Viðskipti innlent

Nauðungarsala á Hlemmi Square

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hlemmur Square er í hvíta húsinu á myndinni fyrir aftan Hlemm Mathöll.
Hlemmur Square er í hvíta húsinu á myndinni fyrir aftan Hlemm Mathöll. Vísir/Vilhelm

Ríkisskattstjóri hefur farið fram á að húsnæði félagsins Hostel LV 105 ehf. sem rekur hostelið Hlemm Square á Laugavegi 105 verði boðið upp. Tilkynning þess efnis birtist í Lögbirtingablaðinu í gær en Viðskiptablaðið greindi fyrst frá á vef sínum í dag.

Í tilkynningunni kemur fram að Hlemmur Square og fleiri eignir verði settar á nauðungarsölu hjá Sýslumanninnum á höfuðborgarsvæðinu þann 6. febrúar næstkomandi hafi kröfur um peningagreiðslu ekki verið að fullu felldar niður.

Fjárhæðin í tilfelli Hlemms Square nemur rúmlega 47 milljónum króna.

Fram kemur í Viðskiptablaðinu að Þjóðverjinn Klaus Ortlieb hafi verið í forsvari fyrir hostelið síðan það opnaði árið 2013. Hostel LV 105 tapaði 45 milljónum árið 2018 og 34 milljónum árið áður. Félagið er að langstærstum hluta í eigu félagsins 105 Management Limited en Auðunn Már Guðmundsson fjárfestir á 10% í félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×