Óskarsverðlaunin í ár án kynnis líkt og í fyrra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. janúar 2020 22:19 Hátíðin fer fram 9. febrúar næstkomandi. Vísir/Getty Óskarsverðlaunahátíð ársins 2020 verður án hefðbundins kynnis, líkt og á síðasta ári. Hátíðin fer fram 9. febrúar næstkomandi. Karey Burke, forseti ABC-afþreyingarsamsteypunnar, staðfesti þetta, að því er fram kemur í fréttaflutningi Guardian. Margir höfðu þegar spáð því að enginn opinber kynnir yrði á hátíðinni, þar sem ekki væri búið að tilkynna um slíkan rúmum mánuði áður en hátíðin fer fram. Ástæður þess að enginn fastur kynnir hélt utan um hátíðina í fyrra voru þær að leikarinn Kevin Hart, sem átti upprunalega að kynna hátíðina, sagði sig frá hátíðinni eftir að gömul tíst frá honum komu upp á yfirborðið, en tístin innihéldu niðrandi ummæli í garð samkynhneigðra. Hart kaus í fyrstu að biðjast ekki afsökunar á tístunum, en viðbrögðin sem fylgdu í kjölfarið urðu til þess að hann sá sig knúinn til að stíga til hliðar. Þess í stað einvalalið leikara fengið til þess að kynna einstök verðlaun, auk þess sem hin goðsagnakennda hljómsveit Queen steig á stokk. Sú ákvörðun ABC að hafa ekki einn stakan kynni í fyrra virðist hafa borið einhvern árangur, en um 30 milljónir fylgdust með hátíðinni, eða 11 prósentum meira en árið á undan. Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna, sem af mörgum eru talin virtustu kvikmyndaverðlaun heims, verða kynntar 13. janúar næstkomandi. Þar ætla margir að kvikmyndirnar TheIrishman, MarriageStory, Parasite og Once Upon a Time in Hollywood verði fyrirferðarmiklar. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Óskarsverðlaunahátíð ársins 2020 verður án hefðbundins kynnis, líkt og á síðasta ári. Hátíðin fer fram 9. febrúar næstkomandi. Karey Burke, forseti ABC-afþreyingarsamsteypunnar, staðfesti þetta, að því er fram kemur í fréttaflutningi Guardian. Margir höfðu þegar spáð því að enginn opinber kynnir yrði á hátíðinni, þar sem ekki væri búið að tilkynna um slíkan rúmum mánuði áður en hátíðin fer fram. Ástæður þess að enginn fastur kynnir hélt utan um hátíðina í fyrra voru þær að leikarinn Kevin Hart, sem átti upprunalega að kynna hátíðina, sagði sig frá hátíðinni eftir að gömul tíst frá honum komu upp á yfirborðið, en tístin innihéldu niðrandi ummæli í garð samkynhneigðra. Hart kaus í fyrstu að biðjast ekki afsökunar á tístunum, en viðbrögðin sem fylgdu í kjölfarið urðu til þess að hann sá sig knúinn til að stíga til hliðar. Þess í stað einvalalið leikara fengið til þess að kynna einstök verðlaun, auk þess sem hin goðsagnakennda hljómsveit Queen steig á stokk. Sú ákvörðun ABC að hafa ekki einn stakan kynni í fyrra virðist hafa borið einhvern árangur, en um 30 milljónir fylgdust með hátíðinni, eða 11 prósentum meira en árið á undan. Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna, sem af mörgum eru talin virtustu kvikmyndaverðlaun heims, verða kynntar 13. janúar næstkomandi. Þar ætla margir að kvikmyndirnar TheIrishman, MarriageStory, Parasite og Once Upon a Time in Hollywood verði fyrirferðarmiklar.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira