Að lesa í það ókomna og augum ósýnilega Matthildur Björnsdóttir skrifar 11. janúar 2020 08:00 Að fara til spákonu, og seinna að læra að ég væri hér á jörðu meðal annars til að lesa í það ósýnilega og ókomna, hefur sýnt mér að það er mun víðfeðmara og óræðara en okkur var almennt talin trú um varðandi slíka eiginleika. Að lesa í fólk og framtíð eða fortíð er um að fá rétta tengingu við viðkomandi einstakling. Það eru tíðnir, bylgjur, tímalína og ótal fleira sem þarf að koma saman til að það sem numið er og lesið, sé í samræmi og muni gerast eða hafi gerst og haft áhrif á líf viðkomandi. Þeir sem eru góðir að lesa örlagaferli er kannski ein tegund af hæfni eða gjöf, og svo lærði ég í gegn um ferli vinkonu að þær sem hún fór til lásu í neyð hennar og óskhyggju, og það voru óholl orð. Fyrsta spákonan sem ég sá var áður en ég giftist í fyrra skiptið, sagði að nafn mannsins myndi byrja á R. Og það reyndist satt, en hún sagði ekki neitt annað um hann. Ég var að fara í ferð til að heimsækja systur mína í Ameríku árið 1980 og fór til þessarar konu á Kleppsveginum af því að ég vildi vita hvernig sú ferð yrði. Jú, þessi ferð yrði fín, en það yrði önnur ferð seinna mun mikilvægari og mikið lengri og í suðaustur, og það væri Valentínusar merki yfir þeirri ferð. Það var algerlega óþekkt og framandi hugmynd og hugsun sem ég setti til hliðar, svo ég leiddi ekki hugann að því aftur og fór til Ameríku. Það var ljúf ferð að vera með systur og manni hennar og heimsækja líka aðra ættingja þar. Það sem er oft merkilegt, er að þegar lestur er um eitthvað í framtíðinni getur hann verið mjög óræður og dularfullur, en samt með skilaboði sem situr einhversstaðar í manni. Svo man maður það þegar veruleikinn passar við þann spádóm eða fyrirsýn. Það sem hún sagði þá átti eftir að reynast hundrað prósent satt. Það eru sumir góðir við örlaga spár og framtíðar spár þegar aðrir lesa óskhyggju kúnna úr orkuhjúpnum Frá þeim tíma sem ég fór í heimsókn til Ameríku, og þar til að ferlið sem spákonan gaf í skyn um umheimurinn hefði greinilega sett í gang fyrir örlög mín algerlega án minnar vitundar, voru um þrjú ár. Það hvarflaði svo sannarlega ekki mér hvað það gæti verið. Sumarið 1983 ákvað ég svo að fara í Safarí ferð með Úlfari Jacobsen sem ung kona hafði sagt mér frá og mér líkaði hugmyndin af því að ég þurfti bara að taka svefnpoka og slíkt með mér en ekki neinn mat. Ég átti ekki bíl og hef aldrei lært að keyra. Einhverjum árum áður hafði ég beðið umheiminn um að senda mig til lands þar sem væri enginn snjór. Svo seinna bað ég um að fá að hitta mann sem ég gæti átt góðar og innihaldsríkar samræður við. Sammræður að dýpt og innihaldi sem ég hafði ekki náð að finna í neinum af þeim sem ég hafði hitt í Þórskaffi, þó að þeir menn hafi verið sjentilmenni. Svo kom sá dagur sem Safarí ferðin byrjaði. Það hafði rignt og ég lærði að ég var eini Íslendingurinn sem var farþegi í ferðinni. Svo lærði ég að ferðaskrifstofan hafði gengið á bak orða sinna um að lofa að geyma ávísunina með greiðslunni til mánaðarmóta. Ég sem vann í bankanum og vildi gera allt rétt, var mjög leið yfir því. Ég settist um tíma á tröppur rútunnar á meðan fólkið kom inn og fann sér sæti. Okkur var sagt að einn farþeginn hafði óvart farið á rangan stað, og við værum að bíða eftir honum. Svo kom hann og var með margar möppur í höndunum, klæddur regnkápu og með hettuna reyrða um andlitið. Ég hafði rétt nýlega sest í næst síðasta sætið í rútunni þegar hann birtist, svo að það sæti sem hann fékk var næst mér. Þar sem ég var enn svekkt yfir þessu með ávísunar-svikin