FOKK Jú ALLIR... Sigríður Karlsdóttir skrifar 27. janúar 2020 09:00 ...sagði 14 ára nemandi minn einu sinni. Hann var kominn með nóg. Nóg af skólanum, kennurum, samnemendum sínum og nóg af sjálfum sér. Ég skil hann mjög vel. Ég skal segja ykkur af hverju ég skil hann svona vel með því að taka dæmi af Jóni, grunnskólanema í íslensku grunnskólakerfi. Jón er frekar virkur en skemmtilegur drengur. Hann hlær svo krúttlega og elskar að leika í playmo um sex ára aldurinn. Hann getur sagt öllum frá ævintýrunum sem hann býr til í huganum og hann getur slegist við ósýnilega riddara sem búa bakvið gardínurnar. Hann var síðan settur í skóla. Þar þarf hann að sitja í marga klukkutíma á dag og hlusta á fróðleik sem hefur verið kenndur síðan mamma hans var í grunnskóla. Allt samkvæmt Aðalnámskrá sjáið til. Hann má ekki lengur segja frá ævintýrunum sínum og leyfa líkamanum að ráða ferðinni og teygja úr sér eða hoppa nokkrum sinnum til að hleypa allir þessari orku út. Hann þarf að læra lesa og fallbeygja, hann þarf að læra nöfn á fuglum og margföldunartöfluna. Hann þarf að muna nöfn á fiskum og lesa upphátt fyrir framan alla en hann kann ekki að lesa. Það sem hann þráir hins vegar er að skynja veröldina, sjá fuglana án þess að þurfa þylja upp hugtökin. Smám saman fær hann þau skilaboð, daglega og oft á dag að hann sé ekki nóg. Hann geti ekki setið kyrr, hann geti ekki gert þetta sem hann er beðinn um. Hann sé bara ómögulegur. Honum fer að líða illa. Tilfinningin: „ég er ekki nóg“ bankar upp á. Þessi tilfinning gerir það að verkum að hann fer að forðast skólann. Hann nennir ekki að láta segja sér enn eina ferðina að hann sé lúser. Hann fer að sýna óviðeigandi hegðun. Hann gerir allt til að þurfa ekki að láta segja sér að hann er ekki nóg. Síðan þegar hann fer að trúa því að hann sé ekki nóg. Þá byrjar ballið. Eftir 10 ár í grunnskóla - eða afplánun eins og hann myndi orða það - útskrifast hann og segir bara fokkjúall - komin með nóg af lífinu. Nú hljómar eins og ég sé að gagnrýna kennara eða skólana sjálfa. En það er ekki minn ásetningur. Flestir kennarar og stjórnendur sem ég þekki eru frábært fólk og eru að gera sitt allra, allra besta. Þeir vinna bara eftir menningu og kerfi sem hefur skapast í gegnum árin. Ég er að tala um kerfið. Hvers vegna - eftir alla þessa áratugi - erum við ennþá að kenna það sama? Við vitum betur í dag. Við höfum þróast svo hratt og tímarnir eru allt aðrir en fyrir 40 árum. Hvers vegna erum við enn að nota kennsluaðferðir sem virkuðu þá? Auðvitað eru margir skólar með mjög þróaðar aðferðir og eru að finna einhver punkta, en oftar en ekki stoppar kerfið og fjármagn þá af til að fara alla leið. Ég veit fullvel að ég hendi hér út sprengjum með þessari umræðu. En ég ætla samt að halda áfram. Við erum alltaf að þróa eitthvað nýtt innan kerfisins. Samt náum við ekki nógu góðum árangri. Stöðugt fleiri fá svokallaða skólaforðun. Kennarar hlaupa um með 16.000 skref á skrefamælinum sínum og á blóðþrýstingslyfjum að reyna sitt allra besta. Það þarf ekki að breyta neinu innan kerfisins. Kerfið sjálft er vandamálið. Ég veit um tugi kennara sem sitja útbrenndir heima hjá sér og skilja ekki neitt í neinu. Þeir voru bara að slökkva elda alla daga, synda marvaða og reyna lifa af í biluðu kerfi. Þetta er eins og að gera alltaf við bilaða bíldruslu. Þegar eitt er komið í lag, þá bilar annað. Förum að hugsa öðruvísi. Förum að þora að breyta. Leyfum Jóni og félögum að útskrifast án þess að þurfa að segja fokkjúall! Fáum nemendur út í samfélagið með vitneskju um það að þeir eru með styrklega og eru fjandinn hafi það nóg! Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
...sagði 14 ára nemandi minn einu sinni. Hann var kominn með nóg. Nóg af skólanum, kennurum, samnemendum sínum og nóg af sjálfum sér. Ég skil hann mjög vel. Ég skal segja ykkur af hverju ég skil hann svona vel með því að taka dæmi af Jóni, grunnskólanema í íslensku grunnskólakerfi. Jón er frekar virkur en skemmtilegur drengur. Hann hlær svo krúttlega og elskar að leika í playmo um sex ára aldurinn. Hann getur sagt öllum frá ævintýrunum sem hann býr til í huganum og hann getur slegist við ósýnilega riddara sem búa bakvið gardínurnar. Hann var síðan settur í skóla. Þar þarf hann að sitja í marga klukkutíma á dag og hlusta á fróðleik sem hefur verið kenndur síðan mamma hans var í grunnskóla. Allt samkvæmt Aðalnámskrá sjáið til. Hann má ekki lengur segja frá ævintýrunum sínum og leyfa líkamanum að ráða ferðinni og teygja úr sér eða hoppa nokkrum sinnum til að hleypa allir þessari orku út. Hann þarf að læra lesa og fallbeygja, hann þarf að læra nöfn á fuglum og margföldunartöfluna. Hann þarf að muna nöfn á fiskum og lesa upphátt fyrir framan alla en hann kann ekki að lesa. Það sem hann þráir hins vegar er að skynja veröldina, sjá fuglana án þess að þurfa þylja upp hugtökin. Smám saman fær hann þau skilaboð, daglega og oft á dag að hann sé ekki nóg. Hann geti ekki setið kyrr, hann geti ekki gert þetta sem hann er beðinn um. Hann sé bara ómögulegur. Honum fer að líða illa. Tilfinningin: „ég er ekki nóg“ bankar upp á. Þessi tilfinning gerir það að verkum að hann fer að forðast skólann. Hann nennir ekki að láta segja sér enn eina ferðina að hann sé lúser. Hann fer að sýna óviðeigandi hegðun. Hann gerir allt til að þurfa ekki að láta segja sér að hann er ekki nóg. Síðan þegar hann fer að trúa því að hann sé ekki nóg. Þá byrjar ballið. Eftir 10 ár í grunnskóla - eða afplánun eins og hann myndi orða það - útskrifast hann og segir bara fokkjúall - komin með nóg af lífinu. Nú hljómar eins og ég sé að gagnrýna kennara eða skólana sjálfa. En það er ekki minn ásetningur. Flestir kennarar og stjórnendur sem ég þekki eru frábært fólk og eru að gera sitt allra, allra besta. Þeir vinna bara eftir menningu og kerfi sem hefur skapast í gegnum árin. Ég er að tala um kerfið. Hvers vegna - eftir alla þessa áratugi - erum við ennþá að kenna það sama? Við vitum betur í dag. Við höfum þróast svo hratt og tímarnir eru allt aðrir en fyrir 40 árum. Hvers vegna erum við enn að nota kennsluaðferðir sem virkuðu þá? Auðvitað eru margir skólar með mjög þróaðar aðferðir og eru að finna einhver punkta, en oftar en ekki stoppar kerfið og fjármagn þá af til að fara alla leið. Ég veit fullvel að ég hendi hér út sprengjum með þessari umræðu. En ég ætla samt að halda áfram. Við erum alltaf að þróa eitthvað nýtt innan kerfisins. Samt náum við ekki nógu góðum árangri. Stöðugt fleiri fá svokallaða skólaforðun. Kennarar hlaupa um með 16.000 skref á skrefamælinum sínum og á blóðþrýstingslyfjum að reyna sitt allra besta. Það þarf ekki að breyta neinu innan kerfisins. Kerfið sjálft er vandamálið. Ég veit um tugi kennara sem sitja útbrenndir heima hjá sér og skilja ekki neitt í neinu. Þeir voru bara að slökkva elda alla daga, synda marvaða og reyna lifa af í biluðu kerfi. Þetta er eins og að gera alltaf við bilaða bíldruslu. Þegar eitt er komið í lag, þá bilar annað. Förum að hugsa öðruvísi. Förum að þora að breyta. Leyfum Jóni og félögum að útskrifast án þess að þurfa að segja fokkjúall! Fáum nemendur út í samfélagið með vitneskju um það að þeir eru með styrklega og eru fjandinn hafi það nóg! Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun