Óskarsverðlaunin í ár án kynnis líkt og í fyrra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. janúar 2020 22:19 Hátíðin fer fram 9. febrúar næstkomandi. Vísir/Getty Óskarsverðlaunahátíð ársins 2020 verður án hefðbundins kynnis, líkt og á síðasta ári. Hátíðin fer fram 9. febrúar næstkomandi. Karey Burke, forseti ABC-afþreyingarsamsteypunnar, staðfesti þetta, að því er fram kemur í fréttaflutningi Guardian. Margir höfðu þegar spáð því að enginn opinber kynnir yrði á hátíðinni, þar sem ekki væri búið að tilkynna um slíkan rúmum mánuði áður en hátíðin fer fram. Ástæður þess að enginn fastur kynnir hélt utan um hátíðina í fyrra voru þær að leikarinn Kevin Hart, sem átti upprunalega að kynna hátíðina, sagði sig frá hátíðinni eftir að gömul tíst frá honum komu upp á yfirborðið, en tístin innihéldu niðrandi ummæli í garð samkynhneigðra. Hart kaus í fyrstu að biðjast ekki afsökunar á tístunum, en viðbrögðin sem fylgdu í kjölfarið urðu til þess að hann sá sig knúinn til að stíga til hliðar. Þess í stað einvalalið leikara fengið til þess að kynna einstök verðlaun, auk þess sem hin goðsagnakennda hljómsveit Queen steig á stokk. Sú ákvörðun ABC að hafa ekki einn stakan kynni í fyrra virðist hafa borið einhvern árangur, en um 30 milljónir fylgdust með hátíðinni, eða 11 prósentum meira en árið á undan. Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna, sem af mörgum eru talin virtustu kvikmyndaverðlaun heims, verða kynntar 13. janúar næstkomandi. Þar ætla margir að kvikmyndirnar TheIrishman, MarriageStory, Parasite og Once Upon a Time in Hollywood verði fyrirferðarmiklar. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Óskarsverðlaunahátíð ársins 2020 verður án hefðbundins kynnis, líkt og á síðasta ári. Hátíðin fer fram 9. febrúar næstkomandi. Karey Burke, forseti ABC-afþreyingarsamsteypunnar, staðfesti þetta, að því er fram kemur í fréttaflutningi Guardian. Margir höfðu þegar spáð því að enginn opinber kynnir yrði á hátíðinni, þar sem ekki væri búið að tilkynna um slíkan rúmum mánuði áður en hátíðin fer fram. Ástæður þess að enginn fastur kynnir hélt utan um hátíðina í fyrra voru þær að leikarinn Kevin Hart, sem átti upprunalega að kynna hátíðina, sagði sig frá hátíðinni eftir að gömul tíst frá honum komu upp á yfirborðið, en tístin innihéldu niðrandi ummæli í garð samkynhneigðra. Hart kaus í fyrstu að biðjast ekki afsökunar á tístunum, en viðbrögðin sem fylgdu í kjölfarið urðu til þess að hann sá sig knúinn til að stíga til hliðar. Þess í stað einvalalið leikara fengið til þess að kynna einstök verðlaun, auk þess sem hin goðsagnakennda hljómsveit Queen steig á stokk. Sú ákvörðun ABC að hafa ekki einn stakan kynni í fyrra virðist hafa borið einhvern árangur, en um 30 milljónir fylgdust með hátíðinni, eða 11 prósentum meira en árið á undan. Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna, sem af mörgum eru talin virtustu kvikmyndaverðlaun heims, verða kynntar 13. janúar næstkomandi. Þar ætla margir að kvikmyndirnar TheIrishman, MarriageStory, Parasite og Once Upon a Time in Hollywood verði fyrirferðarmiklar.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira