Kallar eftir palestínsku ríki og viðurkenningu á landtökubyggðum Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2020 17:57 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti friðaráætlun sína varðandi Mið-Austurlönd fyrir skömmu. Við hlið hans var Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sem hefur lýst yfir stuðningi við áætlun Trump, sem Jared Kushner, tengdasonur Trump, hefur unnið að í þrjú ár. Sú áætlun felur í sér stofnun palestínsks ríkis og að höfuðborg ríkisins verði í austurhluta Jerúsalem. Hann sagði þó þar að auki að Jerúsalem yrði „óskipt höfuðborg“ Ísrael, þannig að það er ekki á ljósu enn hvort það verður. Áætlunin felur einnig í sér að yfirráðasvæði Palestínu um það bil tvöfaldast að stærð en yfirráð Ísrael yfir stórum hluta Vesturbakkans verða einnig viðurkennd. Ísraelar munu einnig samþykkja að fjölga ekki landtökubyggðum í fjögur ár á meðan viðræður standa yfir. Bandaríkin munu viðurkenna þær byggðir sem hluta af Ísrael. Trump sagði enginn þyrfti að yfirgefa heimili sitt. Hvorki Palestínumenn eða Ísraelar. Það er óljóst hvernig íbúar og stjórnendur Palestínu munu taka áætlun Trump en hún byggir að miklu leyti á efnahagsáætlun Trump fyrir Vesturbakkann og Gaza sem opinberuð var í júní. Palestínumenn höfnuðu henni. AP fréttaveitan segir fyrstu viðbrögð við áætluninni vera neikvæð. Palestínumenn saka Trump um að hylla Ísrael. Trump biðlaði sérstaklega til Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnar Palestínu, og bað hann um að koma að samningaborðinu. Þá sagði hann að þetta væri mögulega síðasta tækifæri Palestínumanna til að eignast sjálfstætt ríki. Trump sagði einnig að það væri kominn tími til að leiðtogar Arabaríkja leiðrétti mistök þeirra frá 1948 og viðurkenni loks tilvist Ísrael. Embættismenn sem AP ræddi við segjast búast við því að áætluninni verði hafnað af Palestínumönnum, Tyrklandi og Íran. Þeir vonast þó til þess að yfirvöld Jórdaníu og Egyptalands, einu landa svæðisins sem eru með friðarsáttmála við Ísrael, hafni henni ekki. "I have done a lot for Israel."US President, Donald Trump, explains that he wants to do a lot for the Palestinian people as well as Israel "or it just wouldn't be fair".Get more on the #MiddleEastPeacePlan here: https://t.co/9tYH562CC8 pic.twitter.com/yovFMoEc4K— Sky News (@SkyNews) January 28, 2020 This is what a future State of Palestine can look like, with a capital in parts of East Jerusalem. pic.twitter.com/39vw3pPrAL— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 28, 2020 Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Netanjahú formlega ákærður Ríkissaksóknari í Ísrael hefur ákært Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, fyrir mútur, fjársvik og umboðssvik. Þetta gerði hann í kjölfar þess að hinn síðarnefndi dró beiðni til um friðhelgi til baka. 28. janúar 2020 16:56 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti friðaráætlun sína varðandi Mið-Austurlönd fyrir skömmu. Við hlið hans var Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sem hefur lýst yfir stuðningi við áætlun Trump, sem Jared Kushner, tengdasonur Trump, hefur unnið að í þrjú ár. Sú áætlun felur í sér stofnun palestínsks ríkis og að höfuðborg ríkisins verði í austurhluta Jerúsalem. Hann sagði þó þar að auki að Jerúsalem yrði „óskipt höfuðborg“ Ísrael, þannig að það er ekki á ljósu enn hvort það verður. Áætlunin felur einnig í sér að yfirráðasvæði Palestínu um það bil tvöfaldast að stærð en yfirráð Ísrael yfir stórum hluta Vesturbakkans verða einnig viðurkennd. Ísraelar munu einnig samþykkja að fjölga ekki landtökubyggðum í fjögur ár á meðan viðræður standa yfir. Bandaríkin munu viðurkenna þær byggðir sem hluta af Ísrael. Trump sagði enginn þyrfti að yfirgefa heimili sitt. Hvorki Palestínumenn eða Ísraelar. Það er óljóst hvernig íbúar og stjórnendur Palestínu munu taka áætlun Trump en hún byggir að miklu leyti á efnahagsáætlun Trump fyrir Vesturbakkann og Gaza sem opinberuð var í júní. Palestínumenn höfnuðu henni. AP fréttaveitan segir fyrstu viðbrögð við áætluninni vera neikvæð. Palestínumenn saka Trump um að hylla Ísrael. Trump biðlaði sérstaklega til Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnar Palestínu, og bað hann um að koma að samningaborðinu. Þá sagði hann að þetta væri mögulega síðasta tækifæri Palestínumanna til að eignast sjálfstætt ríki. Trump sagði einnig að það væri kominn tími til að leiðtogar Arabaríkja leiðrétti mistök þeirra frá 1948 og viðurkenni loks tilvist Ísrael. Embættismenn sem AP ræddi við segjast búast við því að áætluninni verði hafnað af Palestínumönnum, Tyrklandi og Íran. Þeir vonast þó til þess að yfirvöld Jórdaníu og Egyptalands, einu landa svæðisins sem eru með friðarsáttmála við Ísrael, hafni henni ekki. "I have done a lot for Israel."US President, Donald Trump, explains that he wants to do a lot for the Palestinian people as well as Israel "or it just wouldn't be fair".Get more on the #MiddleEastPeacePlan here: https://t.co/9tYH562CC8 pic.twitter.com/yovFMoEc4K— Sky News (@SkyNews) January 28, 2020 This is what a future State of Palestine can look like, with a capital in parts of East Jerusalem. pic.twitter.com/39vw3pPrAL— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 28, 2020
Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Netanjahú formlega ákærður Ríkissaksóknari í Ísrael hefur ákært Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, fyrir mútur, fjársvik og umboðssvik. Þetta gerði hann í kjölfar þess að hinn síðarnefndi dró beiðni til um friðhelgi til baka. 28. janúar 2020 16:56 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Netanjahú formlega ákærður Ríkissaksóknari í Ísrael hefur ákært Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, fyrir mútur, fjársvik og umboðssvik. Þetta gerði hann í kjölfar þess að hinn síðarnefndi dró beiðni til um friðhelgi til baka. 28. janúar 2020 16:56