Thunberg gerir lítið úr háði bandaríska fjármálaráðherrans Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2020 22:47 Greta Thunberg sagði leiðtogum í Davos að þeir væru ekki að gera nóg til að leysa loftslagsvandann. Fjármálaráðherra Bandaríkjanna lést ekki þekkja hana þegar hann var fyrst spurður út í málflutning hennar. AP/Michael Probst Ekki þarf gráðu í hagfræði til að átta sig á því að fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti samræmis ekki markmiðinu um að halda hnattrænni hlýnun innan alþjóðlega samþykktra marka, að sögn Gretu Thunberg, sænsku loftslagsbaráttukonunnar ungu. Brást hún þannig við orðum fjármálaráðherra Bandaríkjanna sem sagði að hún ætti að læra hagfræði áður en hún krefðist þess að fé væri losað úr jarðefnaeldsneytisiðnaðinum. Ummælin lét Steven Mnuchin, fjármálaráðherra, falla á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss þegar hann var spurður út í kröfur Thunberg og fleiri um að hætt verði að nota jarðefnaeldsneytisins sem er uppruni meirihluti þeirra gróðurhúsalofttegunda sem menn losa og valda loftslagsbreytingum á jörðinni. „Er hún aðalhagfræðingurinn?“ spurði Mnuchin í háði en hann þóttist í fyrstu ekki þekkja sænska aðgerðasinnann, að sögn AP-fréttastofunnar. Thunberg tók þátt í ráðstefnunni og hvatti þar kaupsýslumenn til þess að hætta að fjárfesta í jarðefnaeldsneyti. Benti ráðherrann á að verulega efnahagslegar afleiðingar fylgdu því að hætta fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti, meðal annars fyrir störf í heiminum. „Eftir að hún fer og lærir hagfræði í háskóla getur hún komið aftur og útskýrt þetta fyrir okkur,“ sagði Mnuchin á blaðamannafundi. Mnuchin gerði lítið úr gagnrýni Thunberg í Davos.AP/Steve Helber Thunberg svaraði fyrir sig á Twitter í dag með grafi sem sýndi hversu mikið losun á gróðurhúsalofttegundum þarf að dragast saman á næstu árum til þess að hnattræn hlýnun fari ekki fram yfir þær 1,5°C sem samið var um að stefna á í Parísarsamkomulaginu. „Fríárinu mínu lýkur í ágúst en það þarf ekki háskólagráðu í hagfræði til að gera sér grein fyrir að það sem við eigum eftir af kolefnisþakinu til að fara umfram 1,5°C og áframhaldandi niðurgreiðslur og fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti ganga ekki upp saman,“ tísti Thunberg og vísaði til þess magns kolefnis sem áætlað er að þurfi til að hlýnun nái 1,5°C. Bað hún Mnuchin um að greina frá því hvernig ætti að vega upp á móti losuninni. „Eða útskýrðu fyrir framtíðarkynslóðum og þeim sem verða nú þegar fyrir áhrifum loftslagsneyðarinnar hvers vegna við ættum að falla frá loftslagsaðgerðum okkar,“ tísti hún. My gap year ends in August, but it doesn't take a college degree in economics to realise that our remaining 1,5° carbon budget and ongoing fossil fuel subsidies and investments don't add up. 1/3 pic.twitter.com/1virpuOyYG— Greta Thunberg (@GretaThunberg) January 23, 2020 Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Trump vill „hreinasta loftið“ en varaði við heimsendaspámönnum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag þátttakenndur á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss. Þar varaði hann við þeim sem hann nefndi "heimsendaspámenn“ í tengslum við loftslagsbreytingar. 21. janúar 2020 14:45 Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50 Faðir Gretu Thunberg: „Hún er hamingjusöm, en ég hef áhyggjur“ Svante Thunberg segist hafa á sínum tíma talið það vera "slæma hugmynd“ að dóttir sín yrði í framlínu baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Hann segir baráttuna hafa aðstoðað Gretu í glímu hennar gegn þunglyndi. 