Að ferðast í hinum ýmsu víddum alheims Matthildur Björnsdóttir skrifar 24. janúar 2020 21:00 Við ferðumst í raun öll í hinum ýmsu ósýnilegu víddum alheims hvort sem allir séu meðvitaðir um það eða ekki. Það var mjög gaman að lesa viðtalið við Önnu Birtu Lionaraki, sem talaði um hvað hún vitnar í þeim víddum sem henni er gefið að ferðast í. Það var í fyrsta skipti sem ég las efni um slíkt í blaði, og var meiriháttar að sjá gerast. Það hvatti mig til að bæta aðeins í safn slíkrar reynslu sem svo margir hafa á sinn hátt, en hafa kannski aldrei talað um það. Ég fór að læra meira um mínar eigin ferðir í hinum ýmsu víddum alheims eftir að koma til Ástralíu. Og um leið náði ég að skilja veruleika og möguleika sem aldrei voru séðir sem gætu einu sinni hugsanlega verið sannir af aðilum trúarbragða. Þau virtust vilja eiga einkarétt á öllu slíku, eða þeir höfðu ekki haft það næmi og tengingu sem Anna Birta Lionaraki hefur, og ótal aðrir hafa, hver og einn á sinn einstaka hátt. Mér hefur líka verið gefið að ferðast í víddum sem aldrei hvarflaði að mér fyrr á árum að yrði. En ég skynjaði samt leyndarmála orku heima en gat ekki fengið söguna í þeim fyrr en löngu síðar. Það var ekki fyrr en eftir að fara á námskeið hér sem hafði Líföndun og hærri andleg fræði í bland með andlegu sálfræðina sem kallast á ensku „Esoteric Psychology“. Sem sýnir svo margt sem útskýrir ýmsa reynslu um lífið með öðru móti en almennt hefur þekkst. Svo bættist það við að fá að læra einnig að skilja eðli stig og gráður meðvirkni. Upplifunin við að heyra þau fræði þá, var mikill veruleika jarðskjálfti fyrir mig og auðvitað um leið mjög frelsandi. En ekki í tengslum við alkóhólisma eða fíkn heldur um hvernig það hefur verið innleitt í mannlega hegðun sem dyggð sem það er ekki. Ég hafði bara heyrt það orð notað í tengslum við drykkju og dópfíkn svo að ég hafði ekki sýnt því málefni neinn áhuga né athygli af því að ég hef ekki drukkið eða gert neitt til að deyfa heilabúið í mér. Það námskeið ruddi enn meiru af gömlu drasli úr orkuhjúpum mínum og opnaði þá um leið fyrir það að það sem var að mín eigin ætlaða orka gat fengið rými í stað þess sem aðrir höfðu troðið upp á mig, sem þeirra ætlaða veruleika fyrir mig, sem var það ekki. Svo var ég á öðru námskeiði sem virkilega var um að upplifa víddir lærði ég mismun á hvað við höldum að séu verðgildi okkar, gegn því hver séu svo þau sönnu. Það var heilmikið víddar ferðalag hið innra í mér. Hver mannvera hefur sinn hlut og þeir eru ekki eins Eftir þetta fyrra námskeið fékk ég innri vitnesku um að eiga að lesa fyrir fólk, og ég fór að gera það og nota spil. Þau eru samt oft ekkert annað en að jarðtengja tenginguna á milli mín og þess sem ég er að lesa í víddir fyrir. Skyggni er svo mikið meira en það hvernig ég heyrði það skilið í gamla daga á Íslandi. Ég sá ekki dáið fólk, en ég skynjaði inn í orku og andrúmsloft í húsakynnum og öðru. Samt vissi ég ekki um gagnið í þeirri tegund næmis þegar ég var barn og ung kona á Íslandi og upplifði skyjun mína oft meira sem vissa byrði sem ég gat ekki talað um. En skilningurinn opnaðist um gagnið í þeirri tegund innsæis eftir það hreinsunar-námskeið. Hafsteinn miðill og Einar á Einarsstöðum voru þeir sem voru þekktir fyrir að gera slíkt, samt var eiginleikum og hæfileikum þeirra ekki lýst sem ferðir í víddum sem þeir voru, en bara í mismunandi víddum og tíðnissviðum. Hafsteinn miðill talaði um og við dáið fólk, og gaf skilaboð til þeirra sem eftir lifðu. Þegar Einar á Einarsstöðum fékk hinsvegar innsýn í veikindi í líkömum, og fékk oft að leiðrétta þær orkuskekkjur sem einnig er hægt að lýsa sem stíflum í kerfinu, leiðrétta þær og þau vandamál sem voru í líkömum fólks. Það má líka segja snúa við „reverse“og jafna líkama til heilsu. Hugsanaflutningur er oft stór liður í þessum eiginleikum Árið 1977 þegar ég var að vinna á sveitabæ heyrði ég um hræðilegt slys þar sem leiksystir mín úr götunni sem ég átti heima í hafði drukknað í vatni með kærasta sínum. Þá kom sú hugsun upp í mér, að nú myndi mamma hennar vilja fá fund með Hafsteini miðli, en fékk þá þær upplýsingar að handan, að hann væri líka á förum yfir um. Hann dó daginn eftir. Þegar maður skynjar það sem maður skynjar, er það blanda af þessu með orku alheims og svo líka frá ósýnilegum sálum sem eru þarna úti til að sinna því hlutverki að sjá um að hvert okkar sinni því sem við erum hér fyrir, hvað sem það er. Og þær upplýsingar koma mikið frá hugsanaflutningi sem bein tenging frá einum heila þarna úti til annars á jörðu. Sú gjöf eða eiginleiki er þó ekki nærri alltaf um að lesa í spil eða heila aðra eins og sumum er gefið. Sumir ferðast þar til að byggja einstök hús, tæki og hvað eina annað sem kemur til þeirra að skapa og gæti komið inn í heila viðkomandi án þess að hann eða hún viti að um hugsanaflutning af slíku tagi sé að ræða. Stephen Hawking ferðaðist huglægt úr sínum vanvirka líkama langt út í himingeyminn til að fræða okkur frá sjónarhóli sínum um aðrar plánetur og svartar holur, en fékk ekkert að vita né læra um þetta með sálir. Ferð inn í víddir er að fara inn í þær sem maður hefur aðgang að, og veita upplýsingar um vissa hluti í þeim sem verið er að vinna með. Ég hef aldrei sagt að ég viti fyrirfram hvað ég muni fá til að deila með viðkomandi. Það birtist þegar tengingin kemur á og getur verið hvað sem er og hefur skráðst í orku viðkomandi sálar hvort sem hún eða hann man eða veit um það atriði sem stenst þó alltaf við það sem er í núinu, og eða það sem hefur stíflað líf þeirra. Hvað eru víddir? Víddir eru um allt í kring um okkur, í hinu augum ósýnilega andrúmslofti sem við lifum í. Þau hafa í sér allar mögulegar tíðnir, bylgjulengdir, tímalínur og fleira af tagi sem er mismunandi fyrir hvern einstakling að lifa með og fá hluti frá, án þess að hugsa einu sinni um það. Sumir eru svo fæddir með hærra næmnisstig en aðrir til að fá upplýsingar og tengingar frá þessum stórkostlega upplýsinga og fræðslubanka. Að ferðast hugrænt inn í líkama annarrar mannveru er í raun að sanna a við sem mannverum erum ekki eins þétt og við teljum og að það þurfi bara vissa hluti til að hægt sé að ferðast orkulega og huglægt inn í líkama annarrar mannveru til að finna vandamálin. Mín reynsla er þó, að það séu þó takmörk á leyfum til slíks og aðeins veitt þegar þörf er á og kringumstæður eru réttar. Ég gæti til dæmis ekki bara ákveðið að fara inn í líkama einhvers þarna úti, þó að, ef því afli sem ræður gæti sett mig í að upplifa slíkt og þá vonandi veita upplýsingar um það sem ég fengi, ef þörf væri fyrir það. Ferð í víddum er einnig um langar ferðir inn í líkama annarra í þeim tilgangi sem manni er gefið að gera eins og þegar ég var beðin um að snúa barni við í móðurlífi í konu hinum megin á hnettinum. Ég hafði aldrei fengið slíka beiðni áður, og bað því um hjálp við það og fékk hana. Það virkaði, og var einstök sannanleg upplifun. Svo fór ég inn í annan líkama fyrir annað ófætt barn, en því barni var ekki hægt að snúa og varð að koma í heiminn í gegn um keisara skurð. Svo dóu vinir og ættingjar og ég fékk þá hugmynd að fara hugrænt í þær jarðarfarir sem var einnig mjög athyglisvert að upplifa. Þær voru mjög ólíkar í því hvernig hin látna mannvera var í þeim kringumstæðum að hafa yfirgefið líkamann. Í einni þeirra var látni eiginmaðurinn við hægri hlið eiginkonu sinnar í byrjun áður en athöfnin hófst. Kirkjan tóm og sátu líkberarar hinum megin við ganginn. Ég skynjaði líkhrollinn í hverjum og einum sem kom inn í kirkjuna þangað til að hún var orðin full og þéttsetin af fólki. Svo hófst tónlistin. Þá fór sá látni upp í kirkjugarð til að vita hvar líkami hans yrði, og kom svo til baka til að taka allt inn fann sér stað aftast í kirkjunni. Í annarri jarðarför sem var jarðarför konu kom hún hálftíma eða svo áður en athöfnin átti að hefjast. Ég skynjaði nærveru hennar og klapp á hægri öxl mína til að fá mig til að byrja fyrr en ég hafði ætlað. Þá skildi ég af hverju. Hún fór til hvers einasta einstaklings í kirkjunni, og þakkaði fyrir stuðning þeirra við hana í lífi sínu, og þeim fyrir að vera þarna. Svona fór hún frá einni mannveru til annarrar, og var orkan öðruvísi þegar um ættingja hennar var að ræða. Ég sá líka blómin sem voru í kirkjunni og fékk staðfestingar eftir á að ég hafði séð rétt. Þegar orgelleikurinn hófst sem sýndi að athöfnin væri að hefjast sagði hún mér að hún væri að fara, og mér var sýnt sem hún færi táknrænt séð inn í höfðagafl kistunnar sem hinn aflagði líkami hennar var í, og það komu þessir gullnu borðar yfir kistuna, og mér sagt að hún væri farin inn í fimmtu vídd af því að athöfnin væri fyrir þá sem lifa, en ekki þá dánu. Hún vildi greinilega ekki vera þar. Það var önnur upplifun og viðhorf en með manninn í hinni jarðarförinni. Síðasta jarðarförin sem ég fór í þannig, var jarðarför eldri konu. Það kom mér mjög á óvart hvað mætti mér þar, því að eins og hún birtist mér lá hún í kistunni, og var ekki í góðu andlegu ástandi. Ég varði því heilum klukkutíma í að reyna að veita henni einhverja huggun eða sannfæringu. En ég er ekki viss um að hafa haft árangur sem erfiði, af því að það var tilfinningalega þungt verkefni og ég upplifði enga breytingu í henni í þeirri lotu. Víddir, bylgjur, tíðnissvið, tímalínur og hæðir þess sem hverjum og einum er gefið að hafa aðgang að, er nokkuð sem ég efast um að nokkur nái að geta útskýrt eða skilið til fulls. En við skiljum það litla sem við fáum hvert og eitt okkar, sem fáum aðgang og skammt frá þessum mikla geymi. Hugsanlega er sköpun og skaparinn einskonar langtíma getgáta sem við mannkyn erum að fá æ meiri upplifun á um leið. En mannkyn mun trúlega aldrei skilja allt til fulls, og við mannkyn erum líka að fara illa með svo margt. Það sem mér hefur verið gefið að upplifa um fyrri líf og ferðir sálna í tímum mínum með fólki, hefur sannað fyrir mér að trúarbrögðin eru í algerri afneitun á svo miklu um allar þessar víddir. Þegar sálir velja okkur eða við óskum eftir sálum eða að kaos rússneska rúllettan er í gangi Síðan er það annar geiri um það sem gerist þegar sálir vilja koma til vissra einstaklinga. Ég lærði í heilunartíma að sál sem yrði drengur í þessu lífi, hafði beðið eftir ungri konu í langan tíma af því að hann vildi eiga endurfundi með henni frá reynslu af fyrra lífi, en hún hafði verið í samkynja sambandi sem tvíkynhneigð. Eftir þennan tíma fór hún svo í gagnkynhneigt samband, og þá fékk sálin að koma í gegn til mikillar ánægju fyrir þau bæði. Svo var önnur kona sem virkilega vildi fá börn, verða móðir, og var sagt hinum megin frá, að jú, þau myndu koma, en væru ekki tilbúin ennþá. Það segir mér að þær sálir voru í annarri vídd, en áttu einhverja vinnu eftir þar sem þær voru, áður en þær gætu líkamnast aftur fyrir það líf með þessum hjónum. Þær komu, hjónin fengu tvær dætur. Þessar víddir sem innihalda svo ótal margt um og frá mannlegri reynslu í gegn um aldirnar, eru í raun ótal trilljón þræðir og hjúpar. Sem og annað sem geymir svo margt fyrir okkur að stilla inn á hvort sem við erum röklega meðvituð um það eða ekki. Fyrir mörgum árum í upphafi þess að vita að ég hefði eiginleika var ég í matarboði með manninum mínum hjá vinnufélaga hans sem var líka jarðfræðingur. Svo er mér allt í einu sýnt í röntgen-skyggni inn í líkama hans, sem var næst endaþarminum, og þar er smá æxli. Þetta var í fyrsta skipti sem ég var tekin í slíka sýn sem ég var ekki einu sinni að reyna að gera né hugsa um. En ég hafði ekki veruleika í mér til að segja manni slíkt við matarverðarboð með mörgum öðrum, enda var þetta í fyrsta skipti sem ég upplifði slíkt við svona kringumstæður. Maðurinn minn sem ég hafði sagt frá þessu þegar við vorum á leiðinni heim úr matarborðinu, sagði honum og konu hans svo frá þessu seinna, eftir að það kom í ljós að þetta var 100 prósent sönn sýn og hann í aðgerð til að fá það tekið út en hafði stækkað eitthvað eftir það matarverðarboð. Og þau mjög snortin og hissa. Svo hef ég verið tekin í að snúa barni við í móðurkviði og í öðru tilfelli til að fara inn og læra þá, að ekki væri hægt að snúa því barni við, og svo í öðru tilfelli var ég tekin inn í móðurlíf konu til að vera sagt og sýnt að það næsta barn myndi vera fætt á eðlilegan hátt og vera kílói þyngra en það fyrra, og það stóðst allt sem staðreynd, engin óskhyggja í gangi. Og ég er ekki með neitt Ego um þetta því að ég upplifi slíka sýn vera veitta þegar hennar er þörf. Það óvænta gerðist í kaffihúsi í Marion fyrir mörgum árum. Ég hafði keypt mér kaffi og það var ekkert laust borð, en kona sat ein við eitt þeirra svo að ég spurði hana hvort það væri í lagi að ég settist þar með kaffið mitt. Og hún var fín með það. Svo fórum við að spjalla, og hún sagði að maðurinn sinn hefði dáið fyrir ári síðan. Sem ég var að drekka kaffið, og átti ekki von á einu eða neinu skynja ég svo orkulíkama birtast á milli okkar. Í þriðja auganu fékk ég mynd hið innra af hvernig sá sem var að birtast hafði litið út, og lýsti því fyrir henni. Þetta reyndist vera maðurinn hennar. Svo fékk ég orð hugsanaflutningsleiðina sem voru skilaboð til hennar, og hún fékk tár í augun af gleði og huggun. Ég hef ekki rekist á þessa konu aftur, en það var eins og ég hefði verið send til hennar fyrir þetta skilaboð. Þetta sýnir að sjöunda skilningarvitið er tengt svo mörgum þáttum í lífinu að ekkert okkar getur fengið algera eða fulla mynd af því. Við fáum öll okkar sneið af slíku fyrir það hlutverk sem við höfum hér á jörðu. Og þá er ég ekki að tala frá trúarbragðsviðhorfi heldur frá upplifun sköpunar um allt og með öllum. Hver og einn hefur sína sneið, sinn skammt úr þessum mikla geymi sem heimurinn er, sem orka alheims heldur. Í heilunarvinnu sem kom svo fyrir mig að sinna eftir en ásamt því að lesa í spil. Þá fór ég huglægt orkulega í þessum víddum bæði inn í líkamana til að skynja gæði eða vandamál og orkustig líffæra og kerfa, sem og orkuhjúpana um það hvar sálin hafði verið áður. Það sem birtist mér mest eru óuppgerð sár og vandamál. Þá er farið í að ræða þau og vinna þannig að áhrif þeirra hverfi í þessu lífi, eða minnki eftir því hvað sé rétt fyrir þroska þeirra. Ég hef fengið sögur frá þeim sem hafa verið á bekknum um að hlutir eins og T sellur og æxli eða þykkildi hafi horfið eða minnkað, en ég aldrei tekið heiður af neinu. Það er af því að slíkt er á milli líkama, sálar og þeirra í hinum augna-ósýnilegu-heimum sem leggja lið við að leysa það upp sem hægt er að leysa upp á þann hátt, vegna eðlis þess sem er. En er ekki hægt í öllum tilfellum, og ég kann ekki svörin við því né ástæðunum. Ég er eingöngu túlkur og milliliður. Ég verð að taka það fram að ég hef aldrei notað nein lyf eða drukkið til að fá þá tengingu sem mér hefur verið gefin. Og held aldrei neinu fram um það hvað mér sé leyft að sjá, upplifa og segja þeim eða ekki. Ég deili því sem ég fæ á þeim tíma þegar það kemur til mín, sem tilheyrir viðkomandi einstaklingi þann daginn, og er annað í næsta tíma. Ég er bara þakklát fyrir mína sneið af þátttökunni í því sem mér er gefið að vinna