Innlent

Bönkuðu og réðust á þann sem kom til dyra

Samúel Karl Ólason skrifar
Nokkuð var um stúta í nótt sem voru undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Nokkuð var um stúta í nótt sem voru undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Vísir/Vilhelm

Þrír til fjórir ungir menn bönkuðu hjá íbúa í kjallara í Hlíðunum í nótt og réðust svo á þann sem kom til dyra. Við það brotnaði rúða og hlupu drengirnir svo á brott. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglunni barst einnig tilkynning í nótt um að verið væri að stela leigukerru frá bensínstöð í Breiðholti. Ökumaður varð var þjófnaðinn og elti bílinn sem þjófarnir notuðust við. Að endingu urðu þeir varir við eftirförina, stoppuðu og losuðu sig við kerruna. Þeir óku svo á brot og voru ekki gómaðir.

Lögreglan þurfti þar að auki að vista ofurölvi mann í fangageymslu í nótt þar sem hann gat ekki tjáð sig um hvar hann byggi eða gert grein fyrir sér. Sökum veðurs var ákveðið að vista hann á fangageymslu.

Þá var nokkuð um stúta í nótt sem voru undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×