Harry prins segist ekki hafa haft um neitt annað að velja en að stíga til hliðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. janúar 2020 23:30 Hertogahjónin af Sussex. Vísir/getty Harry prins segir að hann hafi í raun ekki haft neitt um annað að velja en að stíga til hliðar sem meðlimur framvarðarsveitar bresku konungsfjölskyldunnar.Þetta kom fram í ræðu sem Harry hélt á góðgerðarviðburði í London í dag, degi eftir að Elísabet II Bretlandsdrottning tilkynnti að samþykkt hafi verið að Harry og eiginkona hans, Meghan Markle, myndu frá og með vori ekki lengur bera titillinn hans og hennar hátign og ekki þiggja fjármuni frá krúnunni. Það kom mjög á óvart þegar Harry og Markle tilkynntu um þá ákvörðun sína að þau ætli sér að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar, þó að svo virðist sem að niðurstaða hafi fengist í málið, eftir samráð æðstu meðlima konungsfjölskyldunnar. Í ræðunni sagði Harry að hann væri leiður yfir því að hafa þurft að taka það skref að stíga úr framvarðarsveitinni, það væru þung skref en nauðsynleg engu að síður. Sagði Harry að hann og Markle hafi rætt málið ítarlega undanfarna mánuði og að þetta væri niðurstaðan. „Ég veit að ég hef ekki alltaf haft rétt fyrir mér en hvað þetta varðar, þá var þetta það eina í stöðunni,“ sagði Harry. Bætti hann við að upphaflega hafi þau ætlað sér að halda áfram að þjóna drottningunni, breska samveldinu, án þess þó að þiggja fjármuni frá hinu opinbera. Sagði Harry að sér þætti það leitt að sá möguleiki hafi ekki verið í boði. „Ég vona að með því að stíga þetta skref til baka frá því eina sem ég hef kynnst á ævinni, geti ég stigið skref fram á við í það sem ég vona að verði friðsælla líf,“ sagði Harry en ræðuna í heild sinni má sjá hér að neðan. View this post on Instagram at tonight’s dinner for supporters of Sentebale in London Video © SussexRoyalA post shared by The Duke and Duchess of Sussex (@sussexroyal) on Jan 19, 2020 at 2:00pm PST Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Trevor Noah kemur Harry og Meghan til varnar Trevor Noah fjallaði um ákvörðun þeirra Harrry Bretaprins og Meghan Markle að slíta sig frá bresku konungsfjölskyldunni í gærkvöldi. 14. janúar 2020 11:37 Harry og Meghan fá aðlögunartímabil Elísabet II Bretlandsdrottning segir að lokaákvörðun um framtíðarhlutverk hertogahjónana af Sussex, þeim Harry Bretaprins og Meghan Markle, hjónanna innan bresku konungsfjölskyldunnar verði tekin á næstu dögum. Drottningin hefur samþykkt sérstakt aðlögunartímabil þar sem hjónakornin muni deila tíma sínum á milli Bretlands og Kanada. 13. janúar 2020 18:06 Verða ekki lengur hans og hennar hátign frá og með vori Breska konungsfjölskyldan hefur tilkynnt að Harry Prins og eiginkona hans, Meghan Markle, muni missa réttinn til að titla sig hans- og hennar hátign frá og vorinu. Þá munu þau einnig ekki lengur þiggja fjármuni frá konungshöllinni. 18. janúar 2020 18:59 Meghan tók ekki þátt í krísufundinum í Sandringham-höll Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, tók ekki þátt í fundi sem Elísabet II Englandsdrottning boðaði til með Karli, syni sínum, og sonarsonum sínum, Vilhjálmi og Harry, í Sandringham-höll drottningarinnar í gær. 14. janúar 2020 13:45 Starfsfólk Meghan og Harry fært til í starfi Starfsfólk Harry Bretaprins og Meghan Markle á heimili þeirra í Bretlandi hefur að sögn verið fært til í starfi. Talið er að það gefi til kynna að parið muni ekki verja tíma í Bretlandi á næstu misserum. 18. janúar 2020 09:45 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
Harry prins segir að hann hafi í raun ekki haft neitt um annað að velja en að stíga til hliðar sem meðlimur framvarðarsveitar bresku konungsfjölskyldunnar.Þetta kom fram í ræðu sem Harry hélt á góðgerðarviðburði í London í dag, degi eftir að Elísabet II Bretlandsdrottning tilkynnti að samþykkt hafi verið að Harry og eiginkona hans, Meghan Markle, myndu frá og með vori ekki lengur bera titillinn hans og hennar hátign og ekki þiggja fjármuni frá krúnunni. Það kom mjög á óvart þegar Harry og Markle tilkynntu um þá ákvörðun sína að þau ætli sér að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar, þó að svo virðist sem að niðurstaða hafi fengist í málið, eftir samráð æðstu meðlima konungsfjölskyldunnar. Í ræðunni sagði Harry að hann væri leiður yfir því að hafa þurft að taka það skref að stíga úr framvarðarsveitinni, það væru þung skref en nauðsynleg engu að síður. Sagði Harry að hann og Markle hafi rætt málið ítarlega undanfarna mánuði og að þetta væri niðurstaðan. „Ég veit að ég hef ekki alltaf haft rétt fyrir mér en hvað þetta varðar, þá var þetta það eina í stöðunni,“ sagði Harry. Bætti hann við að upphaflega hafi þau ætlað sér að halda áfram að þjóna drottningunni, breska samveldinu, án þess þó að þiggja fjármuni frá hinu opinbera. Sagði Harry að sér þætti það leitt að sá möguleiki hafi ekki verið í boði. „Ég vona að með því að stíga þetta skref til baka frá því eina sem ég hef kynnst á ævinni, geti ég stigið skref fram á við í það sem ég vona að verði friðsælla líf,“ sagði Harry en ræðuna í heild sinni má sjá hér að neðan. View this post on Instagram at tonight’s dinner for supporters of Sentebale in London Video © SussexRoyalA post shared by The Duke and Duchess of Sussex (@sussexroyal) on Jan 19, 2020 at 2:00pm PST
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Trevor Noah kemur Harry og Meghan til varnar Trevor Noah fjallaði um ákvörðun þeirra Harrry Bretaprins og Meghan Markle að slíta sig frá bresku konungsfjölskyldunni í gærkvöldi. 14. janúar 2020 11:37 Harry og Meghan fá aðlögunartímabil Elísabet II Bretlandsdrottning segir að lokaákvörðun um framtíðarhlutverk hertogahjónana af Sussex, þeim Harry Bretaprins og Meghan Markle, hjónanna innan bresku konungsfjölskyldunnar verði tekin á næstu dögum. Drottningin hefur samþykkt sérstakt aðlögunartímabil þar sem hjónakornin muni deila tíma sínum á milli Bretlands og Kanada. 13. janúar 2020 18:06 Verða ekki lengur hans og hennar hátign frá og með vori Breska konungsfjölskyldan hefur tilkynnt að Harry Prins og eiginkona hans, Meghan Markle, muni missa réttinn til að titla sig hans- og hennar hátign frá og vorinu. Þá munu þau einnig ekki lengur þiggja fjármuni frá konungshöllinni. 18. janúar 2020 18:59 Meghan tók ekki þátt í krísufundinum í Sandringham-höll Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, tók ekki þátt í fundi sem Elísabet II Englandsdrottning boðaði til með Karli, syni sínum, og sonarsonum sínum, Vilhjálmi og Harry, í Sandringham-höll drottningarinnar í gær. 14. janúar 2020 13:45 Starfsfólk Meghan og Harry fært til í starfi Starfsfólk Harry Bretaprins og Meghan Markle á heimili þeirra í Bretlandi hefur að sögn verið fært til í starfi. Talið er að það gefi til kynna að parið muni ekki verja tíma í Bretlandi á næstu misserum. 18. janúar 2020 09:45 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
Trevor Noah kemur Harry og Meghan til varnar Trevor Noah fjallaði um ákvörðun þeirra Harrry Bretaprins og Meghan Markle að slíta sig frá bresku konungsfjölskyldunni í gærkvöldi. 14. janúar 2020 11:37
Harry og Meghan fá aðlögunartímabil Elísabet II Bretlandsdrottning segir að lokaákvörðun um framtíðarhlutverk hertogahjónana af Sussex, þeim Harry Bretaprins og Meghan Markle, hjónanna innan bresku konungsfjölskyldunnar verði tekin á næstu dögum. Drottningin hefur samþykkt sérstakt aðlögunartímabil þar sem hjónakornin muni deila tíma sínum á milli Bretlands og Kanada. 13. janúar 2020 18:06
Verða ekki lengur hans og hennar hátign frá og með vori Breska konungsfjölskyldan hefur tilkynnt að Harry Prins og eiginkona hans, Meghan Markle, muni missa réttinn til að titla sig hans- og hennar hátign frá og vorinu. Þá munu þau einnig ekki lengur þiggja fjármuni frá konungshöllinni. 18. janúar 2020 18:59
Meghan tók ekki þátt í krísufundinum í Sandringham-höll Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, tók ekki þátt í fundi sem Elísabet II Englandsdrottning boðaði til með Karli, syni sínum, og sonarsonum sínum, Vilhjálmi og Harry, í Sandringham-höll drottningarinnar í gær. 14. janúar 2020 13:45
Starfsfólk Meghan og Harry fært til í starfi Starfsfólk Harry Bretaprins og Meghan Markle á heimili þeirra í Bretlandi hefur að sögn verið fært til í starfi. Talið er að það gefi til kynna að parið muni ekki verja tíma í Bretlandi á næstu misserum. 18. janúar 2020 09:45