Ferðamenn til Beijing verða settir í sóttkví Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2020 10:12 Öryggisverðir við inngang ráðstefnumiðstöðvar í Beijing sem kínversk stjórnvöld hafa breytt í sóttvarnamiðstöð þar sem fólk sem kemur til landsins er skimað fyrir veirunni. Kínversk yfirvöld hafa ákveðið að allir þeir sem ferðast til Beijing frá útlöndum verði færðir beint í miðlæga sóttkví til eftirlits í fjórtán daga. Með þessu vilja stjórnvöld bregðast við því meirihluti nýrra smita kórónuveiru sem greinast í landinu koma utan frá. Tugir þúsunda Kínverja smituðust af kórónuveirunni eftir að hún skaut fyrst upp kollinum í borginni Wuhan í desember. Yfirvöld gripu til harðra aðgerða og er faraldurinn nú talinn í rénun á þeim svæðum sem hann var sem skæðastur. Nú er svo komið að flestir þeirra sem greinast með veiruna er fólk sem kom erlendis frá. Reuters-fréttastofan segir ný stefna kínverskra stjórnvalda um að setja alla ferðalanga í sóttkví taki gildi klukkan 12:01 að staðartíma á morgun. Ráðstefnumiðstöð í Bejing hefur verið breytt í sóttvarnamiðstöð þar sem farþegar sem koma til landsins eru skimaðir fyrir kórónuveirunni. Þeir sem greinast með einkenni eru fluttir á sjúkrahús en aðrir eru sendir í sóttkví, að sögn AP-fréttastofunnar. Fjöldi ríkja hefur gripið til ferðatakmarkana til að freista þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Bandaríkin takmarka ferðir fólks frá Evrópu og Kína. Danmörk og Noregur hafa komið á enn strangara ferðabanni. Spánn og Frakkland hafa fylgt í kjölfarið. Allir ferðamenn sem koma til Ástralíu eru nú skyldaðir til að fara í fjórtán daga heimasóttkví eftir klukkan 13:00 að íslenskum tíma í dag. Scott Morrison, forsætisráðherra, tilkynnti jafnframt að skemmtiferðaskip fengju ekki að koma til landsins næstu þrjátíu dagana. Allar guðsþjónustur Frans páfa kaþólsku kirkjunnar yfir páskahátíðina í næsta mánuði fara fram án messugesta. Tugir þúsunda kaþólikka flykkjast til Ítalíu yfir páska á hverju ári og er ákvörðun Páfagarðs sögð fordæmalaus á síðari tímum. Enn fleiri ríki hafa bannað samkomur stærri hópa, þar á meðal íslensk stjórnvöld. Bannið á Íslandi tekur gildi á morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Bandaríkin Danmörk Noregur Tengdar fréttir Ringulreið á bandaríkum flugvöllum vegna ferðabannsins Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna skimunar fyrir kórónuveirunni sem hófust þegar verulegar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu tóku gildi í fyrrinótt. 15. mars 2020 09:01 Sérfræðingar efast um tilganginn með því að loka Danmörku Ekki liggur fyrir á hvaða ráðleggingum dönsk stjórnvöld byggðu ákvörðun sína um að loka landamærum sínum fyrir útlendingum vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sérfræðingar í faraldsfræði telja að lokun landamæranna hafi nær enga þýðingu til að hefta útbreiðsluna í Danmörku þar sem svo stór hluti þjóðarinnar er þegar smitaður. 15. mars 2020 07:57 Þjóðir um allan heim herða aðgerðir sínar Neyðarástandi verður lýst yfir á Spáni eftir ríkisstjórnarfund á morgun. Götur helstu borga landsins voru auðar í dag en óttast er að tala smitaðra fari í tíu þúsund í komandi viku. 14. mars 2020 23:14 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Kínversk yfirvöld hafa ákveðið að allir þeir sem ferðast til Beijing frá útlöndum verði færðir beint í miðlæga sóttkví til eftirlits í fjórtán daga. Með þessu vilja stjórnvöld bregðast við því meirihluti nýrra smita kórónuveiru sem greinast í landinu koma utan frá. Tugir þúsunda Kínverja smituðust af kórónuveirunni eftir að