þá hélt ég áfram að horfa út um gluggann þangað til að ég var tilbúin að ávarpa hann. Þá kom í ljós að hann kom alla leið frá Ástralíu, var jarðfræðingur og hafði líka mikinn áhuga fyrir menningu Íslands og ótal öðrum hlutum sem hann hafði lært um í Ástralíu og hafði í sér frá fyrri lífum þar. Það var ljúft að tala við hann. Nýjar víddir opnuðust um umræðuefni. Umræðuefni sem hafði ekki verið í boði með neinum öðrum, og kom meðal annars frá því að hann kom úr fjölmennara samfélagi og hafði djúpa sýn í margt. Svo margskonar hlutir sem mismunandi miðlar upplifa Mismunur á milli þess að lesa í neyð og óskhyggju, og að sjá hrein hærri plön fyrir mannveru, er að slík sýn gefur ekki alla söguna. Af því að mannverur hvorki skapa né flýja það plan sem hefur svo oft sitt eigið hæga eða hraða ferli. Ferlið í þessu tilfelli var hægt, enda þurfti þess. Ég var einstæð móðir tveggja unglinga, og það var mikið ferli sem þurfti að gerast í sínum eigin tíma og á sinn hátt áður en dæmið yrði í höfn. Spádómarnir á hinn veginn sem vinkona mín hafði fengið gerðu henni ekki gott, en ég vissi aldrei hvaða spáaðila hún fór til. Ég lærði hinsvegar frá henni að þær sögðu að hún myndi hitta mann með svona og svona útlit. Þá fór hún á næsta bar, og auðvitað eru alltaf menn með slíkt útlit á slíkum stöðum. Svo að hún taldi að ef maður með það útlit ávarpaði hana, þýddi það ást, en reyndist því miður bara kynlífsáhugi. Sumir spá aðilar sjá mest dáið fólk í kring um okkur þegar aðrir sjá vandamálin í orkuhjúpunum, eða hvað annað það sé sem birtist við að viðkomandi setjist á móti þeim. Ég uppgötva mína eigin hæfileika í að lesa í orku og tímalínu Sex árum eftir að örlögin höfðu plantað mér hér hinum megin jarðar fór ég í algera yfirhalningu á mér, ferli sem ég virkilega þurfti og þráði til að finna sjálfa mig í raun. Ekki það sem aðrir í kring um mig höfðu ákveðið að ég ætti að vera og gera. Og það námskeið hreinsaði gömlu orkubútana úr orkuhjúpum mínum svo að ný byrjun, ný ég gat birst. Þá fyrst uppgötvaði ég til hvers skynjun mín inn í dýpt hluta væri nothæf. Ég hafði ekki haft neinn skilning á því hvað ég skynjaði væri nýtanlegt fyrir. Svo sá ég auglýsingu á girðingu sporvagnaleiðar um spá og heilunarhátíð. Ég vissi um leið og ég sá þá auglýsingu, að ég ætti að taka niður símanúmerið og hafa samband við þann sem hélt þá hátíð. Fyrstu hátíðina eftir það fór ég sem viðskiptavinur til að upplifa og sjá hvað ég lærði. Ég fékk staðfestingu á að lestrar mínir væru að hliðstæðum gæðum sem ég hafði gert fyrir vini, og þeir lestrar sem ég fékk þar. Svo að ég bókaði til að vera með borð og spil á næstu hátíð. Það var með ólíkindum sérstakt stökk inn í sjálfsöryggi sem ég hafði ekki talið mig hafa, en það var þarna. Fyrsti lesturinn reyndist hlutlaus fyrir konuna og var tengingin kannski ekki rétt, eða hún hafði ákveðið hvað ég ætti að segja henni. Í öðru tilfelli á öðrum stað á einni af þessum smá hátíðum settist kona við borðið hjá mér. Þá fékk ég það óvænta skilaboð að eiga að segja henni að hún hafi sett upp vegg og hafi ákveðið fyrirfram hvað ég ætti að segja henni. Ég sagði henni að þetta virkaði ekki þannig, og að ég gæti ekki gefið henni skilaboðin frá hennar hærri leiðbeinendum, nema hún léti þennan vegg falla. Og opnaði sig fyrir því hvað þeir leiðbeinendur hennart hefðu handa henni. Hún gerði það og var ánægð með það sem hún fékk. Málið er að í því hvað mér er gefið að veita er frá því hvað þeirra hærri leiðbeinendur eða hærri öfli vilji að þau læri þá og ég veit ekki hvað það sé fyrr en orðin koma í gegn um mig. Næsti lestur var svo magnaður og unga konan í tárum, góðum tárum frá sannleika sem kom til hennar fyrir lífsferð hennar. Ég man ekki hvað það var, bara að það hafði orðið tenging sem virkaði, og skilaboðin voru rétt, ekki frá mér heldur annarsstaðar frá. Svo komu enn stærri hátíðir af slíku tagi Við að lesa á Vísi að ekki einu sinni helmingur spádóma fyrir árið 2019 hefði reynst hafa orðið að veruleika, er ekki um að spákonan hafi ekki verið nógu nákvæm. Heldur vegna þess, að frá minni reynslu, af fá lestra og veita, að það hafa ekki allir þann aðgang að öllum til að fá allt sem viðkomandi vill eða stærra lífsplanið ætli þeim. Og ef hún ákvað að spá fyrir þessum þekktu Íslendingum án þess að spyrja þau eða sitja með þeim og gera lesturinn þannig að þá getur margt farið á skjön. Það er ekki vegna hæfileikaleysis, heldur ótal annarra atriða í þessum með umheiminn, og allt í honum í umferð fyrir hvern og einn einstakling. Hver og einn af þeim sem spáð var og er fyrir, er á sinni eigin bylgjulengd, tíðnissviði og tímalínu, misgamlar sálir og það er ekki mörgum gefið að geta séð með vissu alla framtíð hvers einasta einstaklings. Ég hef fengið nokkra lestra á Íslandi og ótal spálestra hér í gegn um árin, en bara örfáir þeirra staðið út fyrir mér sem hafa reynst sannir, eða á einhvern hátt gagnlegir eins og þessir sem ég hef nefnt. Einn hér stóð útúr í sambandi við ferð til Íslands 1992 af því að það stóðst um tvö mikilvæg atriði. En sumir hafa lýst mínu hversdagslega lífsferli og gleymast því fljótt. Stór nýaldar hátíð sett upp Hér settu hjón svo í gang mikið stærri hátíð en þær sem ég hafði tekið þátt í og slíkar hátíðir gerast í öllum öðrum stærri borgum hér skilst mér. Þá var það sem ég vissi að ég yrði að sjá um, að þeir sem settust í stólinn gegn mér væru vissir um að ég frekar en aðrir þar væri sú rétta fyrir þau. Þá virkar lesturinn eins og honum er ætlað burtséð frá því hvað kúnnanum er gefið og er dæmið þá rétt. Seinna fékk ég svo hærra skilaboð um að ég ætti að nota hendur mínar fyrir heilun en ekki bara að leggja hendur á fólk heldur að eiginleiki minn að geta skynjað inn í líkama og önnur líf sem og það erfiða sem hafði verið í þessu lífi og deila því með þeim sem kæmu á bekkinn. Ég fékk oft sumt af sama fólki ár eftir ár á þessum hátíðum, og suma heim í lestur og heilun frá að hafa skrifað bæklinga um hvað væri innifalið. Ég veit aldrei hvað ég muni segja þeim sem koma af því að það er ekki þannig sem gjöf mín er. En fólkið hefur fengið hluti fyrir framtíðina og frá fortíðinni sem hjálpaði þeim með að vinna fyrir framtíðina. Ég man að mér var gefið að vita að kona sem var í lífi mínu myndi vera komin í sitt eigið leigða húsnæði og ekki búa með systur sinni lengur áður en næsta afmæli hennar yrði og það varð. Eftir stóru atburðina með árásirnar á Turnana 11.september 2001 fóru tryggingarfyrirtæki að krefjast trygginga af þeim sem voru á þessum hátíðum og af þeim sem þurftu þess ekki af því að þeir eru ekki með þjónustu sem kallar á kærur. En konan sem sá um þessa hátíð krafðist þess ekki af spilalesurum fyrr en um 2013 og eftir það var ekki þess virði að vera með í þeim. Það eru svo margar tegundir orku á plánetunni og annarsstaðar frá og hver einstaklingur með sína samsetningu og þarf þá eins og ég sagði fólkinu á hátíðunum að ganga um á meðal allra lesara sem voru þar og skynja fyrir sig hver það væri sem hefði skilaboðin fyrir þau þann daginn. Stundum er gott að fá meira en einn lestur og geri ég það oft sjálf sem kúnni. Matthildur Björnsdóttir, Adelaide, Suður-Ástralíu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Að fara til spákonu, og seinna að læra að ég væri hér á jörðu meðal annars til að lesa í það ósýnilega og ókomna, hefur sýnt mér að það er mun víðfeðmara og óræðara en okkur var almennt talin trú um varðandi slíka eiginleika. Að lesa í fólk og framtíð eða fortíð er um að fá rétta tengingu við viðkomandi einstakling. Það eru tíðnir, bylgjur, tímalína og ótal fleira sem þarf að koma saman til að það sem numið er og lesið, sé í samræmi og muni gerast eða hafi gerst og haft áhrif á líf viðkomandi. Þeir sem eru góðir að lesa örlagaferli er kannski ein tegund af hæfni eða gjöf, og svo lærði ég í gegn um ferli vinkonu að þær sem hún fór til lásu í neyð hennar og óskhyggju, og það voru óholl orð. Fyrsta spákonan sem ég sá var áður en ég giftist í fyrra skiptið, sagði að nafn mannsins myndi byrja á R. Og það reyndist satt, en hún sagði ekki neitt annað um hann. Ég var að fara í ferð til að heimsækja systur mína í Ameríku árið 1980 og fór til þessarar konu á Kleppsveginum af því að ég vildi vita hvernig sú ferð yrði. Jú, þessi ferð yrði fín, en það yrði önnur ferð seinna mun mikilvægari og mikið lengri og í suðaustur, og það væri Valentínusar merki yfir þeirri ferð. Það var algerlega óþekkt og framandi hugmynd og hugsun sem ég setti til hliðar, svo ég leiddi ekki hugann að því aftur og fór til Ameríku. Það var ljúf ferð að vera með systur og manni hennar og heimsækja líka aðra ættingja þar. Það sem er oft merkilegt, er að þegar lestur er um eitthvað í framtíðinni getur hann verið mjög óræður og dularfullur, en samt með skilaboði sem situr einhversstaðar í manni. Svo man maður það þegar veruleikinn passar við þann spádóm eða fyrirsýn. Það sem hún sagði þá átti eftir að reynast hundrað prósent satt. Það eru sumir góðir við örlaga spár og framtíðar spár þegar aðrir lesa óskhyggju kúnna úr orkuhjúpnum Frá þeim tíma sem ég fór í heimsókn til Ameríku, og þar til að ferlið sem spákonan gaf í skyn um umheimurinn hefði greinilega sett í gang fyrir örlög mín algerlega án minnar vitundar, voru um þrjú ár. Það hvarflaði svo sannarlega ekki mér hvað það gæti verið. Sumarið 1983 ákvað ég svo að fara í Safarí ferð með Úlfari Jacobsen sem ung kona hafði sagt mér frá og mér líkaði hugmyndin af því að ég þurfti bara að taka svefnpoka og slíkt með mér en ekki neinn mat. Ég átti ekki bíl og hef aldrei lært að keyra. Einhverjum árum áður hafði ég beðið umheiminn um að senda mig til lands þar sem væri enginn snjór. Svo seinna bað ég um að fá að hitta mann sem ég gæti átt góðar og innihaldsríkar samræður við. Sammræður að dýpt og innihaldi sem ég hafði ekki náð að finna í neinum af þeim sem ég hafði hitt í Þórskaffi, þó að þeir menn hafi verið sjentilmenni. Svo kom sá dagur sem Safarí ferðin byrjaði. Það hafði rignt og ég lærði að ég var eini Íslendingurinn sem var farþegi í ferðinni. Svo lærði ég að ferðaskrifstofan hafði gengið á bak orða sinna um að lofa að geyma ávísunina með greiðslunni til mánaðarmóta. Ég sem vann í bankanum og vildi gera allt rétt, var mjög leið yfir því. Ég settist um tíma á tröppur rútunnar á meðan fólkið kom inn og fann sér sæti. Okkur var sagt að einn farþeginn hafði óvart farið á rangan stað, og við værum að bíða eftir honum. Svo kom hann og var með margar möppur í höndunum, klæddur regnkápu og með hettuna reyrða um andlitið. Ég hafði rétt nýlega sest í næst síðasta sætið í rútunni þegar hann birtist, svo að það sæti sem hann fékk var næst mér. Þar sem ég var enn svekkt yfir þessu með ávísunar-svikin þá hélt ég áfram að horfa út um gluggann þangað til að ég var tilbúin að ávarpa hann. Þá kom í ljós að hann kom alla leið frá Ástralíu, var jarðfræðingur og hafði líka mikinn áhuga fyrir menningu Íslands og ótal öðrum hlutum sem hann hafði lært um í Ástralíu og hafði í sér frá fyrri lífum þar. Það var ljúft að tala við hann. Nýjar víddir opnuðust um umræðuefni. Umræðuefni sem hafði ekki verið í boði með neinum öðrum, og kom meðal annars frá því að hann kom úr fjölmennara samfélagi og hafði djúpa sýn í margt. Svo margskonar hlutir sem mismunandi miðlar upplifa Mismunur á milli þess að lesa í neyð og óskhyggju, og að sjá hrein hærri plön fyrir mannveru, er að slík sýn gefur ekki alla söguna. Af því að mannverur hvorki skapa né flýja það plan sem hefur svo oft sitt eigið hæga eða hraða ferli. Ferlið í þessu tilfelli var hægt, enda þurfti þess. Ég var einstæð móðir tveggja unglinga, og það var mikið ferli sem þurfti að gerast í sínum eigin tíma og á sinn hátt áður en dæmið yrði í höfn. Spádómarnir á hinn veginn sem vinkona mín hafði fengið gerðu henni ekki gott, en ég vissi aldrei hvaða spáaðila hún fór til. Ég lærði hinsvegar frá henni að þær sögðu að hún myndi hitta mann með svona og svona útlit. Þá fór hún á næsta bar, og auðvitað eru alltaf menn með slíkt útlit á slíkum stöðum. Svo að hún taldi að ef maður með það útlit ávarpaði hana, þýddi það ást, en reyndist því miður bara kynlífsáhugi. Sumir spá aðilar sjá mest dáið fólk í kring um okkur þegar aðrir sjá vandamálin í orkuhjúpunum, eða hvað annað það sé sem birtist við að viðkomandi setjist á móti þeim. Ég uppgötva mína eigin hæfileika í að lesa í orku og tímalínu Sex árum eftir að örlögin höfðu plantað mér hér hinum megin jarðar fór ég í algera yfirhalningu á mér, ferli sem ég virkilega þurfti og þráði til að finna sjálfa mig í raun. Ekki það sem aðrir í kring um mig höfðu ákveðið að ég ætti að vera og gera. Og það námskeið hreinsaði gömlu orkubútana úr orkuhjúpum mínum svo að ný byrjun, ný ég gat birst. Þá fyrst uppgötvaði ég til hvers skynjun mín inn í dýpt hluta væri nothæf. Ég hafði ekki haft neinn skilning á því hvað ég skynjaði væri nýtanlegt fyrir. Svo sá ég auglýsingu á girðingu sporvagnaleiðar um spá og heilunarhátíð. Ég vissi um leið og ég sá þá auglýsingu, að ég ætti að taka niður símanúmerið og hafa samband við þann sem hélt þá hátíð. Fyrstu hátíðina eftir það fór ég sem viðskiptavinur til að upplifa og sjá hvað ég lærði. Ég fékk staðfestingu á að lestrar mínir væru að hliðstæðum gæðum sem ég hafði gert fyrir vini, og þeir lestrar sem ég fékk þar. Svo að ég bókaði til að vera með borð og spil á næstu hátíð. Það var með ólíkindum sérstakt stökk inn í sjálfsöryggi sem ég hafði ekki talið mig hafa, en það var þarna. Fyrsti lesturinn reyndist hlutlaus fyrir konuna og var tengingin kannski ekki rétt, eða hún hafði ákveðið hvað ég ætti að segja henni. Í öðru tilfelli á öðrum stað á einni af þessum smá hátíðum settist kona við borðið hjá mér. Þá fékk ég það óvænta skilaboð að eiga að segja henni að hún hafi sett upp vegg og hafi ákveðið fyrirfram hvað ég ætti að segja henni. Ég sagði henni að þetta virkaði ekki þannig, og að ég gæti ekki gefið henni skilaboðin frá hennar hærri leiðbeinendum, nema hún léti þennan vegg falla. Og opnaði sig fyrir því hvað þeir leiðbeinendur hennart hefðu handa henni. Hún gerði það og var ánægð með það sem hún fékk. Málið er að í því hvað mér er gefið að veita er frá því hvað þeirra hærri leiðbeinendur eða hærri öfli vilji að þau læri þá og ég veit ekki hvað það sé fyrr en orðin koma í gegn um mig. Næsti lestur var svo magnaður og unga konan í tárum, góðum tárum frá sannleika sem kom til hennar fyrir lífsferð hennar. Ég man ekki hvað það var, bara að það hafði orðið tenging sem virkaði, og skilaboðin voru rétt, ekki frá mér heldur annarsstaðar frá. Svo komu enn stærri hátíðir af slíku tagi Við að lesa á Vísi að ekki einu sinni helmingur spádóma fyrir árið 2019 hefði reynst hafa orðið að veruleika, er ekki um að spákonan hafi ekki verið nógu nákvæm. Heldur vegna þess, að frá minni reynslu, af fá lestra og veita, að það hafa ekki allir þann aðgang að öllum til að fá allt sem viðkomandi vill eða stærra lífsplanið ætli þeim. Og ef hún ákvað að spá fyrir þessum þekktu Íslendingum án þess að spyrja þau eða sitja með þeim og gera lesturinn þannig að þá getur margt farið á skjön. Það er ekki vegna hæfileikaleysis, heldur ótal annarra atriða í þessum með umheiminn, og allt í honum í umferð fyrir hvern og einn einstakling. Hver og einn af þeim sem spáð var og er fyrir, er á sinni eigin bylgjulengd, tíðnissviði og tímalínu, misgamlar sálir og það er ekki mörgum gefið að geta séð með vissu alla framtíð hvers einasta einstaklings. Ég hef fengið nokkra lestra á Íslandi og ótal spálestra hér í gegn um árin, en bara örfáir þeirra staðið út fyrir mér sem hafa reynst sannir, eða á einhvern hátt gagnlegir eins og þessir sem ég hef nefnt. Einn hér stóð útúr í sambandi við ferð til Íslands 1992 af því að það stóðst um tvö mikilvæg atriði. En sumir hafa lýst mínu hversdagslega lífsferli og gleymast því fljótt. Stór nýaldar hátíð sett upp Hér settu hjón svo í gang mikið stærri hátíð en þær sem ég hafði tekið þátt í og slíkar hátíðir gerast í öllum öðrum stærri borgum hér skilst mér. Þá var það sem ég vissi að ég yrði að sjá um, að þeir sem settust í stólinn gegn mér væru vissir um að ég frekar en aðrir þar væri sú rétta fyrir þau. Þá virkar lesturinn eins og honum er ætlað burtséð frá því hvað kúnnanum er gefið og er dæmið þá rétt. Seinna fékk ég svo hærra skilaboð um að ég ætti að nota hendur mínar fyrir heilun en ekki bara að leggja hendur á fólk heldur að eiginleiki minn að geta skynjað inn í líkama og önnur líf sem og það erfiða sem hafði verið í þessu lífi og deila því með þeim sem kæmu á bekkinn. Ég fékk oft sumt af sama fólki ár eftir ár á þessum hátíðum, og suma heim í lestur og heilun frá að hafa skrifað bæklinga um hvað væri innifalið. Ég veit aldrei hvað ég muni segja þeim sem koma af því að það er ekki þannig sem gjöf mín er. En fólkið hefur fengið hluti fyrir framtíðina og frá fortíðinni sem hjálpaði þeim með að vinna fyrir framtíðina. Ég man að mér var gefið að vita að kona sem var í lífi mínu myndi vera komin í sitt eigið leigða húsnæði og ekki búa með systur sinni lengur áður en næsta afmæli hennar yrði og það varð. Eftir stóru atburðina með árásirnar á Turnana 11.september 2001 fóru tryggingarfyrirtæki að krefjast trygginga af þeim sem voru á þessum hátíðum og af þeim sem þurftu þess ekki af því að þeir eru ekki með þjónustu sem kallar á kærur. En konan sem sá um þessa hátíð krafðist þess ekki af spilalesurum fyrr en um 2013 og eftir það var ekki þess virði að vera með í þeim. Það eru svo margar tegundir orku á plánetunni og annarsstaðar frá og hver einstaklingur með sína samsetningu og þarf þá eins og ég sagði fólkinu á hátíðunum að ganga um á meðal allra lesara sem voru þar og skynja fyrir sig hver það væri sem hefði skilaboðin fyrir þau þann daginn. Stundum er gott að fá meira en einn lestur og geri ég það oft sjálf sem kúnni. Matthildur Björnsdóttir, Adelaide, Suður-Ástralíu
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar