Verstappen framlengir og ætlar að verða heimsmeistari með Red Bull Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. janúar 2020 18:00 Verstappen hefur unnið átta keppnir síðan hann byrjaði að aka fyrir Red Bull 2016. vísir/getty Hollenski ökuþórinn Max Verstappen hefur framlengt samning sinn við Red Bull. Nýi samningurinn gildir út tímabilið 2023. Verstappen var orðaður við Mercedes og Ferrari en nú er ljóst að hann verður hjá Red Bull næstu árin. Hinn 22 ára Verstappen hóf ferilinn með Toro Rosso 2015. Ári seinna byrjaði hann keppa fyrir Red Bull. Hann vann Spánarkappaksturinn í frumraun sinni með Red Bull, aðeins 18 ára og 228 daga gamall. Hann er sá yngsti sem hefur unnið keppni í Formúlu 1. Á síðasta tímabili lenti Verstappen í 3. sæti í keppni ökuþóra. Hann vann þrjár keppnir og komst níu sinnum á verðlaunapall. „Red Bull trúði á mig og gaf mér tækifæri í Formúlu 1 sem ég hef alltaf verið þakklátur fyrir,“ sagði Verstappen eftir að hafa skrifað undir samninginn. „Ég vil vinna með Red Bull og markmiðið er að sjálfsögðu að berjast um heimsmeistaratitilinn.“Undir lok síðasta árs skrifaði Charles Leclerc undir nýjan fimm ára samning við Ferrari. Tvær helstu vonarstjörnur Formúlu 1 hafa því skrifað undir langtíma samninga við lið sín. Formúla Tengdar fréttir Ungstirnið gerir fimm ára samning við Ferrari Ferrari hefur verðlaunað Charles Lecrec með nýjum samningi. 23. desember 2019 18:30 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Hollenski ökuþórinn Max Verstappen hefur framlengt samning sinn við Red Bull. Nýi samningurinn gildir út tímabilið 2023. Verstappen var orðaður við Mercedes og Ferrari en nú er ljóst að hann verður hjá Red Bull næstu árin. Hinn 22 ára Verstappen hóf ferilinn með Toro Rosso 2015. Ári seinna byrjaði hann keppa fyrir Red Bull. Hann vann Spánarkappaksturinn í frumraun sinni með Red Bull, aðeins 18 ára og 228 daga gamall. Hann er sá yngsti sem hefur unnið keppni í Formúlu 1. Á síðasta tímabili lenti Verstappen í 3. sæti í keppni ökuþóra. Hann vann þrjár keppnir og komst níu sinnum á verðlaunapall. „Red Bull trúði á mig og gaf mér tækifæri í Formúlu 1 sem ég hef alltaf verið þakklátur fyrir,“ sagði Verstappen eftir að hafa skrifað undir samninginn. „Ég vil vinna með Red Bull og markmiðið er að sjálfsögðu að berjast um heimsmeistaratitilinn.“Undir lok síðasta árs skrifaði Charles Leclerc undir nýjan fimm ára samning við Ferrari. Tvær helstu vonarstjörnur Formúlu 1 hafa því skrifað undir langtíma samninga við lið sín.
Formúla Tengdar fréttir Ungstirnið gerir fimm ára samning við Ferrari Ferrari hefur verðlaunað Charles Lecrec með nýjum samningi. 23. desember 2019 18:30 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Ungstirnið gerir fimm ára samning við Ferrari Ferrari hefur verðlaunað Charles Lecrec með nýjum samningi. 23. desember 2019 18:30