hún skaut fyrst upp kollinum í borginni Wuhan í desember. Yfirvöld gripu til harðra aðgerða og er faraldurinn nú talinn í rénun á þeim svæðum sem hann var sem skæðastur. Nú er svo komið að flestir þeirra sem greinast með veiruna er fólk sem kom erlendis frá. Reuters-fréttastofan segir ný stefna kínverskra stjórnvalda um að setja alla ferðalanga í sóttkví taki gildi klukkan 12:01 að staðartíma á morgun. Ráðstefnumiðstöð í Bejing hefur verið breytt í sóttvarnamiðstöð þar sem farþegar sem koma til landsins eru skimaðir fyrir kórónuveirunni. Þeir sem greinast með einkenni eru fluttir á sjúkrahús en aðrir eru sendir í sóttkví, að sögn AP-fréttastofunnar. Fjöldi ríkja hefur gripið til ferðatakmarkana til að freista þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Bandaríkin takmarka ferðir fólks frá Evrópu og Kína. Danmörk og Noregur hafa komið á enn strangara ferðabanni. Spánn og Frakkland hafa fylgt í kjölfarið. Allir ferðamenn sem koma til Ástralíu eru nú skyldaðir til að fara í fjórtán daga heimasóttkví eftir klukkan 13:00 að íslenskum tíma í dag. Scott Morrison, forsætisráðherra, tilkynnti jafnframt að skemmtiferðaskip fengju ekki að koma til landsins næstu þrjátíu dagana. Allar guðsþjónustur Frans páfa kaþólsku kirkjunnar yfir páskahátíðina í næsta mánuði fara fram án messugesta. Tugir þúsunda kaþólikka flykkjast til Ítalíu yfir páska á hverju ári og er ákvörðun Páfagarðs sögð fordæmalaus á síðari tímum. Enn fleiri ríki hafa bannað samkomur stærri hópa, þar á meðal íslensk stjórnvöld. Bannið á Íslandi tekur gildi á morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Bandaríkin Danmörk Noregur Tengdar fréttir Ringulreið á bandaríkum flugvöllum vegna ferðabannsins Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna skimunar fyrir kórónuveirunni sem hófust þegar verulegar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu tóku gildi í fyrrinótt. 15. mars 2020 09:01 Sérfræðingar efast um tilganginn með því að loka Danmörku Ekki liggur fyrir á hvaða ráðleggingum dönsk stjórnvöld byggðu ákvörðun sína um að loka landamærum sínum fyrir útlendingum vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sérfræðingar í faraldsfræði telja að lokun landamæranna hafi nær enga þýðingu til að hefta útbreiðsluna í Danmörku þar sem svo stór hluti þjóðarinnar er þegar smitaður. 15. mars 2020 07:57 Þjóðir um allan heim herða aðgerðir sínar Neyðarástandi verður lýst yfir á Spáni eftir ríkisstjórnarfund á morgun. Götur helstu borga landsins voru auðar í dag en óttast er að tala smitaðra fari í tíu þúsund í komandi viku. 14. mars 2020 23:14 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Ringulreið á bandaríkum flugvöllum vegna ferðabannsins Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna skimunar fyrir kórónuveirunni sem hófust þegar verulegar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu tóku gildi í fyrrinótt. 15. mars 2020 09:01
Sérfræðingar efast um tilganginn með því að loka Danmörku Ekki liggur fyrir á hvaða ráðleggingum dönsk stjórnvöld byggðu ákvörðun sína um að loka landamærum sínum fyrir útlendingum vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sérfræðingar í faraldsfræði telja að lokun landamæranna hafi nær enga þýðingu til að hefta útbreiðsluna í Danmörku þar sem svo stór hluti þjóðarinnar er þegar smitaður. 15. mars 2020 07:57
Þjóðir um allan heim herða aðgerðir sínar Neyðarástandi verður lýst yfir á Spáni eftir ríkisstjórnarfund á morgun. Götur helstu borga landsins voru auðar í dag en óttast er að tala smitaðra fari í tíu þúsund í komandi viku. 14. mars 2020 23:14