Hefur ekki áhyggjur af 35 prósenta samdrætti í bílasölu Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2020 13:30 Jón Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri bílaumboðsins Öskju og formaður Bílgreinasambandsins. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Samdráttur í bílasölu nýliðins árs var rétt tæp 35 prósent miðað við árið á undan. Samdrátturinn var þannig töluvert meiri en síðustu ár. Formaður Bílgreinasambands Íslands segir sölu ársins 2019 hafa verið talsvert undir væntingum en kveðst þó ekki hafa áhyggjur af stöðunni. Alls seldust ellefu þúsund sjö hundruð tuttugu og átta fólksbílar á nýliðnu ári 2019, samanborið við rétt tæpa átján þúsund bíla árið 2018. Samdrátturinn á milli ára er því, eins og áður sagði, 34,8 prósent, að því er fram kemur í tilkynningu frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambands Íslands, segir þessar tölur í sjálfu sér ekki áhyggjuefni, sérstaklega þegar litið er til þess að sala nýrra bíla í nýliðnum desember jókst um 22 prósent miðað við desember 2018. Þá verði að líta á tölurnar í samhengi við söluna síðustu ár. „Það verður kannski að hafa í huga að árin 2017 og 18 voru stærstu bílasöluár Íslandssögunnar frá upphafi, 2019 er fimmta stærsta árið á síðustu 12 árum þannig að þetta var ágætis ár en samt talsvert undir því sem við vonuðumst til. Þannig að við horfum bara björtum augum til næstu ára.“ Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifrieðaeigenda.Vísir/Baldur Þá bendir Jón Trausti á að hlutfall vistvænna bíla, til dæmis rafmagns- og tvinnbíla, af seldum bílum sé sífellt að aukast. Hlutfall slíkra bíla af nýjum, seldum bílum árið 2019 var um þrjátíu prósent. Ívilnanir ríkisstjórnarinnar vegna vistvænna ökutækja hafi einnig sitt að segja. „Þeir framlengdu stuðninginn bæði við hreina rafbíla og tengitvinnbíla, það er mjög mikilvægt því að án þessa stuðnings myndi það hægja mjög á þessari vegferð. En það er búið að framlengja því og ég held að það muni jafnvel ýta við bílasölu á þessu og næsta ári.“En hvað veldur þessum samdrætti í bílasölu?Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, telur tölurnar endurspegla almennan samdrátt í efnahagslífinu. „Svo erum við auðvitað líka að sjá þess merki að það var ákveðinn samdráttur í ferðaþjónustu og inni í þessum tölum yfir selda fólksbíla er til að mynda sala á bílaleigubílum. Og bílaleigurnar keyptu minna af bílum á þessu ári en árið þar á undan.“ Bílar Efnahagsmál Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Samdráttur í bílasölu nýliðins árs var rétt tæp 35 prósent miðað við árið á undan. Samdrátturinn var þannig töluvert meiri en síðustu ár. Formaður Bílgreinasambands Íslands segir sölu ársins 2019 hafa verið talsvert undir væntingum en kveðst þó ekki hafa áhyggjur af stöðunni. Alls seldust ellefu þúsund sjö hundruð tuttugu og átta fólksbílar á nýliðnu ári 2019, samanborið við rétt tæpa átján þúsund bíla árið 2018. Samdrátturinn á milli ára er því, eins og áður sagði, 34,8 prósent, að því er fram kemur í tilkynningu frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambands Íslands, segir þessar tölur í sjálfu sér ekki áhyggjuefni, sérstaklega þegar litið er til þess að sala nýrra bíla í nýliðnum desember jókst um 22 prósent miðað við desember 2018. Þá verði að líta á tölurnar í samhengi við söluna síðustu ár. „Það verður kannski að hafa í huga að árin 2017 og 18 voru stærstu bílasöluár Íslandssögunnar frá upphafi, 2019 er fimmta stærsta árið á síðustu 12 árum þannig að þetta var ágætis ár en samt talsvert undir því sem við vonuðumst til. Þannig að við horfum bara björtum augum til næstu ára.“ Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifrieðaeigenda.Vísir/Baldur Þá bendir Jón Trausti á að hlutfall vistvænna bíla, til dæmis rafmagns- og tvinnbíla, af seldum bílum sé sífellt að aukast. Hlutfall slíkra bíla af nýjum, seldum bílum árið 2019 var um þrjátíu prósent. Ívilnanir ríkisstjórnarinnar vegna vistvænna ökutækja hafi einnig sitt að segja. „Þeir framlengdu stuðninginn bæði við hreina rafbíla og tengitvinnbíla, það er mjög mikilvægt því að án þessa stuðnings myndi það hægja mjög á þessari vegferð. En það er búið að framlengja því og ég held að það muni jafnvel ýta við bílasölu á þessu og næsta ári.“En hvað veldur þessum samdrætti í bílasölu?Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, telur tölurnar endurspegla almennan samdrátt í efnahagslífinu. „Svo erum við auðvitað líka að sjá þess merki að það var ákveðinn samdráttur í ferðaþjónustu og inni í þessum tölum yfir selda fólksbíla er til að mynda sala á bílaleigubílum. Og bílaleigurnar keyptu minna af bílum á þessu ári en árið þar á undan.“
Bílar Efnahagsmál Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira