Aprílgabbi frestað Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 25. janúar 2020 09:00 Hvað sem borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna reynir að kjafta sig út úr leikskólamálinu, þá breytir það því ekki að skerðing þjónustunnar átti að hefjast 1. apríl. Að öðrum kosti hefði sú dagsetning ekki verið nefnd. Það var ekki borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna sem komu málinu á dagskrá borgarstjórnarfundar þann 20. janúar sl. Heldur komst málið á dagskrá þar sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til á þeim fundi að hætt yrði við þessa þjónustuskerðingu. Það var ekki fyrr en á þeim fundi sem borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna taldi það nauðsynlegt að fram færi ítarlegt mat á jafnréttislegum áhrifum þjónustuskerðingarinnar áður en hún ætti sér stað. Ásamt samráði við fulltrúa foreldra leikskólabarna. En þeim hópi var haldið frá samráði þegar meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna í skóla og frístundaráði borgarinnar lagði til þessa að þjónustuskerðingu. Það er þó ekki hægt að halda því fram að eingöngu vegna tillögu borgarstjórnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hafi það verið ákveðið að vinna málið betur. Heldur var það fyrst og fremst vegna þess að baklönd Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna loguðu stafna á milli vegna málsins. Borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna tók ekki afstöðu til tillögunnar, heldur vísuðu henni til borgarráðs, eins og sami borgarstjórnarmeirihluti hafði gert í skóla og frístundaráði. Það að ekki hafi verið ákveðið að hætta við þjónustuskerðinguna, heldur framkvæma hana að loknu jafnréttismati og auknu samráði, vekur upp þær spurningar hvort að saga þess samráðs verði á sama veg og svokallað samráð við foreldra grunnskólabarna í Grafarvogi, þar sem samráðið var í formi tilkynningar um ákvörðun sem þá þegar hafði verið tekin, en ekki til þess að hlusta á og taka tillit til sjónarmiða foreldra grunnskólabarna í hverfinu. Það virðist nefnilega ekki vera svo, eins og dæmin sanna, að í bókum borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna að samráð sé leið til þess að ná sameiginlegri niðurstöðu um mál. Að lokum má svo í ljósi þess að borgarstjórn er farin að funda aftur reglulega eftir jólaleyfi má spyrja af hverju afgreiða átti jafn stórt mál og skerðingu á þjónustu leikskólanna á lokuðum fundi borgarráðs. Þar sem jafnvel væri hægt að taka ákvörðun um að bókanir vegna málsins færu í svokallaða trúnaðarbók og kæmu ekki fram í fundargerð borgarráðs, í stað þess að málið væri tekið fyrir á fundi borgarstjórnar. Þar sem allir þeir sem vildu gætu fylgst með framvindu málsins í meðferð borgarstjórnar. Höfundur er varaformaður Verkalýðraðs Sjalfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað sem borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna reynir að kjafta sig út úr leikskólamálinu, þá breytir það því ekki að skerðing þjónustunnar átti að hefjast 1. apríl. Að öðrum kosti hefði sú dagsetning ekki verið nefnd. Það var ekki borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna sem komu málinu á dagskrá borgarstjórnarfundar þann 20. janúar sl. Heldur komst málið á dagskrá þar sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til á þeim fundi að hætt yrði við þessa þjónustuskerðingu. Það var ekki fyrr en á þeim fundi sem borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna taldi það nauðsynlegt að fram færi ítarlegt mat á jafnréttislegum áhrifum þjónustuskerðingarinnar áður en hún ætti sér stað. Ásamt samráði við fulltrúa foreldra leikskólabarna. En þeim hópi var haldið frá samráði þegar meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna í skóla og frístundaráði borgarinnar lagði til þessa að þjónustuskerðingu. Það er þó ekki hægt að halda því fram að eingöngu vegna tillögu borgarstjórnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hafi það verið ákveðið að vinna málið betur. Heldur var það fyrst og fremst vegna þess að baklönd Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna loguðu stafna á milli vegna málsins. Borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna tók ekki afstöðu til tillögunnar, heldur vísuðu henni til borgarráðs, eins og sami borgarstjórnarmeirihluti hafði gert í skóla og frístundaráði. Það að ekki hafi verið ákveðið að hætta við þjónustuskerðinguna, heldur framkvæma hana að loknu jafnréttismati og auknu samráði, vekur upp þær spurningar hvort að saga þess samráðs verði á sama veg og svokallað samráð við foreldra grunnskólabarna í Grafarvogi, þar sem samráðið var í formi tilkynningar um ákvörðun sem þá þegar hafði verið tekin, en ekki til þess að hlusta á og taka tillit til sjónarmiða foreldra grunnskólabarna í hverfinu. Það virðist nefnilega ekki vera svo, eins og dæmin sanna, að í bókum borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna að samráð sé leið til þess að ná sameiginlegri niðurstöðu um mál. Að lokum má svo í ljósi þess að borgarstjórn er farin að funda aftur reglulega eftir jólaleyfi má spyrja af hverju afgreiða átti jafn stórt mál og skerðingu á þjónustu leikskólanna á lokuðum fundi borgarráðs. Þar sem jafnvel væri hægt að taka ákvörðun um að bókanir vegna málsins færu í svokallaða trúnaðarbók og kæmu ekki fram í fundargerð borgarráðs, í stað þess að málið væri tekið fyrir á fundi borgarstjórnar. Þar sem allir þeir sem vildu gætu fylgst með framvindu málsins í meðferð borgarstjórnar. Höfundur er varaformaður Verkalýðraðs Sjalfstæðisflokksins.
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar