríus innkallar enn fleiri tegundir af súkkulaði Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus hefur innkallað nokkrar tegundir af Siríus Rjómasúkkulaði og Siríus Suðusúkkulaði vegna þess að óttast er að plast geti verið í súkkulaðinu. 16. janúar 2020 10:20 Danir innkalla íslenskt súkkulaði Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 14. janúar 2020 21:09 Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Þrátt fyrir að plastagnirnar sem fundust í fimm súkkulaðiplötum Nóa Siríuss séu ekki taldar hættulegar heilsu fólks var engu að síður ákveðið að innkalla um 150 þúsund slíkar plötur. Innköllun fyrirtækisins tók til sex tegunda súkkulaðis og var hún höfð víðtækari í varúðarskyni að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Tvær tilkynningar hafa borist íslenskum eftirlitsstofnunum á síðustu dögum vegna innköllunar Nóa Siríus. Þann 10. janúar voru þrjú vörunúmer innkölluð og tæpri viku síðar bættust þrjú til viðbótar. Sagt var að súkkulaðið gæti verið í verslunum um allt land og voru viðskiptavinir hvattir til að skila plötunum. Þá ákváð danski verslunarrisinn Coop að taka innköllunina til sín. Viðskiptavinum sem gætu hafa keypt umrætt súkkulaði frá Nóa Siríusi var bent á að hægt sé að skila því í allar Irma-verslanir og fá endurgreitt. Ráðist var í innköllunina eftir að litaðar plastagnir fundust í súkkulaðiplötu. Fyrst var aðeins um eina plötu að ræða en nú hafa agnirnar fundist í fimm stykkjum. Talið er að flísast hafi úr plastmótum í vélum Nóa Síríuss og plastagnirnar hafnað á súkkulaðistykkjum áður en þau voru fullhörnuð. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríuss, segir í samtali við Morgunblaðið að tekist hafi að stöðva meginhluta innkölluðu vörunnar í vöruhúsum verslana og annarra viðskiptavina. Nói Síríus hafi þar að auki breytt vinnubrögðum við framleiðsluna; t.a.m. opni starfsmenn vélarnar þrisvar á dag til að athuga hvort eitthvað bjáti á. Auðjón undirstrikar að plastagnirnar séu ekki hættulegar heilsu fólks. Hins vegar eigi þær ekki heima í súkkulaði og því hafi verið ákveðið að ráðast í jafn víðtæka innköllun og raun ber vitni.
Innköllun Neytendur Tengdar fréttir Nói Siríus innkallar enn fleiri tegundir af súkkulaði Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus hefur innkallað nokkrar tegundir af Siríus Rjómasúkkulaði og Siríus Suðusúkkulaði vegna þess að óttast er að plast geti verið í súkkulaðinu. 16. janúar 2020 10:20 Danir innkalla íslenskt súkkulaði Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 14. janúar 2020 21:09 Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Nói Siríus innkallar enn fleiri tegundir af súkkulaði Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus hefur innkallað nokkrar tegundir af Siríus Rjómasúkkulaði og Siríus Suðusúkkulaði vegna þess að óttast er að plast geti verið í súkkulaðinu. 16. janúar 2020 10:20
Danir innkalla íslenskt súkkulaði Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 14. janúar 2020 21:09
Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13