Thunberg gerir lítið úr háði bandaríska fjármálaráðherrans Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2020 22:47 Greta Thunberg sagði leiðtogum í Davos að þeir væru ekki að gera nóg til að leysa loftslagsvandann. Fjármálaráðherra Bandaríkjanna lést ekki þekkja hana þegar hann var fyrst spurður út í málflutning hennar. AP/Michael Probst Ekki þarf gráðu í hagfræði til að átta sig á því að fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti samræmis ekki markmiðinu um að halda hnattrænni hlýnun innan alþjóðlega samþykktra marka, að sögn Gretu Thunberg, sænsku loftslagsbaráttukonunnar ungu. Brást hún þannig við orðum fjármálaráðherra Bandaríkjanna sem sagði að hún ætti að læra hagfræði áður en hún krefðist þess að fé væri losað úr jarðefnaeldsneytisiðnaðinum. Ummælin lét Steven Mnuchin, fjármálaráðherra, falla á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss þegar hann var spurður út í kröfur Thunberg og fleiri um að hætt verði að nota jarðefnaeldsneytisins sem er uppruni meirihluti þeirra gróðurhúsalofttegunda sem menn losa og valda loftslagsbreytingum á jörðinni. „Er hún aðalhagfræðingurinn?“ spurði Mnuchin í háði en hann þóttist í fyrstu ekki þekkja sænska aðgerðasinnann, að sögn AP-fréttastofunnar. Thunberg tók þátt í ráðstefnunni og hvatti þar kaupsýslumenn til þess að hætta að fjárfesta í jarðefnaeldsneyti. Benti ráðherrann á að verulega efnahagslegar afleiðingar fylgdu því að hætta fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti, meðal annars fyrir störf í heiminum. „Eftir að hún fer og lærir hagfræði í háskóla getur hún komið aftur og útskýrt þetta fyrir okkur,“ sagði Mnuchin á blaðamannafundi. Mnuchin gerði lítið úr gagnrýni Thunberg í Davos.AP/Steve Helber Thunberg svaraði fyrir sig á Twitter í dag með grafi sem sýndi hversu mikið losun á gróðurhúsalofttegundum þarf að dragast saman á næstu árum til þess að hnattræn hlýnun fari ekki fram yfir þær 1,5°C sem samið var um að stefna á í Parísarsamkomulaginu. „Fríárinu mínu lýkur í ágúst en það þarf ekki háskólagráðu í hagfræði til að gera sér grein fyrir að það sem við eigum eftir af kolefnisþakinu til að fara umfram 1,5°C og áframhaldandi niðurgreiðslur og fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti ganga ekki upp saman,“ tísti Thunberg og vísaði til þess magns kolefnis sem áætlað er að þurfi til að hlýnun nái 1,5°C. Bað hún Mnuchin um að greina frá því hvernig ætti að vega upp á móti losuninni. „Eða útskýrðu fyrir framtíðarkynslóðum og þeim sem verða nú þegar fyrir áhrifum loftslagsneyðarinnar hvers vegna við ættum að falla frá loftslagsaðgerðum okkar,“ tísti hún. My gap year ends in August, but it doesn't take a college degree in economics to realise that our remaining 1,5° carbon budget and ongoing fossil fuel subsidies and investments don't add up. 1/3 pic.twitter.com/1virpuOyYG— Greta Thunberg (@GretaThunberg) January 23, 2020 Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Trump vill „hreinasta loftið“ en varaði við heimsendaspámönnum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag þátttakenndur á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss. Þar varaði hann við þeim sem hann nefndi "heimsendaspámenn“ í tengslum við loftslagsbreytingar. 21. janúar 2020 14:45 Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50 Faðir Gretu Thunberg: „Hún er hamingjusöm, en ég hef áhyggjur“ Svante Thunberg segist hafa á sínum tíma talið það vera "slæma hugmynd“ að dóttir sín yrði í framlínu baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Hann segir baráttuna hafa aðstoðað Gretu í glímu hennar gegn þunglyndi. 