með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Við ferðumst í raun öll í hinum ýmsu ósýnilegu víddum alheims hvort sem allir séu meðvitaðir um það eða ekki. Það var mjög gaman að lesa viðtalið við Önnu Birtu Lionaraki, sem talaði um hvað hún vitnar í þeim víddum sem henni er gefið að ferðast í. Það var í fyrsta skipti sem ég las efni um slíkt í blaði, og var meiriháttar að sjá gerast. Það hvatti mig til að bæta aðeins í safn slíkrar reynslu sem svo margir hafa á sinn hátt, en hafa kannski aldrei talað um það. Ég fór að læra meira um mínar eigin ferðir í hinum ýmsu víddum alheims eftir að koma til Ástralíu. Og um leið náði ég að skilja veruleika og möguleika sem aldrei voru séðir sem gætu einu sinni hugsanlega verið sannir af aðilum trúarbragða. Þau virtust vilja eiga einkarétt á öllu slíku, eða þeir höfðu ekki haft það næmi og tengingu sem Anna Birta Lionaraki hefur, og ótal aðrir hafa, hver og einn á sinn einstaka hátt. Mér hefur líka verið gefið að ferðast í víddum sem aldrei hvarflaði að mér fyrr á árum að yrði. En ég skynjaði samt leyndarmála orku heima en gat ekki fengið söguna í þeim fyrr en löngu síðar. Það var ekki fyrr en eftir að fara á námskeið hér sem hafði Líföndun og hærri andleg fræði í bland með andlegu sálfræðina sem kallast á ensku „Esoteric Psychology“. Sem sýnir svo margt sem útskýrir ýmsa reynslu um lífið með öðru móti en almennt hefur þekkst. Svo bættist það við að fá að læra einnig að skilja eðli stig og gráður meðvirkni. Upplifunin við að heyra þau fræði þá, var mikill veruleika jarðskjálfti fyrir mig og auðvitað um leið mjög frelsandi. En ekki í tengslum við alkóhólisma eða fíkn heldur um hvernig það hefur verið innleitt í mannlega hegðun sem dyggð sem það er ekki. Ég hafði bara heyrt það orð notað í tengslum við drykkju og dópfíkn svo að ég hafði ekki sýnt því málefni neinn áhuga né athygli af því að ég hef ekki drukkið eða gert neitt til að deyfa heilabúið í mér. Það námskeið ruddi enn meiru af gömlu drasli úr orkuhjúpum mínum og opnaði þá um leið fyrir það að það sem var að mín eigin ætlaða orka gat fengið rými í stað þess sem aðrir höfðu troðið upp á mig, sem þeirra ætlaða veruleika fyrir mig, sem var það ekki. Svo var ég á öðru námskeiði sem virkilega var um að upplifa víddir lærði ég mismun á hvað við höldum að séu verðgildi okkar, gegn því hver séu svo þau sönnu. Það var heilmikið víddar ferðalag hið innra í mér. Hver mannvera hefur sinn hlut og þeir eru ekki eins Eftir þetta fyrra námskeið fékk ég innri vitnesku um að eiga að lesa fyrir fólk, og ég fór að gera það og nota spil. Þau eru samt oft ekkert annað en að jarðtengja tenginguna á milli mín og þess sem ég er að lesa í víddir fyrir. Skyggni er svo mikið meira en það hvernig ég heyrði það skilið í gamla daga á Íslandi. Ég sá ekki dáið fólk, en ég skynjaði inn í orku og andrúmsloft í húsakynnum og öðru. Samt vissi ég ekki um gagnið í þeirri tegund næmis þegar ég var barn og ung kona á Íslandi og upplifði skyjun mína oft meira sem vissa byrði sem ég gat ekki talað um. En skilningurinn opnaðist um gagnið í þeirri tegund innsæis eftir það hreinsunar-námskeið. Hafsteinn miðill og Einar á Einarsstöðum voru þeir sem voru þekktir fyrir að gera slíkt, samt var eiginleikum og hæfileikum þeirra ekki lýst sem ferðir í víddum sem þeir voru, en bara í mismunandi víddum og tíðnissviðum. Hafsteinn miðill talaði um og við dáið fólk, og gaf skilaboð til þeirra sem eftir lifðu. Þegar Einar á Einarsstöðum fékk hinsvegar innsýn í veikindi í líkömum, og fékk oft að leiðrétta þær orkuskekkjur sem einnig er hægt að lýsa sem stíflum í kerfinu, leiðrétta þær og þau vandamál sem voru í líkömum fólks. Það má líka segja snúa við „reverse“og jafna líkama til heilsu. Hugsanaflutningur er oft stór liður í þessum eiginleikum Árið 1977 þegar ég var að vinna á sveitabæ heyrði ég um hræðilegt slys þar sem leiksystir mín úr götunni sem ég átti heima í hafði drukknað í vatni með kærasta sínum. Þá kom sú hugsun upp í mér, að nú myndi mamma hennar vilja fá fund með Hafsteini miðli, en fékk þá þær upplýsingar að handan, að hann væri líka á förum yfir um. Hann dó daginn eftir. Þegar maður skynjar það sem maður skynjar, er það blanda af þessu með orku alheims og svo líka frá ósýnilegum sálum sem eru þarna úti til að sinna því hlutverki að sjá um að hvert okkar sinni því sem við erum hér fyrir, hvað sem það er. Og þær upplýsingar koma mikið frá hugsanaflutningi sem bein tenging frá einum heila þarna úti til annars á jörðu. Sú gjöf eða eiginleiki er þó ekki nærri alltaf um að lesa í spil eða heila aðra eins og sumum er gefið. Sumir ferðast þar til að byggja einstök hús, tæki og hvað eina annað sem kemur til þeirra að skapa og gæti komið inn í heila viðkomandi án þess að hann eða hún viti að um hugsanaflutning af slíku tagi sé að ræða. Stephen Hawking ferðaðist huglægt úr sínum vanvirka líkama langt út í himingeyminn til að fræða okkur frá sjónarhóli sínum um aðrar plánetur og svartar holur, en fékk ekkert að vita né læra um þetta með sálir. Ferð inn í víddir er að fara inn í þær sem maður hefur aðgang að, og veita upplýsingar um vissa hluti í þeim sem verið er að vinna með. Ég hef aldrei sagt að ég viti fyrirfram hvað ég muni fá til að deila með viðkomandi. Það birtist þegar tengingin kemur á og getur verið hvað sem er og hefur skráðst í orku viðkomandi sálar hvort sem hún eða hann man eða veit um það atriði sem stenst þó alltaf við það sem er í núinu, og eða það sem hefur stíflað líf þeirra. Hvað eru víddir? Víddir eru um allt í kring um okkur, í hinu augum ósýnilega andrúmslofti sem við lifum í. Þau hafa í sér allar mögulegar tíðnir, bylgjulengdir, tímalínur og fleira af tagi sem er mismunandi fyrir hvern einstakling að lifa með og fá hluti frá, án þess að hugsa einu sinni um það. Sumir eru svo fæddir með hærra næmnisstig en aðrir til að fá upplýsingar og tengingar frá þessum stórkostlega upplýsinga og fræðslubanka. Að ferðast hugrænt inn í líkama annarrar mannveru er í raun að sanna a við sem mannverum erum ekki eins þétt og við teljum og að það þurfi bara vissa hluti til að hægt sé að ferðast orkulega og huglægt inn í líkama annarrar mannveru til að finna vandamálin. Mín reynsla er þó, að það séu þó takmörk á leyfum til slíks og aðeins veitt þegar þörf er á og kringumstæður eru réttar. Ég gæti til dæmis ekki bara ákveðið að fara inn í líkama einhvers þarna úti, þó að, ef því afli sem ræður gæti sett mig í að upplifa slíkt og þá vonandi veita upplýsingar um það sem ég fengi, ef þörf væri fyrir það. Ferð í víddum er einnig um langar ferðir inn í líkama annarra í þeim tilgangi sem manni er gefið að gera eins og þegar ég var beðin um að snúa barni við í móðurlífi í konu hinum megin á hnettinum. Ég hafði aldrei fengið slíka beiðni áður, og bað því um hjálp við það og fékk hana. Það virkaði, og var einstök sannanleg upplifun. Svo fór ég inn í annan líkama fyrir annað ófætt barn, en því barni var ekki hægt að snúa og varð að koma í heiminn í gegn um keisara skurð. Svo dóu vinir og ættingjar og ég fékk þá hugmynd að fara hugrænt í þær jarðarfarir sem var einnig mjög athyglisvert að upplifa. Þær voru mjög ólíkar í því hvernig hin látna mannvera var í þeim kringumstæðum að hafa yfirgefið líkamann. Í einni þeirra var látni eiginmaðurinn við hægri hlið eiginkonu sinnar í byrjun áður en athöfnin hófst. Kirkjan tóm og sátu líkberarar hinum megin við ganginn. Ég skynjaði líkhrollinn í hverjum og einum sem kom inn í kirkjuna þangað til að hún var orðin full og þéttsetin af fólki. Svo hófst tónlistin. Þá fór sá látni upp í kirkjugarð til að vita hvar líkami hans yrði, og kom svo til baka til að taka allt inn fann sér stað aftast í kirkjunni. Í annarri jarðarför sem var jarðarför konu kom hún hálftíma eða svo áður en athöfnin átti að hefjast. Ég skynjaði nærveru hennar og klapp á hægri öxl mína til að fá mig til að byrja fyrr en ég hafði ætlað. Þá skildi ég af hverju. Hún fór til hvers einasta einstaklings í kirkjunni, og þakkaði fyrir stuðning þeirra við hana í lífi sínu, og þeim fyrir að vera þarna. Svona fór hún frá einni mannveru til annarrar, og var orkan öðruvísi þegar um ættingja hennar var að ræða. Ég sá líka blómin sem voru í kirkjunni og fékk staðfestingar eftir á að ég hafði séð rétt. Þegar orgelleikurinn hófst sem sýndi að athöfnin væri að hefjast sagði hún mér að hún væri að fara, og mér var sýnt sem hún færi táknrænt séð inn í höfðagafl kistunnar sem hinn aflagði líkami hennar var í, og það komu þessir gullnu borðar yfir kistuna, og mér sagt að hún væri farin inn í fimmtu vídd af því að athöfnin væri fyrir þá sem lifa, en ekki þá dánu. Hún vildi greinilega ekki vera þar. Það var önnur upplifun og viðhorf en með manninn í hinni jarðarförinni. Síðasta jarðarförin sem ég fór í þannig, var jarðarför eldri konu. Það kom mér mjög á óvart hvað mætti mér þar, því að eins og hún birtist mér lá hún í kistunni, og var ekki í góðu andlegu ástandi. Ég varði því heilum klukkutíma í að reyna að veita henni einhverja huggun eða sannfæringu. En ég er ekki viss um að hafa haft árangur sem erfiði, af því að það var tilfinningalega þungt verkefni og ég upplifði enga breytingu í henni í þeirri lotu. Víddir, bylgjur, tíðnissvið, tímalínur og hæðir þess sem hverjum og einum er gefið að hafa aðgang að, er nokkuð sem ég efast um að nokkur nái að geta útskýrt eða skilið til fulls. En við skiljum það litla sem við fáum hvert og eitt okkar, sem fáum aðgang og skammt frá þessum mikla geymi. Hugsanlega er sköpun og skaparinn einskonar langtíma getgáta sem við mannkyn erum að fá æ meiri upplifun á um leið. En mannkyn mun trúlega aldrei skilja allt til fulls, og við mannkyn erum líka að fara illa með svo margt. Það sem mér hefur verið gefið að upplifa um fyrri líf og ferðir sálna í tímum mínum með fólki, hefur sannað fyrir mér að trúarbrögðin eru í algerri afneitun á svo miklu um allar þessar víddir. Þegar sálir velja okkur eða við óskum eftir sálum eða að kaos rússneska rúllettan er í gangi Síðan er það annar geiri um það sem gerist þegar sálir vilja koma til vissra einstaklinga. Ég lærði í heilunartíma að sál sem yrði drengur í þessu lífi, hafði beðið eftir ungri konu í langan tíma af því að hann vildi eiga endurfundi með henni frá reynslu af fyrra lífi, en hún hafði verið í samkynja sambandi sem tvíkynhneigð. Eftir þennan tíma fór hún svo í gagnkynhneigt samband, og þá fékk sálin að koma í gegn til mikillar ánægju fyrir þau bæði. Svo var önnur kona sem virkilega vildi fá börn, verða móðir, og var sagt hinum megin frá, að jú, þau myndu koma, en væru ekki tilbúin ennþá. Það segir mér að þær sálir voru í annarri vídd, en áttu einhverja vinnu eftir þar sem þær voru, áður en þær gætu líkamnast aftur fyrir það líf með þessum hjónum. Þær komu, hjónin fengu tvær dætur. Þessar víddir sem innihalda svo ótal margt um og frá mannlegri reynslu í gegn um aldirnar, eru í raun ótal trilljón þræðir og hjúpar. Sem og annað sem geymir svo margt fyrir okkur að stilla inn á hvort sem við erum röklega meðvituð um það eða ekki. Fyrir mörgum árum í upphafi þess að vita að ég hefði eiginleika var ég í matarboði með manninum mínum hjá vinnufélaga hans sem var líka jarðfræðingur. Svo er mér allt í einu sýnt í röntgen-skyggni inn í líkama hans, sem var næst endaþarminum, og þar er smá æxli. Þetta var í fyrsta skipti sem ég var tekin í slíka sýn sem ég var ekki einu sinni að reyna að gera né hugsa um. En ég hafði ekki veruleika í mér til að segja manni slíkt við matarverðarboð með mörgum öðrum, enda var þetta í fyrsta skipti sem ég upplifði slíkt við svona kringumstæður. Maðurinn minn sem ég hafði sagt frá þessu þegar við vorum á leiðinni heim úr matarborðinu, sagði honum og konu hans svo frá þessu seinna, eftir að það kom í ljós að þetta var 100 prósent sönn sýn og hann í aðgerð til að fá það tekið út en hafði stækkað eitthvað eftir það matarverðarboð. Og þau mjög snortin og hissa. Svo hef ég verið tekin í að snúa barni við í móðurkviði og í öðru tilfelli til að fara inn og læra þá, að ekki væri hægt að snúa því barni við, og svo í öðru tilfelli var ég tekin inn í móðurlíf konu til að vera sagt og sýnt að það næsta barn myndi vera fætt á eðlilegan hátt og vera kílói þyngra en það fyrra, og það stóðst allt sem staðreynd, engin óskhyggja í gangi. Og ég er ekki með neitt Ego um þetta því að ég upplifi slíka sýn vera veitta þegar hennar er þörf. Það óvænta gerðist í kaffihúsi í Marion fyrir mörgum árum. Ég hafði keypt mér kaffi og það var ekkert laust borð, en kona sat ein við eitt þeirra svo að ég spurði hana hvort það væri í lagi að ég settist þar með kaffið mitt. Og hún var fín með það. Svo fórum við að spjalla, og hún sagði að maðurinn sinn hefði dáið fyrir ári síðan. Sem ég var að drekka kaffið, og átti ekki von á einu eða neinu skynja ég svo orkulíkama birtast á milli okkar. Í þriðja auganu fékk ég mynd hið innra af hvernig sá sem var að birtast hafði litið út, og lýsti því fyrir henni. Þetta reyndist vera maðurinn hennar. Svo fékk ég orð hugsanaflutningsleiðina sem voru skilaboð til hennar, og hún fékk tár í augun af gleði og huggun. Ég hef ekki rekist á þessa konu aftur, en það var eins og ég hefði verið send til hennar fyrir þetta skilaboð. Þetta sýnir að sjöunda skilningarvitið er tengt svo mörgum þáttum í lífinu að ekkert okkar getur fengið algera eða fulla mynd af því. Við fáum öll okkar sneið af slíku fyrir það hlutverk sem við höfum hér á jörðu. Og þá er ég ekki að tala frá trúarbragðsviðhorfi heldur frá upplifun sköpunar um allt og með öllum. Hver og einn hefur sína sneið, sinn skammt úr þessum mikla geymi sem heimurinn er, sem orka alheims heldur. Í heilunarvinnu sem kom svo fyrir mig að sinna eftir en ásamt því að lesa í spil. Þá fór ég huglægt orkulega í þessum víddum bæði inn í líkamana til að skynja gæði eða vandamál og orkustig líffæra og kerfa, sem og orkuhjúpana um það hvar sálin hafði verið áður. Það sem birtist mér mest eru óuppgerð sár og vandamál. Þá er farið í að ræða þau og vinna þannig að áhrif þeirra hverfi í þessu lífi, eða minnki eftir því hvað sé rétt fyrir þroska þeirra. Ég hef fengið sögur frá þeim sem hafa verið á bekknum um að hlutir eins og T sellur og æxli eða þykkildi hafi horfið eða minnkað, en ég aldrei tekið heiður af neinu. Það er af því að slíkt er á milli líkama, sálar og þeirra í hinum augna-ósýnilegu-heimum sem leggja lið við að leysa það upp sem hægt er að leysa upp á þann hátt, vegna eðlis þess sem er. En er ekki hægt í öllum tilfellum, og ég kann ekki svörin við því né ástæðunum. Ég er eingöngu túlkur og milliliður. Ég verð að taka það fram að ég hef aldrei notað nein lyf eða drukkið til að fá þá tengingu sem mér hefur verið gefin. Og held aldrei neinu fram um það hvað mér sé leyft að sjá, upplifa og segja þeim eða ekki. Ég deili því sem ég fæ á þeim tíma þegar það kemur til mín, sem tilheyrir viðkomandi einstaklingi þann daginn, og er annað í næsta tíma. Ég er bara þakklát fyrir mína sneið af þátttökunni í því sem mér er gefið að vinna með.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun