Loðnuleiðangurinn nýtir glugga í dag til að kanna Vestfjarðamið Kristján Már Unnarsson skrifar 24. janúar 2020 10:05 Ferlar skipanna klukkan tíu í morgun. Ljósblár er Árni Friðriksson, bleikur er Hákon og gulur er Polar Amaroq. Mynd/Hafrannsóknastofnun. Loðnuleitarskipin þrjú undir forystu hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar héldu úr höfn á Ísafirði upp úr klukkan sex í morgun eftir tveggja daga hlé vegna brælu. Dagurinn verður notaður í kapphlaupi við tímann til að kanna eins mikið af Vestfjarðamiðum og unnt er áður en næsta bræla skellur á. „Við eigum bara von á vinnuveðri út daginn í dag,“ sagði Birkir Bárðarson leiðangursstjóri um borð í Árna Friðrikssyni á tíunda tímanum í morgun. Áhersla verður lögð á að kanna landgrunnskantinn út af Vestfjörðum suður fyrir Víkurál. Árni Friðriksson verður austast, Polar Amaroq vestast og Hákon kannar svo svæðið á milli þeirra. Fylgjast má með leitinni á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. „Við komumst ekki langt norður út af ís en breiður af honum hafa verið að síga inn á svæðið,“ sagði Birkir. Fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson stýrir loðnuleitinni um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Hann gerði ráð fyrir að þessari leitarumferð lyki næsta sólarhringinn. Hafrannsóknaskipið myndi væntanlega koma inn til Reykjavíkur annaðhvort á morgun, laugardag, eða á sunnudagsmorgni. Leitin til þessa hefur ekki gefið tilefni til bjartsýni um að unnt verði að heimila loðnuveiðar en niðurstöður leiðangursins verða teknar saman og birtar í næstu viku. Stefnt er á annan loðnuleitarleiðangur í febrúar og er miðað við að hann hefjist 5. febrúar. Ellefu dagar eru frá því Árni Friðriksson lagði úr höfn í Reykjavík, eins og sjá mátti þann daginn í frétt Stöðvar 2: Fjarðabyggð Hornafjörður Ísafjarðarbær Langanesbyggð Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vopnafjörður Tengdar fréttir Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Loðnutorfur loksins fundnar út af Hornströndum og Húnaflóa Fyrstu loðnutorfur vetrarins eru fundnar á Íslandsmiðum, norður af Hornströndum og Húnaflóa. "Þetta er nú ekkert gríðarlegt magn sem við sáum í heildina,“ segir leiðangursstjórinn. 22. janúar 2020 16:18 Mest lesið Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Sjá meira
Loðnuleitarskipin þrjú undir forystu hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar héldu úr höfn á Ísafirði upp úr klukkan sex í morgun eftir tveggja daga hlé vegna brælu. Dagurinn verður notaður í kapphlaupi við tímann til að kanna eins mikið af Vestfjarðamiðum og unnt er áður en næsta bræla skellur á. „Við eigum bara von á vinnuveðri út daginn í dag,“ sagði Birkir Bárðarson leiðangursstjóri um borð í Árna Friðrikssyni á tíunda tímanum í morgun. Áhersla verður lögð á að kanna landgrunnskantinn út af Vestfjörðum suður fyrir Víkurál. Árni Friðriksson verður austast, Polar Amaroq vestast og Hákon kannar svo svæðið á milli þeirra. Fylgjast má með leitinni á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. „Við komumst ekki langt norður út af ís en breiður af honum hafa verið að síga inn á svæðið,“ sagði Birkir. Fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson stýrir loðnuleitinni um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Hann gerði ráð fyrir að þessari leitarumferð lyki næsta sólarhringinn. Hafrannsóknaskipið myndi væntanlega koma inn til Reykjavíkur annaðhvort á morgun, laugardag, eða á sunnudagsmorgni. Leitin til þessa hefur ekki gefið tilefni til bjartsýni um að unnt verði að heimila loðnuveiðar en niðurstöður leiðangursins verða teknar saman og birtar í næstu viku. Stefnt er á annan loðnuleitarleiðangur í febrúar og er miðað við að hann hefjist 5. febrúar. Ellefu dagar eru frá því Árni Friðriksson lagði úr höfn í Reykjavík, eins og sjá mátti þann daginn í frétt Stöðvar 2:
Fjarðabyggð Hornafjörður Ísafjarðarbær Langanesbyggð Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vopnafjörður Tengdar fréttir Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Loðnutorfur loksins fundnar út af Hornströndum og Húnaflóa Fyrstu loðnutorfur vetrarins eru fundnar á Íslandsmiðum, norður af Hornströndum og Húnaflóa. "Þetta er nú ekkert gríðarlegt magn sem við sáum í heildina,“ segir leiðangursstjórinn. 22. janúar 2020 16:18 Mest lesið Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Sjá meira
Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39
Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15
Loðnutorfur loksins fundnar út af Hornströndum og Húnaflóa Fyrstu loðnutorfur vetrarins eru fundnar á Íslandsmiðum, norður af Hornströndum og Húnaflóa. "Þetta er nú ekkert gríðarlegt magn sem við sáum í heildina,“ segir leiðangursstjórinn. 22. janúar 2020 16:18
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun