Man. United þrennan betri en Liverpool þrennan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2020 23:00 Marcus Rashford og Mason Greenwood til vinstri en Mohamed Salah og Sadio Mané til hægri. Samsett/Getty Mikið hefur verið látið með sóknarmenn Liverpool í allri velgengni liðsins að undanförnu en þegar markatölfræðin er skoðuð kemur í ljós að framlínuþrenna Manchester United hefur í raun gert betur en sú hjá Liverpool á þessari leiktíð. Liverpool tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um helgina en United er eina liðið sem hefur tekið stig af toppliði Liverpool í deildinni á þessari leiktíð. Liverpool hefur fjórtán stiga forskot og er búið að vinna 20 af 21 deildarleik sínum á leiktíðinni. Manchester United er 27 stigum neðar í töflunni með aðeins 9 sigra í 22 leikjum. Manchester United hefur einnig skorað fjórtán mörkum færra en Liverpool liðið en það er varla hægt að kenna ungu strákunum í framlínunni um það. Manchester United's front three has outscored Liverpool's this season #LFC#Liverpool#MUFCpic.twitter.com/qiGeclg3df— LiveScore (@livescore) January 16, 2020 Sóknarmannalína Manchester United, skipuð þeim Marcus Rashford, Anthony Martial og Mason Greenwood hefur samtals skilað 39 mörkum fyrir Manchester United í öllum keppnum á þessu tímabili. Mason Greenwood er með 9 mörk í 27 leikjum í öllum keppnum, Anthony Martial hefur skorað 11 mörk í 22 leikjum og Marcus Rashford er síðan með 19 mörk í 30 leikjum. Sóknartríó Liverpool, skipað þeim Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino, hefur alls skilað af sér 30 mörkum í öllum keppnum á þessu tímabili. Roberto Firmino er með 7 mörk í 27 leikjum, Sadio Mané hefur skorað 13 mörk í 27 leikjum og Mohamed Salah er markahæstur þeirra með 14 mörk í 24 leikjum. Við þetta bætist svo markaleysi framlínumanna Liverpool í leikjum sínum á móti erkifjendunum í Manchester United. Mohamed Salah hefur hvorki skorað né lagt upp mark í fjórum deildarleikjum sínum á móti Manchester United. Sadio Mané hefur bara skorað eitt mark í fimm deildarleikjum sínum með Liverpool á móti Manchester United og Roberto Firmino hefur ekki skorað í níu deildarleikjum á móti Liverpool. Enski boltinn Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Körfubolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Körfubolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sjá meira
Mikið hefur verið látið með sóknarmenn Liverpool í allri velgengni liðsins að undanförnu en þegar markatölfræðin er skoðuð kemur í ljós að framlínuþrenna Manchester United hefur í raun gert betur en sú hjá Liverpool á þessari leiktíð. Liverpool tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um helgina en United er eina liðið sem hefur tekið stig af toppliði Liverpool í deildinni á þessari leiktíð. Liverpool hefur fjórtán stiga forskot og er búið að vinna 20 af 21 deildarleik sínum á leiktíðinni. Manchester United er 27 stigum neðar í töflunni með aðeins 9 sigra í 22 leikjum. Manchester United hefur einnig skorað fjórtán mörkum færra en Liverpool liðið en það er varla hægt að kenna ungu strákunum í framlínunni um það. Manchester United's front three has outscored Liverpool's this season #LFC#Liverpool#MUFCpic.twitter.com/qiGeclg3df— LiveScore (@livescore) January 16, 2020 Sóknarmannalína Manchester United, skipuð þeim Marcus Rashford, Anthony Martial og Mason Greenwood hefur samtals skilað 39 mörkum fyrir Manchester United í öllum keppnum á þessu tímabili. Mason Greenwood er með 9 mörk í 27 leikjum í öllum keppnum, Anthony Martial hefur skorað 11 mörk í 22 leikjum og Marcus Rashford er síðan með 19 mörk í 30 leikjum. Sóknartríó Liverpool, skipað þeim Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino, hefur alls skilað af sér 30 mörkum í öllum keppnum á þessu tímabili. Roberto Firmino er með 7 mörk í 27 leikjum, Sadio Mané hefur skorað 13 mörk í 27 leikjum og Mohamed Salah er markahæstur þeirra með 14 mörk í 24 leikjum. Við þetta bætist svo markaleysi framlínumanna Liverpool í leikjum sínum á móti erkifjendunum í Manchester United. Mohamed Salah hefur hvorki skorað né lagt upp mark í fjórum deildarleikjum sínum á móti Manchester United. Sadio Mané hefur bara skorað eitt mark í fimm deildarleikjum sínum með Liverpool á móti Manchester United og Roberto Firmino hefur ekki skorað í níu deildarleikjum á móti Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Körfubolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Körfubolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sjá meira