30. desember 2019 09:09 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Ekki þarf gráðu í hagfræði til að átta sig á því að fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti samræmis ekki markmiðinu um að halda hnattrænni hlýnun innan alþjóðlega samþykktra marka, að sögn Gretu Thunberg, sænsku loftslagsbaráttukonunnar ungu. Brást hún þannig við orðum fjármálaráðherra Bandaríkjanna sem sagði að hún ætti að læra hagfræði áður en hún krefðist þess að fé væri losað úr jarðefnaeldsneytisiðnaðinum. Ummælin lét Steven Mnuchin, fjármálaráðherra, falla á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss þegar hann var spurður út í kröfur Thunberg og fleiri um að hætt verði að nota jarðefnaeldsneytisins sem er uppruni meirihluti þeirra gróðurhúsalofttegunda sem menn losa og valda loftslagsbreytingum á jörðinni. „Er hún aðalhagfræðingurinn?“ spurði Mnuchin í háði en hann þóttist í fyrstu ekki þekkja sænska aðgerðasinnann, að sögn AP-fréttastofunnar. Thunberg tók þátt í ráðstefnunni og hvatti þar kaupsýslumenn til þess að hætta að fjárfesta í jarðefnaeldsneyti. Benti ráðherrann á að verulega efnahagslegar afleiðingar fylgdu því að hætta fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti, meðal annars fyrir störf í heiminum. „Eftir að hún fer og lærir hagfræði í háskóla getur hún komið aftur og útskýrt þetta fyrir okkur,“ sagði Mnuchin á blaðamannafundi. Mnuchin gerði lítið úr gagnrýni Thunberg í Davos.AP/Steve Helber Thunberg svaraði fyrir sig á Twitter í dag með grafi sem sýndi hversu mikið losun á gróðurhúsalofttegundum þarf að dragast saman á næstu árum til þess að hnattræn hlýnun fari ekki fram yfir þær 1,5°C sem samið var um að stefna á í Parísarsamkomulaginu. „Fríárinu mínu lýkur í ágúst en það þarf ekki háskólagráðu í hagfræði til að gera sér grein fyrir að það sem við eigum eftir af kolefnisþakinu til að fara umfram 1,5°C og áframhaldandi niðurgreiðslur og fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti ganga ekki upp saman,“ tísti Thunberg og vísaði til þess magns kolefnis sem áætlað er að þurfi til að hlýnun nái 1,5°C. Bað hún Mnuchin um að greina frá því hvernig ætti að vega upp á móti losuninni. „Eða útskýrðu fyrir framtíðarkynslóðum og þeim sem verða nú þegar fyrir áhrifum loftslagsneyðarinnar hvers vegna við ættum að falla frá loftslagsaðgerðum okkar,“ tísti hún. My gap year ends in August, but it doesn't take a college degree in economics to realise that our remaining 1,5° carbon budget and ongoing fossil fuel subsidies and investments don't add up. 1/3 pic.twitter.com/1virpuOyYG— Greta Thunberg (@GretaThunberg) January 23, 2020
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Trump vill „hreinasta loftið“ en varaði við heimsendaspámönnum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag þátttakenndur á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss. Þar varaði hann við þeim sem hann nefndi "heimsendaspámenn“ í tengslum við loftslagsbreytingar. 21. janúar 2020 14:45 Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50 Faðir Gretu Thunberg: „Hún er hamingjusöm, en ég hef áhyggjur“ Svante Thunberg segist hafa á sínum tíma talið það vera "slæma hugmynd“ að dóttir sín yrði í framlínu baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Hann segir baráttuna hafa aðstoðað Gretu í glímu hennar gegn þunglyndi. 30. desember 2019 09:09 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Trump vill „hreinasta loftið“ en varaði við heimsendaspámönnum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag þátttakenndur á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss. Þar varaði hann við þeim sem hann nefndi "heimsendaspámenn“ í tengslum við loftslagsbreytingar. 21. janúar 2020 14:45
Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50
Faðir Gretu Thunberg: „Hún er hamingjusöm, en ég hef áhyggjur“ Svante Thunberg segist hafa á sínum tíma talið það vera "slæma hugmynd“ að dóttir sín yrði í framlínu baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Hann segir baráttuna hafa aðstoðað Gretu í glímu hennar gegn þunglyndi. 30. desember 2019 09:09