30. desember 2019 09:09 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Ekki þarf gráðu í hagfræði til að átta sig á því að fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti samræmis ekki markmiðinu um að halda hnattrænni hlýnun innan alþjóðlega samþykktra marka, að sögn Gretu Thunberg, sænsku loftslagsbaráttukonunnar ungu. Brást hún þannig við orðum fjármálaráðherra Bandaríkjanna sem sagði að hún ætti að læra hagfræði áður en hún krefðist þess að fé væri losað úr jarðefnaeldsneytisiðnaðinum. Ummælin lét Steven Mnuchin, fjármálaráðherra, falla á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss þegar hann var spurður út í kröfur Thunberg og fleiri um að hætt verði að nota jarðefnaeldsneytisins sem er uppruni meirihluti þeirra gróðurhúsalofttegunda sem menn losa og valda loftslagsbreytingum á jörðinni. „Er hún aðalhagfræðingurinn?“ spurði Mnuchin í háði en hann þóttist í fyrstu ekki þekkja sænska aðgerðasinnann, að sögn AP-fréttastofunnar. Thunberg tók þátt í ráðstefnunni og hvatti þar kaupsýslumenn til þess að hætta að fjárfesta í jarðefnaeldsneyti. Benti ráðherrann á að verulega efnahagslegar afleiðingar fylgdu því að hætta fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti, meðal annars fyrir störf í heiminum. „Eftir að hún fer og lærir hagfræði í háskóla getur hún komið aftur og útskýrt þetta fyrir okkur,“ sagði Mnuchin á blaðamannafundi. Mnuchin gerði lítið úr gagnrýni Thunberg í Davos.AP/Steve Helber Thunberg svaraði fyrir sig á Twitter í dag með grafi sem sýndi hversu mikið losun á gróðurhúsalofttegundum þarf að dragast saman á næstu árum til þess að hnattræn hlýnun fari ekki fram yfir þær 1,5°C sem samið var um að stefna á í Parísarsamkomulaginu. „Fríárinu mínu lýkur í ágúst en það þarf ekki háskólagráðu í hagfræði til að gera sér grein fyrir að það sem við eigum eftir af kolefnisþakinu til að fara umfram 1,5°C og áframhaldandi niðurgreiðslur og fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti ganga ekki upp saman,“ tísti Thunberg og vísaði til þess magns kolefnis sem áætlað er að þurfi til að hlýnun nái 1,5°C. Bað hún Mnuchin um að greina frá því hvernig ætti að vega upp á móti losuninni. „Eða útskýrðu fyrir framtíðarkynslóðum og þeim sem verða nú þegar fyrir áhrifum loftslagsneyðarinnar hvers vegna við ættum að falla frá loftslagsaðgerðum okkar,“ tísti hún. My gap year ends in August, but it doesn't take a college degree in economics to realise that our remaining 1,5° carbon budget and ongoing fossil fuel subsidies and investments don't add up. 1/3 pic.twitter.com/1virpuOyYG— Greta Thunberg (@GretaThunberg) January 23, 2020
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Trump vill „hreinasta loftið“ en varaði við heimsendaspámönnum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag þátttakenndur á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss. Þar varaði hann við þeim sem hann nefndi "heimsendaspámenn“ í tengslum við loftslagsbreytingar. 21. janúar 2020 14:45 Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50 Faðir Gretu Thunberg: „Hún er hamingjusöm, en ég hef áhyggjur“ Svante Thunberg segist hafa á sínum tíma talið það vera "slæma hugmynd“ að dóttir sín yrði í framlínu baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Hann segir baráttuna hafa aðstoðað Gretu í glímu hennar gegn þunglyndi. 30. desember 2019 09:09 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Trump vill „hreinasta loftið“ en varaði við heimsendaspámönnum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag þátttakenndur á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss. Þar varaði hann við þeim sem hann nefndi "heimsendaspámenn“ í tengslum við loftslagsbreytingar. 21. janúar 2020 14:45
Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50
Faðir Gretu Thunberg: „Hún er hamingjusöm, en ég hef áhyggjur“ Svante Thunberg segist hafa á sínum tíma talið það vera "slæma hugmynd“ að dóttir sín yrði í framlínu baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Hann segir baráttuna hafa aðstoðað Gretu í glímu hennar gegn þunglyndi. 30. desember 2019 09:09