Hefur ekki áhyggjur af 35 prósenta samdrætti í bílasölu Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2020 13:30 Jón Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri bílaumboðsins Öskju og formaður Bílgreinasambandsins. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Samdráttur í bílasölu nýliðins árs var rétt tæp 35 prósent miðað við árið á undan. Samdrátturinn var þannig töluvert meiri en síðustu ár. Formaður Bílgreinasambands Íslands segir sölu ársins 2019 hafa verið talsvert undir væntingum en kveðst þó ekki hafa áhyggjur af stöðunni. Alls seldust ellefu þúsund sjö hundruð tuttugu og átta fólksbílar á nýliðnu ári 2019, samanborið við rétt tæpa átján þúsund bíla árið 2018. Samdrátturinn á milli ára er því, eins og áður sagði, 34,8 prósent, að því er fram kemur í tilkynningu frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambands Íslands, segir þessar tölur í sjálfu sér ekki áhyggjuefni, sérstaklega þegar litið er til þess að sala nýrra bíla í nýliðnum desember jókst um 22 prósent miðað við desember 2018. Þá verði að líta á tölurnar í samhengi við söluna síðustu ár. „Það verður kannski að hafa í huga að árin 2017 og 18 voru stærstu bílasöluár Íslandssögunnar frá upphafi, 2019 er fimmta stærsta árið á síðustu 12 árum þannig að þetta var ágætis ár en samt talsvert undir því sem við vonuðumst til. Þannig að við horfum bara björtum augum til næstu ára.“ Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifrieðaeigenda.Vísir/Baldur Þá bendir Jón Trausti á að hlutfall vistvænna bíla, til dæmis rafmagns- og tvinnbíla, af seldum bílum sé sífellt að aukast. Hlutfall slíkra bíla af nýjum, seldum bílum árið 2019 var um þrjátíu prósent. Ívilnanir ríkisstjórnarinnar vegna vistvænna ökutækja hafi einnig sitt að segja. „Þeir framlengdu stuðninginn bæði við hreina rafbíla og tengitvinnbíla, það er mjög mikilvægt því að án þessa stuðnings myndi það hægja mjög á þessari vegferð. En það er búið að framlengja því og ég held að það muni jafnvel ýta við bílasölu á þessu og næsta ári.“En hvað veldur þessum samdrætti í bílasölu?Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, telur tölurnar endurspegla almennan samdrátt í efnahagslífinu. „Svo erum við auðvitað líka að sjá þess merki að það var ákveðinn samdráttur í ferðaþjónustu og inni í þessum tölum yfir selda fólksbíla er til að mynda sala á bílaleigubílum. Og bílaleigurnar keyptu minna af bílum á þessu ári en árið þar á undan.“ Bílar Efnahagsmál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Samdráttur í bílasölu nýliðins árs var rétt tæp 35 prósent miðað við árið á undan. Samdrátturinn var þannig töluvert meiri en síðustu ár. Formaður Bílgreinasambands Íslands segir sölu ársins 2019 hafa verið talsvert undir væntingum en kveðst þó ekki hafa áhyggjur af stöðunni. Alls seldust ellefu þúsund sjö hundruð tuttugu og átta fólksbílar á nýliðnu ári 2019, samanborið við rétt tæpa átján þúsund bíla árið 2018. Samdrátturinn á milli ára er því, eins og áður sagði, 34,8 prósent, að því er fram kemur í tilkynningu frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambands Íslands, segir þessar tölur í sjálfu sér ekki áhyggjuefni, sérstaklega þegar litið er til þess að sala nýrra bíla í nýliðnum desember jókst um 22 prósent miðað við desember 2018. Þá verði að líta á tölurnar í samhengi við söluna síðustu ár. „Það verður kannski að hafa í huga að árin 2017 og 18 voru stærstu bílasöluár Íslandssögunnar frá upphafi, 2019 er fimmta stærsta árið á síðustu 12 árum þannig að þetta var ágætis ár en samt talsvert undir því sem við vonuðumst til. Þannig að við horfum bara björtum augum til næstu ára.“ Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifrieðaeigenda.Vísir/Baldur Þá bendir Jón Trausti á að hlutfall vistvænna bíla, til dæmis rafmagns- og tvinnbíla, af seldum bílum sé sífellt að aukast. Hlutfall slíkra bíla af nýjum, seldum bílum árið 2019 var um þrjátíu prósent. Ívilnanir ríkisstjórnarinnar vegna vistvænna ökutækja hafi einnig sitt að segja. „Þeir framlengdu stuðninginn bæði við hreina rafbíla og tengitvinnbíla, það er mjög mikilvægt því að án þessa stuðnings myndi það hægja mjög á þessari vegferð. En það er búið að framlengja því og ég held að það muni jafnvel ýta við bílasölu á þessu og næsta ári.“En hvað veldur þessum samdrætti í bílasölu?Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, telur tölurnar endurspegla almennan samdrátt í efnahagslífinu. „Svo erum við auðvitað líka að sjá þess merki að það var ákveðinn samdráttur í ferðaþjónustu og inni í þessum tölum yfir selda fólksbíla er til að mynda sala á bílaleigubílum. Og bílaleigurnar keyptu minna af bílum á þessu ári en árið þar á undan.“
Bílar Efnahagsmál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira