Írland: hvað varð um laxeldið? Kristinn H. Gunnarsson skrifar 2. janúar 2020 18:00 Á fimmtudaginn, annan dag jóla, birtist áhugaverð grein í írska blaðinu Irish Times eftir dálkahöfundinn Stephen Collins. Hann hefur lengi verið við blaðamennsku og hefur verið ritstjóri yfir stjórnmálum á The Irish times og þremur öðrum blöðum á Írlandi. Collins byrjar á að draga fram að reyktur lax sé mjög vinsæll réttur á Írlandi og hafi verið það um áratugaskeið. Eftirspurnin sé mun meiri en framleiðslan á Írlandi og því er laxinn fluttur inn frá Skotlandi, Færeyjum og Noregi. Þrjátíu ára kyrrstaðaFyrir um þrjátíu árum var framleiðslan á Írlandi svipuð og í Noregi, um 20 þúsund tonn á ári í hvoru landi. Nú framleiði Norðmenn 1,2 milljónir tonna en Írar aðeins 19 þúsund tonn. Fiskeldi í sjó hefur aukist á heimsvísu um 164% frá árinu 2000 en dregist saman um 24% á Írlandi á sama tíma, segir Collins í grein sinni og vísar í opinber gögn. Samkvæmt þessu virðist sem hafi orðið auking úr 20 þúsund tonna ársframleiðslu á Írlandi í 26 þúsund tonn og síðan samdráttur niður í 19 þúsund tonn svo framleiðslan nú er minni en hún var fyrir 30 árum. 110 milljarða króna tap frá 2010Ríkisstjórnin hafði sett sér 2010 að auka fiskeldið upp í 36 þúsund tonn árið 2020, en reyndin varð sú að eldið hefur dregist saman, sem fyrr segir um 7 þúsund tonn miðað við lok árs 2018. Hlutur Íra í fiskeldinu í Evrópu hefur fallið úr 5% fyrir 20 árum í 2,5% nú. Þetta kostar Íra 105 milljónir evra í töpuðum framleiðsluverðmætum bara á árinu 2018. Uppsafnað tap frá 2010 eru að mati Collins 570 milljónir evra. Þegar metin eru áhrifin af tapaðri framleiðslu á þjóðarframleiðsluna hækkar tapið upp í 803 milljónir evra. Það eru um 110 milljarðar íslenskra króna. Strandhéruðin blæðaStephen Collins heldur áfram og segir að tapið af því að laxeldið óx ekki bitni fyrst og fremst á strandhéruðum landsins. Íbúar þar voru sviptir vaxandi atvinnugrein sem getur skapað störf og hleypt lífi í hningandi byggðarlög, einkum í afskekktustu héruðum Írlands. Síðan bendir Collins á Noreg og segir að þar hafi einmitt margar strandbyggðir notið góðs af mikilli uppbyggingu í laxeldi í sjó. Gunnar Davíðsson, deildarstjóri atvinnuþróunardeildar í Tromsfylki var einmitt með fróðlegt erindi um góð áhrif af laxeldinu á strandsvæðin fyrir fáum dögum á vegum Matís sem rímar við mat Collins. Að mati Collins eru írsku strandsvæðin meðal þeirra bestu í heiminum til þess að framleiða lax í sjókvíum, framleiðslu sem hann segir vera eina þá mest sjálfbæru og umhverfisvænustu til framleiðslu á matvælum sem völ er á og muni verða sífellt mikilvægari grein matvælaframleiðslunnar. Bæði er , segir Collins, að afli af villtum fisktegundum muni ekki vaxa og að neytendur munu í auknum mæli færa sig frá kjöti yfir í fisk. Fiskræktun, þar með talið sjókvíaeldi sé því rökrétt svar. Einfalda leyfiskerfiðCollins rekur að sérfræðingar telji að um 2030 muni þurfa um 40 milljónir tonna af sjávarfangi til þess að halda í við fæðuþörf sífellt vaxandi íbúafjölda í heiminum. Hvað varðar lönd Evrópusambandsins vantar í dag 8 milljónir tonna upp á að veiðar dugi fyrir fiskneyslunni og því sé Evrópusambandið að hvetja lönd til þess að auka eldisframleiðslu sína. Til þess að ná árangri hvetur Evrópusambandið til þess að löndin einfaldi leyfisferilinn fyrir fiskeldið og stytti tímann sem tekur að fá framleiðsluleyfi. Neikvæðar stofnanir og rangur áróðurSkýringar Stephen Collins á hnignun laxeldisins á Írlandi eru athyglisverðar. Hann segir að rangur áróður hafi skapað neikvæða ímynd með gróflega ýktum ásökunum í garð fiskeldisins. þar séu einkum fulltrúar stangveiðihagsmuna sem séu ábyrgir fyrir málflutningnum, sem hafi reynst rangur og fullyrðingarnar hafi að mesu leyti ekki átt sér vísindalega stoð í raunveruleikanum. Til viðbótar hafi svo embættismenn hins opinbera reynst verulegur Þrándur í Götu. Í stað þess að leggja áherslu á reglur sem skili sem bestri framleiðslu hafi þeir, eftir því sem best verður séð, stillt sér í raun upp gegn eldinu sem atvinnugrein. Þannig taki um 8 ár að fá leyfi til eldis frá því að umsókn er lögð fram, en meðaltíminn á alþjóðlega vísu sé 2 ár. Þessi langi tími er óskiljanlegur, segir Collins, og bendir til þess að viðkomandi stofnanir vilji kæfa atvinnugreinina. Niðurstaða Collins er að benda á tjónið sem verður vegna þessara ómálefnalegu andstöðu við uppbyggingu fiskeldisins á Írlandi og bera það saman við gjörólíka afstöðu Skota, Norðmanna og Færeyinga sem allir eru að auka framleiðsluna og auka tekjur sínar og atvinnumöguleika á landsbyggðinni. Er þetta ekki kunnugleg lýsing fyrir Vestfirðinga á ótrúlegri andstöðu hér á landi frá stangveiðiaðilum, stofnunum og jafnvel flokkum á Alþingi við uppbyggingu laxeldis á Vestfjörðum? Kristinn H. Gunnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Á fimmtudaginn, annan dag jóla, birtist áhugaverð grein í írska blaðinu Irish Times eftir dálkahöfundinn Stephen Collins. Hann hefur lengi verið við blaðamennsku og hefur verið ritstjóri yfir stjórnmálum á The Irish times og þremur öðrum blöðum á Írlandi. Collins byrjar á að draga fram að reyktur lax sé mjög vinsæll réttur á Írlandi og hafi verið það um áratugaskeið. Eftirspurnin sé mun meiri en framleiðslan á Írlandi og því er laxinn fluttur inn frá Skotlandi, Færeyjum og Noregi. Þrjátíu ára kyrrstaðaFyrir um þrjátíu árum var framleiðslan á Írlandi svipuð og í Noregi, um 20 þúsund tonn á ári í hvoru landi. Nú framleiði Norðmenn 1,2 milljónir tonna en Írar aðeins 19 þúsund tonn. Fiskeldi í sjó hefur aukist á heimsvísu um 164% frá árinu 2000 en dregist saman um 24% á Írlandi á sama tíma, segir Collins í grein sinni og vísar í opinber gögn. Samkvæmt þessu virðist sem hafi orðið auking úr 20 þúsund tonna ársframleiðslu á Írlandi í 26 þúsund tonn og síðan samdráttur niður í 19 þúsund tonn svo framleiðslan nú er minni en hún var fyrir 30 árum. 110 milljarða króna tap frá 2010Ríkisstjórnin hafði sett sér 2010 að auka fiskeldið upp í 36 þúsund tonn árið 2020, en reyndin varð sú að eldið hefur dregist saman, sem fyrr segir um 7 þúsund tonn miðað við lok árs 2018. Hlutur Íra í fiskeldinu í Evrópu hefur fallið úr 5% fyrir 20 árum í 2,5% nú. Þetta kostar Íra 105 milljónir evra í töpuðum framleiðsluverðmætum bara á árinu 2018. Uppsafnað tap frá 2010 eru að mati Collins 570 milljónir evra. Þegar metin eru áhrifin af tapaðri framleiðslu á þjóðarframleiðsluna hækkar tapið upp í 803 milljónir evra. Það eru um 110 milljarðar íslenskra króna. Strandhéruðin blæðaStephen Collins heldur áfram og segir að tapið af því að laxeldið óx ekki bitni fyrst og fremst á strandhéruðum landsins. Íbúar þar voru sviptir vaxandi atvinnugrein sem getur skapað störf og hleypt lífi í hningandi byggðarlög, einkum í afskekktustu héruðum Írlands. Síðan bendir Collins á Noreg og segir að þar hafi einmitt margar strandbyggðir notið góðs af mikilli uppbyggingu í laxeldi í sjó. Gunnar Davíðsson, deildarstjóri atvinnuþróunardeildar í Tromsfylki var einmitt með fróðlegt erindi um góð áhrif af laxeldinu á strandsvæðin fyrir fáum dögum á vegum Matís sem rímar við mat Collins. Að mati Collins eru írsku strandsvæðin meðal þeirra bestu í heiminum til þess að framleiða lax í sjókvíum, framleiðslu sem hann segir vera eina þá mest sjálfbæru og umhverfisvænustu til framleiðslu á matvælum sem völ er á og muni verða sífellt mikilvægari grein matvælaframleiðslunnar. Bæði er , segir Collins, að afli af villtum fisktegundum muni ekki vaxa og að neytendur munu í auknum mæli færa sig frá kjöti yfir í fisk. Fiskræktun, þar með talið sjókvíaeldi sé því rökrétt svar. Einfalda leyfiskerfiðCollins rekur að sérfræðingar telji að um 2030 muni þurfa um 40 milljónir tonna af sjávarfangi til þess að halda í við fæðuþörf sífellt vaxandi íbúafjölda í heiminum. Hvað varðar lönd Evrópusambandsins vantar í dag 8 milljónir tonna upp á að veiðar dugi fyrir fiskneyslunni og því sé Evrópusambandið að hvetja lönd til þess að auka eldisframleiðslu sína. Til þess að ná árangri hvetur Evrópusambandið til þess að löndin einfaldi leyfisferilinn fyrir fiskeldið og stytti tímann sem tekur að fá framleiðsluleyfi. Neikvæðar stofnanir og rangur áróðurSkýringar Stephen Collins á hnignun laxeldisins á Írlandi eru athyglisverðar. Hann segir að rangur áróður hafi skapað neikvæða ímynd með gróflega ýktum ásökunum í garð fiskeldisins. þar séu einkum fulltrúar stangveiðihagsmuna sem séu ábyrgir fyrir málflutningnum, sem hafi reynst rangur og fullyrðingarnar hafi að mesu leyti ekki átt sér vísindalega stoð í raunveruleikanum. Til viðbótar hafi svo embættismenn hins opinbera reynst verulegur Þrándur í Götu. Í stað þess að leggja áherslu á reglur sem skili sem bestri framleiðslu hafi þeir, eftir því sem best verður séð, stillt sér í raun upp gegn eldinu sem atvinnugrein. Þannig taki um 8 ár að fá leyfi til eldis frá því að umsókn er lögð fram, en meðaltíminn á alþjóðlega vísu sé 2 ár. Þessi langi tími er óskiljanlegur, segir Collins, og bendir til þess að viðkomandi stofnanir vilji kæfa atvinnugreinina. Niðurstaða Collins er að benda á tjónið sem verður vegna þessara ómálefnalegu andstöðu við uppbyggingu fiskeldisins á Írlandi og bera það saman við gjörólíka afstöðu Skota, Norðmanna og Færeyinga sem allir eru að auka framleiðsluna og auka tekjur sínar og atvinnumöguleika á landsbyggðinni. Er þetta ekki kunnugleg lýsing fyrir Vestfirðinga á ótrúlegri andstöðu hér á landi frá stangveiðiaðilum, stofnunum og jafnvel flokkum á Alþingi við uppbyggingu laxeldis á Vestfjörðum? Kristinn H. Gunnarsson
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun