Benda Írökum á að halda sig frá bandarískum herstöðvum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2020 22:45 Morðið á Quassem Soleimani hefur valdið mikilli ólgu í Írak og Íran. Hér er kistu hans haldið á lofti í Bagdad í dag. Leiðtogar Kataeb Hezbollah, harðlínusveitar írakska þjóðvarðarliðsins, hafa varað írakskar hersveitir við því að dvelja of nálægt bandarískum herstöðvum í Írak, frá og með eftirmiðdegi morgundagsins. Abu Ali al-Askari, yfirmaður sérstakra aðgerða hjá Hezbollah, hefur kallað eftir því að allar írakskar hersveitir haldi sig fjarri stöðvum „ameríska óvinarins.“ Þetta sagði hann í ávarpi á sjónvarpsstöðinni Aletejah TV, sem er hliðholl Hezbollah. Í ávarpinu er það brýnt fyrir hersveitum að halda sig í minnst eins kílómetra fjarlægð frá áðurnefndum stöðvum, frá og með eftirmiðdegi morgundagsins. Þetta kemur fram á vef CNN. Þá er sérstaklega tekið fram í tilkynningunni að viðvörunin sé gefin út af öryggisástæðum, þannig að meðlimir írakskra sveita verði ekki „mannlegir skildir fyrir innrássarkrossfara.“ Þá hafa minni hernaðarsamtök, Harakat al-Nujaba, gefið út svipaða yfirlýsingu, þar sem fram kemur að samtökin standi með „bræðrum sínum“ í Hezbollah. Fyrr í dag lentu loftskeyti skammt frá bandaríska sendiráðinu í Bagdad, en sendiráðið tilheyrir svokölluðu grænu svæði, þar sem alþjóðastofnanir og sendiráð hafa haft viðveru á undanförnum árum. Engan sakaði í þeirri árás. Talið er að þessi skilaboð gefi vísbendingu um yfirvofandi hefndaraðgerðir Íraka og Írana vegna morðsins á íranska hershöfðingjanum Qassem Soleimani. Hann var felldur í drónaárás á flugstöð í Írak, en Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði árásina. Bandaríkin hafa sent 3000 hermenn til Íraks, til viðbótar við þau nokkur þúsund sem eru þar fyrir, til að bregðast við mögulegum hefndaraðgerðum og óstöðugleika á svæðinu. Þá hafa bandarísk stjórnvöld mælst til þess að bandarískir ríkisborgarar í Írak yfirgefi landið hið snarasta. Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Flugskeyti lenti nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Írak Ekki liggur fyrir hvaðan skeytið kom. 4. janúar 2020 19:21 Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Þúsundir syrgðu í dag íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani, sem féll í drónaárás sem fyrirskipuð var af Donald Trump Bandaríkjaforseta aðfaranótt föstudags. 4. janúar 2020 18:31 Önnur loftárás gerð innan við sólarhring eftir að Soleimani var drepinn Önnur loftárás var gerð í Írak í gær, innan við sólarhring eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani lést í loftárás Bandaríkjamanna í Bagdad. Fimm eru sagðir hafa látist í árásinni. 4. janúar 2020 10:40 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Leiðtogar Kataeb Hezbollah, harðlínusveitar írakska þjóðvarðarliðsins, hafa varað írakskar hersveitir við því að dvelja of nálægt bandarískum herstöðvum í Írak, frá og með eftirmiðdegi morgundagsins. Abu Ali al-Askari, yfirmaður sérstakra aðgerða hjá Hezbollah, hefur kallað eftir því að allar írakskar hersveitir haldi sig fjarri stöðvum „ameríska óvinarins.“ Þetta sagði hann í ávarpi á sjónvarpsstöðinni Aletejah TV, sem er hliðholl Hezbollah. Í ávarpinu er það brýnt fyrir hersveitum að halda sig í minnst eins kílómetra fjarlægð frá áðurnefndum stöðvum, frá og með eftirmiðdegi morgundagsins. Þetta kemur fram á vef CNN. Þá er sérstaklega tekið fram í tilkynningunni að viðvörunin sé gefin út af öryggisástæðum, þannig að meðlimir írakskra sveita verði ekki „mannlegir skildir fyrir innrássarkrossfara.“ Þá hafa minni hernaðarsamtök, Harakat al-Nujaba, gefið út svipaða yfirlýsingu, þar sem fram kemur að samtökin standi með „bræðrum sínum“ í Hezbollah. Fyrr í dag lentu loftskeyti skammt frá bandaríska sendiráðinu í Bagdad, en sendiráðið tilheyrir svokölluðu grænu svæði, þar sem alþjóðastofnanir og sendiráð hafa haft viðveru á undanförnum árum. Engan sakaði í þeirri árás. Talið er að þessi skilaboð gefi vísbendingu um yfirvofandi hefndaraðgerðir Íraka og Írana vegna morðsins á íranska hershöfðingjanum Qassem Soleimani. Hann var felldur í drónaárás á flugstöð í Írak, en Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði árásina. Bandaríkin hafa sent 3000 hermenn til Íraks, til viðbótar við þau nokkur þúsund sem eru þar fyrir, til að bregðast við mögulegum hefndaraðgerðum og óstöðugleika á svæðinu. Þá hafa bandarísk stjórnvöld mælst til þess að bandarískir ríkisborgarar í Írak yfirgefi landið hið snarasta.
Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Flugskeyti lenti nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Írak Ekki liggur fyrir hvaðan skeytið kom. 4. janúar 2020 19:21 Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Þúsundir syrgðu í dag íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani, sem féll í drónaárás sem fyrirskipuð var af Donald Trump Bandaríkjaforseta aðfaranótt föstudags. 4. janúar 2020 18:31 Önnur loftárás gerð innan við sólarhring eftir að Soleimani var drepinn Önnur loftárás var gerð í Írak í gær, innan við sólarhring eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani lést í loftárás Bandaríkjamanna í Bagdad. Fimm eru sagðir hafa látist í árásinni. 4. janúar 2020 10:40 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Flugskeyti lenti nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Írak Ekki liggur fyrir hvaðan skeytið kom. 4. janúar 2020 19:21
Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Þúsundir syrgðu í dag íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani, sem féll í drónaárás sem fyrirskipuð var af Donald Trump Bandaríkjaforseta aðfaranótt föstudags. 4. janúar 2020 18:31
Önnur loftárás gerð innan við sólarhring eftir að Soleimani var drepinn Önnur loftárás var gerð í Írak í gær, innan við sólarhring eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani lést í loftárás Bandaríkjamanna í Bagdad. Fimm eru sagðir hafa látist í árásinni. 4. janúar 2020 10:40