Aðstæður mjög slæmar þar sem rútan fór út af og fjöldi annarra bíla utan vegar Eiður Þór Árnason og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 4. janúar 2020 11:24 Mynd frá vettvangi óhappsins í dag. aðsend Aðstæður eru mjög erfiðar á Vesturlandsvegi og hafa þó nokkrir fólksbílar farið út af á nærliggjandi svæði í dag. Farþegar rútunnar sem fór út af veginum á tíunda tímanum eru óslasaðir og hafa verið fluttir í fjöldahjálparstöð á Kjalarnesi. Anna Filbert, meðlimur í björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi, var á meðal þeirra viðbragðsaðila sem kom á vettvang óhappsins í morgun. „Ég kem þarna að rútu sem hefur farið út af og við það að velta. Aðstæður voru bara mjög slæmar, á Vesturlandsveginum öllum og á Kjalarnesi, mikið krap, blint og bálhvasst.“ Farþegarnir talsvert skelkaðir Betur fór en á horfðist og var í lagi með farþega rútunnar sem eru taldir hafa verið um fimmtán talsins. Anna segir að það hafi verið mjúk lending þegar rútan fór út af veginum en að fólkið sé talsvert skelkað eftir atvikið. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Klébergsskóla á Kjalarnesi og var fólkið flutt þangað sem og farþegar annarra bifreiða sem lentu utan vegar á svæðinu. Hún segir erfitt að meta það hversu marga bíla um ræði. „Ég hef ekki yfirsýnina. Já það eru þó nokkrir bílar sem fóru út af en svo sem enginn sem hefur oltið.“ Sumir bílarnir sem orðið hafa á vegi björgunarsveitarmanna voru mannlausir en í öðrum tilvikum hafa björgunarsveitir og lögregla hjálpast að við að koma fólki úr bílum og koma þeim í skjól. Ástandið að batna Anna segir að ástandið á svæðinu hafi skánað til muna eftir að Vesturlandsvegi var lokað. „Það er búið að loka veginum og þar af leiðandi er engin umferð. Við erum að ná utan um hversu margir bílar eru farnir út af og koma því fólki til aðstoðar.“ Ekki liggur fyrir eins og er hversu lengi fólkið verður í fjöldahjálparstöðinni. „Ég veit í sjálfu sér ekki hvað er búið að skipuleggja með frekari flutning, vegurinn er lokaður eins og er en aðgerðarstjórnstöð höfuðborgarsvæðisins tekur þá ákvörðun um það hvernig og hvenær það á að flytja fólkið til Reykjavíkur.“ Reykjavík Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Rúta fór út af á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi Slæm færð er víðast hvar um land. 4. janúar 2020 09:55 Viðvaranir í gildi á öllu landinu í dag Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða skafrenningur. 4. janúar 2020 07:15 Óvissustig víða vegna veðurs: Búið að loka Hellisheiði og Þrengslum Viðvaranir vegna veðurs eru í gildi um allt land í dag. Vetrarfærð er í flestum landshlutum og var meðal annars versnandi veður á Suður- og Suðvesturlandi nú í morgun. 4. janúar 2020 08:19 „Óveður fram á kvöld“ Eftir hádegi mun úrkoma snúast úr snjó yfir í rigningu. Mun þá vaxa í ám og lækjum og ágætt er að huga að niðurföllum til þess að tryggja að vatn eigi greiða leið þar um. 4. janúar 2020 11:38 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Aðstæður eru mjög erfiðar á Vesturlandsvegi og hafa þó nokkrir fólksbílar farið út af á nærliggjandi svæði í dag. Farþegar rútunnar sem fór út af veginum á tíunda tímanum eru óslasaðir og hafa verið fluttir í fjöldahjálparstöð á Kjalarnesi. Anna Filbert, meðlimur í björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi, var á meðal þeirra viðbragðsaðila sem kom á vettvang óhappsins í morgun. „Ég kem þarna að rútu sem hefur farið út af og við það að velta. Aðstæður voru bara mjög slæmar, á Vesturlandsveginum öllum og á Kjalarnesi, mikið krap, blint og bálhvasst.“ Farþegarnir talsvert skelkaðir Betur fór en á horfðist og var í lagi með farþega rútunnar sem eru taldir hafa verið um fimmtán talsins. Anna segir að það hafi verið mjúk lending þegar rútan fór út af veginum en að fólkið sé talsvert skelkað eftir atvikið. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Klébergsskóla á Kjalarnesi og var fólkið flutt þangað sem og farþegar annarra bifreiða sem lentu utan vegar á svæðinu. Hún segir erfitt að meta það hversu marga bíla um ræði. „Ég hef ekki yfirsýnina. Já það eru þó nokkrir bílar sem fóru út af en svo sem enginn sem hefur oltið.“ Sumir bílarnir sem orðið hafa á vegi björgunarsveitarmanna voru mannlausir en í öðrum tilvikum hafa björgunarsveitir og lögregla hjálpast að við að koma fólki úr bílum og koma þeim í skjól. Ástandið að batna Anna segir að ástandið á svæðinu hafi skánað til muna eftir að Vesturlandsvegi var lokað. „Það er búið að loka veginum og þar af leiðandi er engin umferð. Við erum að ná utan um hversu margir bílar eru farnir út af og koma því fólki til aðstoðar.“ Ekki liggur fyrir eins og er hversu lengi fólkið verður í fjöldahjálparstöðinni. „Ég veit í sjálfu sér ekki hvað er búið að skipuleggja með frekari flutning, vegurinn er lokaður eins og er en aðgerðarstjórnstöð höfuðborgarsvæðisins tekur þá ákvörðun um það hvernig og hvenær það á að flytja fólkið til Reykjavíkur.“
Reykjavík Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Rúta fór út af á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi Slæm færð er víðast hvar um land. 4. janúar 2020 09:55 Viðvaranir í gildi á öllu landinu í dag Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða skafrenningur. 4. janúar 2020 07:15 Óvissustig víða vegna veðurs: Búið að loka Hellisheiði og Þrengslum Viðvaranir vegna veðurs eru í gildi um allt land í dag. Vetrarfærð er í flestum landshlutum og var meðal annars versnandi veður á Suður- og Suðvesturlandi nú í morgun. 4. janúar 2020 08:19 „Óveður fram á kvöld“ Eftir hádegi mun úrkoma snúast úr snjó yfir í rigningu. Mun þá vaxa í ám og lækjum og ágætt er að huga að niðurföllum til þess að tryggja að vatn eigi greiða leið þar um. 4. janúar 2020 11:38 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Rúta fór út af á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi Slæm færð er víðast hvar um land. 4. janúar 2020 09:55
Viðvaranir í gildi á öllu landinu í dag Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða skafrenningur. 4. janúar 2020 07:15
Óvissustig víða vegna veðurs: Búið að loka Hellisheiði og Þrengslum Viðvaranir vegna veðurs eru í gildi um allt land í dag. Vetrarfærð er í flestum landshlutum og var meðal annars versnandi veður á Suður- og Suðvesturlandi nú í morgun. 4. janúar 2020 08:19
„Óveður fram á kvöld“ Eftir hádegi mun úrkoma snúast úr snjó yfir í rigningu. Mun þá vaxa í ám og lækjum og ágætt er að huga að niðurföllum til þess að tryggja að vatn eigi greiða leið þar um. 4. janúar 2020 11:38