„Krísufundur“ í Sandringham: Ýja að afhjúpandi viðtali fái hertogahjónin ekki sínu framgengt Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2020 12:56 Hertogahjónin af Sussex lögðu undir sig forsíður blaðanna í morgun. Vísir/getty Bresku dagblöðin greina frá því í dag að hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, hyggist veita ítarlegt sjónvarpsviðtal, fái þau ekki sínu framgengt í viðræðum við Elísabetu Bretadrottningu. Síðar í dag fer fram „krísufundur“ konungsfjölskyldunnar í Sandringham, þar sem framtíðarhlutverk hjónanna innan fjölskyldunnar er á dagskrá. Sjá einnig: Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Tilefni fundarins er óvænt ákvörðun Harry og Meghan þess efnis að þau ætli sér að yfirgefa framlínu bresku konungsfjölskyldunnar og segja sig frá embættisskyldum sínum. Þau greindu jafnframt frá því í yfirlýsingu að þau hyggist verða „fjárhagslega sjálfstæð“. Drottningin boðaði í kjölfarið til áðurnefnds fundar sem beðið er með mikilli eftirvæntingu í Bretlandi. Á meðal viðstaddra verða drottningin sjálf, Karl Bretaprins, Vilhjálmur Bretaprins og áðurnefndur Harry. Meghan tekur þátt í fundinum símleiðis en hún er nú stödd í Kanada, þar sem hertogahjónin ætla að búa sér heimili með syni sínum, Archie. Viðtal við Opruh í burðarliðnum? Forsíður bresku dagblaðanna voru í morgun undirlagðar fréttum af fundinum. Þannig hafa mörg blaðanna ýjað að því að Harry og Meghan ætli að „láta allt flakka“ í sjónvarpsviðtali, mögulega við spjallþáttamógúlinn Opruh Winfrey, verði niðurstaða viðræðna við drottninguna ekki ásættanleg. Konungsfjölskyldan ku ekki vera ánægð þann ráðahag, sem kæmi til með að „sverta orðspor“ krúnunnar. Tom Bradby, sjónvarpsmaður og vinur hertogahjónanna, skrifaði pistil um málið í Sunday Times í gær. Bradby vann að gerð heimildarmyndar með Harry og Meghan á síðasta ári og þekkir því ágætlega til. „Ég hef nokkuð skýra hugmynd um það sem gæti birst á skjánum í löngu, hispurslausu viðtali og ég held að það verði ekki fallegt á að líta,“ skrifar Bradby. Hafna umfjöllun um ósætti Ákvörðun hertogahjónanna um að slíta sig frá krúnunni á þennan hátt hefur kynt enn frekar undir orðrómi um ósætti milli bræðranna Vilhjálms og Harrys. Times greindi frá því í morgun að sambandið þeirra á milli væri afar stirt þessi misserin vegna þess að sá fyrrnefndi hefði horn í síðu Meghan. Í sameiginlegri yfirlýsingu prinsanna segir að umfjöllun í „bresku dagblaði“ í dag um meint ósætti þeirra á milli sé beinlínis röng. Þá sé orðfæri á borð við það sem viðhaft er í umfjölluninni móðgandi og allt að því skaðlegt. Í umfjöllun BBC um fundinn í Sandringham segir að drottningin vonist eftir niðurstöðu í mál hertogahjónanna innan nokkurra daga. Á meðal umræðuefna verði fjárhagur hjónanna, hvort þau fái að halda titlum sínum og hvaða skyldum þau þurfi áfram að sinna. Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry og Meghan hverfa af Madame Tussauds í London Forráðamenn Madame Tussauds safninu í London hafa tekið vaxmyndastyttur af Harry Bretaprins og Meghan Markle af safninu. 10. janúar 2020 11:30 Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45 Meghan farin aftur til Kanada Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, er farin aftur til Kanada til þess að vera með átta mánaða gömlum syni þeirra Harry Bretaprins, Archie. 10. janúar 2020 10:30 Drottningin boðar til fundar vegna Meghan og Harry Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, eru meðal þeirra sem Elísabet II Englandsdrottning hefur boðað til fundar á morgun til að ræða framtíðarhlutverk þeirra. Í vikunni tilkynntu hjónin um þá ákvörðun sína að þau ætli sér að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar. 12. janúar 2020 07:53 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Bresku dagblöðin greina frá því í dag að hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, hyggist veita ítarlegt sjónvarpsviðtal, fái þau ekki sínu framgengt í viðræðum við Elísabetu Bretadrottningu. Síðar í dag fer fram „krísufundur“ konungsfjölskyldunnar í Sandringham, þar sem framtíðarhlutverk hjónanna innan fjölskyldunnar er á dagskrá. Sjá einnig: Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Tilefni fundarins er óvænt ákvörðun Harry og Meghan þess efnis að þau ætli sér að yfirgefa framlínu bresku konungsfjölskyldunnar og segja sig frá embættisskyldum sínum. Þau greindu jafnframt frá því í yfirlýsingu að þau hyggist verða „fjárhagslega sjálfstæð“. Drottningin boðaði í kjölfarið til áðurnefnds fundar sem beðið er með mikilli eftirvæntingu í Bretlandi. Á meðal viðstaddra verða drottningin sjálf, Karl Bretaprins, Vilhjálmur Bretaprins og áðurnefndur Harry. Meghan tekur þátt í fundinum símleiðis en hún er nú stödd í Kanada, þar sem hertogahjónin ætla að búa sér heimili með syni sínum, Archie. Viðtal við Opruh í burðarliðnum? Forsíður bresku dagblaðanna voru í morgun undirlagðar fréttum af fundinum. Þannig hafa mörg blaðanna ýjað að því að Harry og Meghan ætli að „láta allt flakka“ í sjónvarpsviðtali, mögulega við spjallþáttamógúlinn Opruh Winfrey, verði niðurstaða viðræðna við drottninguna ekki ásættanleg. Konungsfjölskyldan ku ekki vera ánægð þann ráðahag, sem kæmi til með að „sverta orðspor“ krúnunnar. Tom Bradby, sjónvarpsmaður og vinur hertogahjónanna, skrifaði pistil um málið í Sunday Times í gær. Bradby vann að gerð heimildarmyndar með Harry og Meghan á síðasta ári og þekkir því ágætlega til. „Ég hef nokkuð skýra hugmynd um það sem gæti birst á skjánum í löngu, hispurslausu viðtali og ég held að það verði ekki fallegt á að líta,“ skrifar Bradby. Hafna umfjöllun um ósætti Ákvörðun hertogahjónanna um að slíta sig frá krúnunni á þennan hátt hefur kynt enn frekar undir orðrómi um ósætti milli bræðranna Vilhjálms og Harrys. Times greindi frá því í morgun að sambandið þeirra á milli væri afar stirt þessi misserin vegna þess að sá fyrrnefndi hefði horn í síðu Meghan. Í sameiginlegri yfirlýsingu prinsanna segir að umfjöllun í „bresku dagblaði“ í dag um meint ósætti þeirra á milli sé beinlínis röng. Þá sé orðfæri á borð við það sem viðhaft er í umfjölluninni móðgandi og allt að því skaðlegt. Í umfjöllun BBC um fundinn í Sandringham segir að drottningin vonist eftir niðurstöðu í mál hertogahjónanna innan nokkurra daga. Á meðal umræðuefna verði fjárhagur hjónanna, hvort þau fái að halda titlum sínum og hvaða skyldum þau þurfi áfram að sinna.
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry og Meghan hverfa af Madame Tussauds í London Forráðamenn Madame Tussauds safninu í London hafa tekið vaxmyndastyttur af Harry Bretaprins og Meghan Markle af safninu. 10. janúar 2020 11:30 Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45 Meghan farin aftur til Kanada Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, er farin aftur til Kanada til þess að vera með átta mánaða gömlum syni þeirra Harry Bretaprins, Archie. 10. janúar 2020 10:30 Drottningin boðar til fundar vegna Meghan og Harry Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, eru meðal þeirra sem Elísabet II Englandsdrottning hefur boðað til fundar á morgun til að ræða framtíðarhlutverk þeirra. Í vikunni tilkynntu hjónin um þá ákvörðun sína að þau ætli sér að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar. 12. janúar 2020 07:53 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Harry og Meghan hverfa af Madame Tussauds í London Forráðamenn Madame Tussauds safninu í London hafa tekið vaxmyndastyttur af Harry Bretaprins og Meghan Markle af safninu. 10. janúar 2020 11:30
Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45
Meghan farin aftur til Kanada Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, er farin aftur til Kanada til þess að vera með átta mánaða gömlum syni þeirra Harry Bretaprins, Archie. 10. janúar 2020 10:30
Drottningin boðar til fundar vegna Meghan og Harry Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, eru meðal þeirra sem Elísabet II Englandsdrottning hefur boðað til fundar á morgun til að ræða framtíðarhlutverk þeirra. Í vikunni tilkynntu hjónin um þá ákvörðun sína að þau ætli sér að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar. 12. janúar 2020 07:53