Plastbitarnir á stærð við mannsnögl Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2020 10:46 Ein af vörunum sem Nói Siríus hefur innkallað. Plastbitarnir sem fundist hafa í súkkulaðistykkjum frá Nóa Siríusi eru á stærð við mannsnögl. Þeir hafa þó aðeins fundist í fimm súkkulaðistykkjum af þeim 150 þúsund sem hafa verið innkölluð og teljast ekki hættulegir, að sögn framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Nóa Siríusar. Þá hefur innköllunin haft áhrif á páskaeggjaframleiðslu Nóa Siríusar. Nói Siríus hefur innkallað súkkulaði frá Íslandi, Bandaríkjunum, Danmörku, Þýskalandi og Kanada vegna plastsins. Innköllun fyrirtækisins tók til sex tegunda súkkulaðis og var höfð víðtækari en nauðsyn krafði í varúðarskyni. Auðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Siríusar ræddi málið í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að plastbitarnir væru á stærð við mannsnögl. „Þeir eru vel sjáanlegir. Af því að þeir eru litríkir. Þetta kemur úr formunum sem súkkulaðið er mótað í,“ sagði Auðjón. „Þetta er mjög óvanalegt atvik sem kom upp á. Mótin eru dregin áfram að keðju og það varð aðeins slaki á bita af keðjunni sem olli því að skarst úr móti, þetta er lengst inni í vélinni, þrátt fyrir verulegt eftirlit.“ Þá kvað Auðjón að haft hefði verið samband við framleiðanda vélanna tafarlaust og útsendarar hefðu komið þaðan og lagað bilunina. Innköllunin hafi jafnframt þegar haft áhrif á páskaeggjaframleiðslu Nóa Siríusar, bæði vegna magns hráefnis sem fari í að bæta fyrir innköllunina auk tímans sem taki að framleiða allt súkkulaðið. Farga þarf súkkulaðinu sem er innkallað samkvæmt reglum. „Þetta er kannski gallinn við að vera stórframleiðandi. Þá verður mikið magn undir og við líka ákváðum það í varúðarskyni að við stækkuðum innköllunina umfram það sem kannski myndi teljast nauðsynlegt, við vildum ekki taka áhættuna með það,“ sagði Auðjón. Viðtalið við Auðjón má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Bítið Innköllun Matur Neytendur Tengdar fréttir Nói Siríus innkallar enn fleiri tegundir af súkkulaði Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus hefur innkallað nokkrar tegundir af Siríus Rjómasúkkulaði og Siríus Suðusúkkulaði vegna þess að óttast er að plast geti verið í súkkulaðinu. 16. janúar 2020 10:20 Danir innkalla íslenskt súkkulaði Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 14. janúar 2020 21:09 Nói Siríus innkallað 150 þúsund súkkulaðiplötur Þrátt fyrir að plastagnirnar sem fundust í fimm súkkulaðiplötum Nóa Siríus séu ekki taldar hættulegar heilsu fólks var engu að síður ákveðið að innkalla um 150 þúsund slíkar plötur. 20. janúar 2020 06:28 Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13 Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Plastbitarnir sem fundist hafa í súkkulaðistykkjum frá Nóa Siríusi eru á stærð við mannsnögl. Þeir hafa þó aðeins fundist í fimm súkkulaðistykkjum af þeim 150 þúsund sem hafa verið innkölluð og teljast ekki hættulegir, að sögn framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Nóa Siríusar. Þá hefur innköllunin haft áhrif á páskaeggjaframleiðslu Nóa Siríusar. Nói Siríus hefur innkallað súkkulaði frá Íslandi, Bandaríkjunum, Danmörku, Þýskalandi og Kanada vegna plastsins. Innköllun fyrirtækisins tók til sex tegunda súkkulaðis og var höfð víðtækari en nauðsyn krafði í varúðarskyni. Auðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Siríusar ræddi málið í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að plastbitarnir væru á stærð við mannsnögl. „Þeir eru vel sjáanlegir. Af því að þeir eru litríkir. Þetta kemur úr formunum sem súkkulaðið er mótað í,“ sagði Auðjón. „Þetta er mjög óvanalegt atvik sem kom upp á. Mótin eru dregin áfram að keðju og það varð aðeins slaki á bita af keðjunni sem olli því að skarst úr móti, þetta er lengst inni í vélinni, þrátt fyrir verulegt eftirlit.“ Þá kvað Auðjón að haft hefði verið samband við framleiðanda vélanna tafarlaust og útsendarar hefðu komið þaðan og lagað bilunina. Innköllunin hafi jafnframt þegar haft áhrif á páskaeggjaframleiðslu Nóa Siríusar, bæði vegna magns hráefnis sem fari í að bæta fyrir innköllunina auk tímans sem taki að framleiða allt súkkulaðið. Farga þarf súkkulaðinu sem er innkallað samkvæmt reglum. „Þetta er kannski gallinn við að vera stórframleiðandi. Þá verður mikið magn undir og við líka ákváðum það í varúðarskyni að við stækkuðum innköllunina umfram það sem kannski myndi teljast nauðsynlegt, við vildum ekki taka áhættuna með það,“ sagði Auðjón. Viðtalið við Auðjón má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Bítið Innköllun Matur Neytendur Tengdar fréttir Nói Siríus innkallar enn fleiri tegundir af súkkulaði Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus hefur innkallað nokkrar tegundir af Siríus Rjómasúkkulaði og Siríus Suðusúkkulaði vegna þess að óttast er að plast geti verið í súkkulaðinu. 16. janúar 2020 10:20 Danir innkalla íslenskt súkkulaði Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 14. janúar 2020 21:09 Nói Siríus innkallað 150 þúsund súkkulaðiplötur Þrátt fyrir að plastagnirnar sem fundust í fimm súkkulaðiplötum Nóa Siríus séu ekki taldar hættulegar heilsu fólks var engu að síður ákveðið að innkalla um 150 þúsund slíkar plötur. 20. janúar 2020 06:28 Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13 Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Nói Siríus innkallar enn fleiri tegundir af súkkulaði Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus hefur innkallað nokkrar tegundir af Siríus Rjómasúkkulaði og Siríus Suðusúkkulaði vegna þess að óttast er að plast geti verið í súkkulaðinu. 16. janúar 2020 10:20
Danir innkalla íslenskt súkkulaði Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 14. janúar 2020 21:09
Nói Siríus innkallað 150 þúsund súkkulaðiplötur Þrátt fyrir að plastagnirnar sem fundust í fimm súkkulaðiplötum Nóa Siríus séu ekki taldar hættulegar heilsu fólks var engu að síður ákveðið að innkalla um 150 þúsund slíkar plötur. 20. janúar 2020 06:28
Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13