Loðnuleiðangurinn á hraðri siglingu í átt til Vestfjarða Kristján Már Unnarsson skrifar 21. janúar 2020 13:07 Ferlar skipanna um eittleytið í dag. Hákon EA er táknaður með bleikum lit, Polar Amaroq með gulum og Árni Friðriksson með ljósbláum. Mynd/Hafrannsóknastofnun. Hléið sem loðnuleitarleiðangur Hafrannsóknastofnunar gerði á loðnuleitinni í gær vegna illviðris reyndist mun styttra en búist var við. Skipin þrjú lögðu öll úr höfn frá Akureyri á ný í kringum miðnætti en áður var búist við að þau myndu bíða af sér óveðrið fram yfir hádegi í dag. Skipin þrjú, Árni Friðriksson, Hákon og Polar Amaraoq, voru um eittleytið í dag á siglingu norður af Húnaflóa og Ströndum og stefndu á Vestfjarðamið. Hákon var kominn lengst, var norðaustur af Hornbjargi, Polar Amaroq var út af Geirólfsgnúp en Árni norðvestur af Skaga. Fylgjast má með leitinni á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson sagði í gær að mjög lítið hefði fundist af loðnu til þessa, einungis hrafl eða smátorfur á stangli, en hvergi verulegt magn. Taldi hann að loðnan væri ekki gengin austur fyrir Kolbeinseyjarhrygg. Stefnan núna er að leita vestan Kolbeinbeinseyjarhryggs sem og Vestfjarðamið suður til Víkuráls djúpt undan sunnanverðum Vestfjörðum. Leitað er í kappi við tímann en miklir hagsmunir eru í húfi að loðna finnist í veiðanlegu magni sem fyrst. Veiðitímabilið er takmarkað en venjulega hefur loðnuvertíð lokið um eða upp úr miðjum marsmánuði. Í greiningu hagfræðideildar Landsbankans fyrir helgi kom fram að útflutningsverðmæti loðnu á ári yfir landið í heild var að meðaltali 18,1 milljarður króna á árabilinu 2016-2018. Áætlað var að Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð í ár, og Neskaupstaður orðið af 2,9 milljarða króna tekjum. Aðrar byggðir sem vænst geta mikilla tekna af loðnuvinnslu eru Hornafjörður, Fáskrúðsfjörður, Eskifjörður, Seyðisfjörður, Vopnafjörður og Þórshöfn. Í frétt Stöðvar 2 frá upphafi loðnuleitarinnar í síðustu viku kom fram að sjómenn hefðu orðið varir við loðnu á Vestfjarðamiðum: Akureyri Fjarðabyggð Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15 Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Hléið sem loðnuleitarleiðangur Hafrannsóknastofnunar gerði á loðnuleitinni í gær vegna illviðris reyndist mun styttra en búist var við. Skipin þrjú lögðu öll úr höfn frá Akureyri á ný í kringum miðnætti en áður var búist við að þau myndu bíða af sér óveðrið fram yfir hádegi í dag. Skipin þrjú, Árni Friðriksson, Hákon og Polar Amaraoq, voru um eittleytið í dag á siglingu norður af Húnaflóa og Ströndum og stefndu á Vestfjarðamið. Hákon var kominn lengst, var norðaustur af Hornbjargi, Polar Amaroq var út af Geirólfsgnúp en Árni norðvestur af Skaga. Fylgjast má með leitinni á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson sagði í gær að mjög lítið hefði fundist af loðnu til þessa, einungis hrafl eða smátorfur á stangli, en hvergi verulegt magn. Taldi hann að loðnan væri ekki gengin austur fyrir Kolbeinseyjarhrygg. Stefnan núna er að leita vestan Kolbeinbeinseyjarhryggs sem og Vestfjarðamið suður til Víkuráls djúpt undan sunnanverðum Vestfjörðum. Leitað er í kappi við tímann en miklir hagsmunir eru í húfi að loðna finnist í veiðanlegu magni sem fyrst. Veiðitímabilið er takmarkað en venjulega hefur loðnuvertíð lokið um eða upp úr miðjum marsmánuði. Í greiningu hagfræðideildar Landsbankans fyrir helgi kom fram að útflutningsverðmæti loðnu á ári yfir landið í heild var að meðaltali 18,1 milljarður króna á árabilinu 2016-2018. Áætlað var að Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð í ár, og Neskaupstaður orðið af 2,9 milljarða króna tekjum. Aðrar byggðir sem vænst geta mikilla tekna af loðnuvinnslu eru Hornafjörður, Fáskrúðsfjörður, Eskifjörður, Seyðisfjörður, Vopnafjörður og Þórshöfn. Í frétt Stöðvar 2 frá upphafi loðnuleitarinnar í síðustu viku kom fram að sjómenn hefðu orðið varir við loðnu á Vestfjarðamiðum:
Akureyri Fjarðabyggð Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15 Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15
Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39
Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15