Konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin vegna ákvörðunar Meghan og Harry Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2020 23:15 Elísabet II Englandsdrottning, Meghan og Harry og Vilhjálmur og Katrín á góðri stund. Það er spurning hvort allt leiki í jafnmiklu lyndi nú. vísir/ap Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. Þannig létu þau hvorki Elísabetu II Englandsdrottningu, ömmu Harry, vita né Vilhjálm Bretaprins, bróður Harry, vita af því að þetta stæði til.Frá þessu er greint á vef BBC þar sem segir að meðlimir konungsfjölskyldunnar séu vonsviknir og sárir vegna ákvörðunarinnar. Talsmaður Buckingham-hallar sagði í kvöld að viðræður við hjónin um að þau myndu draga sig í hlé væru á byrjunarstigi. „Við skiljum að þau vilja gera aðra hluti en þetta eru flóknir hlutir sem tekur tíma að vinna úr,“ sagði talsmaður hallarinnar. Harry og Meghan hafa undanfarið átt í miklum deilum við fjölmiðla vegna þess sem þau vilja að meina að sé óvægin umfjöllun í þeirra garð og þá ekki hvað síst gagnvart hertogaynjunni. Þannig höfðaði Meghan mál gegn Mail on Sunday eftir að blaðið birti handskrifað bréf sem hún hafði skrifað föður sínum, en þau feðgin talast ekki við. Á sama tíma birti Harry yfirlýsingu þar sem hann sagði fjölmiðla leggja eiginkonu sína í einelti og líkti hegðuninni við það hvernig komið var fram við móður hans heitna, Díönu prinsessu. Þá vakti heimildarmynd um hjónin sem sýnd var í bresku sjónvarpi í október síðastliðnum mikla athygli. Þar opnuðu þau sig í viðtali og var til að mynda augljóst að það fékk á Meghan að ræða það hvaða áhrif hin mikla fjölmiðlaathygli hefur haft á hana eftir að hún eignaðist son sinn. Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. Þannig létu þau hvorki Elísabetu II Englandsdrottningu, ömmu Harry, vita né Vilhjálm Bretaprins, bróður Harry, vita af því að þetta stæði til.Frá þessu er greint á vef BBC þar sem segir að meðlimir konungsfjölskyldunnar séu vonsviknir og sárir vegna ákvörðunarinnar. Talsmaður Buckingham-hallar sagði í kvöld að viðræður við hjónin um að þau myndu draga sig í hlé væru á byrjunarstigi. „Við skiljum að þau vilja gera aðra hluti en þetta eru flóknir hlutir sem tekur tíma að vinna úr,“ sagði talsmaður hallarinnar. Harry og Meghan hafa undanfarið átt í miklum deilum við fjölmiðla vegna þess sem þau vilja að meina að sé óvægin umfjöllun í þeirra garð og þá ekki hvað síst gagnvart hertogaynjunni. Þannig höfðaði Meghan mál gegn Mail on Sunday eftir að blaðið birti handskrifað bréf sem hún hafði skrifað föður sínum, en þau feðgin talast ekki við. Á sama tíma birti Harry yfirlýsingu þar sem hann sagði fjölmiðla leggja eiginkonu sína í einelti og líkti hegðuninni við það hvernig komið var fram við móður hans heitna, Díönu prinsessu. Þá vakti heimildarmynd um hjónin sem sýnd var í bresku sjónvarpi í október síðastliðnum mikla athygli. Þar opnuðu þau sig í viðtali og var til að mynda augljóst að það fékk á Meghan að ræða það hvaða áhrif hin mikla fjölmiðlaathygli hefur haft á hana eftir að hún eignaðist son sinn.
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira