Benda Írökum á að halda sig frá bandarískum herstöðvum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2020 22:45 Morðið á Quassem Soleimani hefur valdið mikilli ólgu í Írak og Íran. Hér er kistu hans haldið á lofti í Bagdad í dag. Leiðtogar Kataeb Hezbollah, harðlínusveitar írakska þjóðvarðarliðsins, hafa varað írakskar hersveitir við því að dvelja of nálægt bandarískum herstöðvum í Írak, frá og með eftirmiðdegi morgundagsins. Abu Ali al-Askari, yfirmaður sérstakra aðgerða hjá Hezbollah, hefur kallað eftir því að allar írakskar hersveitir haldi sig fjarri stöðvum „ameríska óvinarins.“ Þetta sagði hann í ávarpi á sjónvarpsstöðinni Aletejah TV, sem er hliðholl Hezbollah. Í ávarpinu er það brýnt fyrir hersveitum að halda sig í minnst eins kílómetra fjarlægð frá áðurnefndum stöðvum, frá og með eftirmiðdegi morgundagsins. Þetta kemur fram á vef CNN. Þá er sérstaklega tekið fram í tilkynningunni að viðvörunin sé gefin út af öryggisástæðum, þannig að meðlimir írakskra sveita verði ekki „mannlegir skildir fyrir innrássarkrossfara.“ Þá hafa minni hernaðarsamtök, Harakat al-Nujaba, gefið út svipaða yfirlýsingu, þar sem fram kemur að samtökin standi með „bræðrum sínum“ í Hezbollah. Fyrr í dag lentu loftskeyti skammt frá bandaríska sendiráðinu í Bagdad, en sendiráðið tilheyrir svokölluðu grænu svæði, þar sem alþjóðastofnanir og sendiráð hafa haft viðveru á undanförnum árum. Engan sakaði í þeirri árás. Talið er að þessi skilaboð gefi vísbendingu um yfirvofandi hefndaraðgerðir Íraka og Írana vegna morðsins á íranska hershöfðingjanum Qassem Soleimani. Hann var felldur í drónaárás á flugstöð í Írak, en Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði árásina. Bandaríkin hafa sent 3000 hermenn til Íraks, til viðbótar við þau nokkur þúsund sem eru þar fyrir, til að bregðast við mögulegum hefndaraðgerðum og óstöðugleika á svæðinu. Þá hafa bandarísk stjórnvöld mælst til þess að bandarískir ríkisborgarar í Írak yfirgefi landið hið snarasta. Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Flugskeyti lenti nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Írak Ekki liggur fyrir hvaðan skeytið kom. 4. janúar 2020 19:21 Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Þúsundir syrgðu í dag íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani, sem féll í drónaárás sem fyrirskipuð var af Donald Trump Bandaríkjaforseta aðfaranótt föstudags. 4. janúar 2020 18:31 Önnur loftárás gerð innan við sólarhring eftir að Soleimani var drepinn Önnur loftárás var gerð í Írak í gær, innan við sólarhring eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani lést í loftárás Bandaríkjamanna í Bagdad. Fimm eru sagðir hafa látist í árásinni. 4. janúar 2020 10:40 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Leiðtogar Kataeb Hezbollah, harðlínusveitar írakska þjóðvarðarliðsins, hafa varað írakskar hersveitir við því að dvelja of nálægt bandarískum herstöðvum í Írak, frá og með eftirmiðdegi morgundagsins. Abu Ali al-Askari, yfirmaður sérstakra aðgerða hjá Hezbollah, hefur kallað eftir því að allar írakskar hersveitir haldi sig fjarri stöðvum „ameríska óvinarins.“ Þetta sagði hann í ávarpi á sjónvarpsstöðinni Aletejah TV, sem er hliðholl Hezbollah. Í ávarpinu er það brýnt fyrir hersveitum að halda sig í minnst eins kílómetra fjarlægð frá áðurnefndum stöðvum, frá og með eftirmiðdegi morgundagsins. Þetta kemur fram á vef CNN. Þá er sérstaklega tekið fram í tilkynningunni að viðvörunin sé gefin út af öryggisástæðum, þannig að meðlimir írakskra sveita verði ekki „mannlegir skildir fyrir innrássarkrossfara.“ Þá hafa minni hernaðarsamtök, Harakat al-Nujaba, gefið út svipaða yfirlýsingu, þar sem fram kemur að samtökin standi með „bræðrum sínum“ í Hezbollah. Fyrr í dag lentu loftskeyti skammt frá bandaríska sendiráðinu í Bagdad, en sendiráðið tilheyrir svokölluðu grænu svæði, þar sem alþjóðastofnanir og sendiráð hafa haft viðveru á undanförnum árum. Engan sakaði í þeirri árás. Talið er að þessi skilaboð gefi vísbendingu um yfirvofandi hefndaraðgerðir Íraka og Írana vegna morðsins á íranska hershöfðingjanum Qassem Soleimani. Hann var felldur í drónaárás á flugstöð í Írak, en Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði árásina. Bandaríkin hafa sent 3000 hermenn til Íraks, til viðbótar við þau nokkur þúsund sem eru þar fyrir, til að bregðast við mögulegum hefndaraðgerðum og óstöðugleika á svæðinu. Þá hafa bandarísk stjórnvöld mælst til þess að bandarískir ríkisborgarar í Írak yfirgefi landið hið snarasta.
Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Flugskeyti lenti nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Írak Ekki liggur fyrir hvaðan skeytið kom. 4. janúar 2020 19:21 Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Þúsundir syrgðu í dag íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani, sem féll í drónaárás sem fyrirskipuð var af Donald Trump Bandaríkjaforseta aðfaranótt föstudags. 4. janúar 2020 18:31 Önnur loftárás gerð innan við sólarhring eftir að Soleimani var drepinn Önnur loftárás var gerð í Írak í gær, innan við sólarhring eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani lést í loftárás Bandaríkjamanna í Bagdad. Fimm eru sagðir hafa látist í árásinni. 4. janúar 2020 10:40 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Flugskeyti lenti nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Írak Ekki liggur fyrir hvaðan skeytið kom. 4. janúar 2020 19:21
Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Þúsundir syrgðu í dag íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani, sem féll í drónaárás sem fyrirskipuð var af Donald Trump Bandaríkjaforseta aðfaranótt föstudags. 4. janúar 2020 18:31
Önnur loftárás gerð innan við sólarhring eftir að Soleimani var drepinn Önnur loftárás var gerð í Írak í gær, innan við sólarhring eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani lést í loftárás Bandaríkjamanna í Bagdad. Fimm eru sagðir hafa látist í árásinni. 4. janúar 2020 10:40