Sá grunaði í máli Madeleine talinn tengjast nauðgun frá 2004 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júlí 2020 23:43 Christan B er grunaður um aðild að hvarfinu á Madeleine McCann. Vísir/Getty/Samsett Lögreglan í Portúgal rannsakar nú hvort maður sem hefur réttarstöðu grunaðs manns í rannsókninni á hvarfi Madeleine McCann geti einnig tengst nauðgun á Algarve í Portúgal, þremur árum fyrir hvarfið. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að maðurinn, Christian Brückner, hafi mögulega tengsl við nauðgun á Hazel Behan, 37 ára írskri konu sem ráðist var á nálægt Praia da Luz árið 2004. Madeleine McCann hvarf árið 2007. Portúgalska lögreglan hefur þá sagst ætla að koma öllum sönnunargögnum sem kunni að koma fram í málinu til þýskra kollega sinna, sem rannsaka nú hvarf Madeleine. Þá hefur BBC eftir heimildamönnum sínum að lögregluyfirvöld hafi undir höndum „trúverðugar upplýsingar“ þess efnis að Brückner, sem er 43 ára Þjóðverji, gæti tengst nauðguninni á Behan en í rannsókn á máli hennar lá aldrei neinn undir grun og sönnunargögn eyðilögðust. Síðan þá hafa rannsóknir lögreglunnar þó leitt í ljós að Brückner var sakfelldur fyrir nauðgun í Praia da Luz, sambærilega þeirri sem nú er til rannsóknar. Þó að rannsóknin gæti leitt tengsl mannsins við árásina í ljós yrði hann þó ekki sakfelldur, en fyrningarfrestur nauðgana í Portúgal er 15 ár. Varð viðfangsefni rannsóknarinnar í síðasta mánuði Brückner, sem situr nú í fangelsi í Þýskalandi fyrir nauðgun, varð miðpunktur rannsóknar þýskra og breskra lögregluyfirvalda á hvarfi Madeleine McCann, sem hvarf af hótelherbergi í Praia da Luz á Algarve í Portúgal árið 2007. Hún var þá þriggja ára gömul. Brückner er talinn hafa verið á svæðinu þegar Madeleine hvarf. Lögregluyfirvöld í Bretlandi segja málið enn unnið út frá þeirri forsendu að Madeleine sé á lífi, þar sem aldrei hafi komið fram óyggjandi sönnunargögn fyrir andláti hennar. Þýskir saksóknarar sem hafa haft aðkomu að málinu segjast hins vegar gera ráð fyrir því að Madeleine sé látin. Madeleine McCann Portúgal Þýskaland Bretland Tengdar fréttir Leituðu að Madeleine við þrjá brunna Lögregla og slökkvilið í Portúgal leituðu í dag í og við þrjá gamla brunna á Algarve-ströndinni. 11. júlí 2020 17:59 Gætu þurft að hætta rannsókn ef fleiri vísbendingar berast ekki Rannsakendur segjast búa yfir verulegum sönnunargögnum sem benda til þess að Madeleine McCann sé látin. 9. júní 2020 22:43 Því velt upp hvort yfirvöld hafi hunsað ábendingar um manninn sem grunaður er í máli Madeleine Þýskir fjölmiðlar fjalla nú um hvort að rannsakendur á vegum þýsku sambandslögreglunnar hafi hunsað viðvaranir frá rannsakendum í Braunschweig árið 2013 varðandi Christian Brückner 6. júní 2020 20:24 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Lögreglan í Portúgal rannsakar nú hvort maður sem hefur réttarstöðu grunaðs manns í rannsókninni á hvarfi Madeleine McCann geti einnig tengst nauðgun á Algarve í Portúgal, þremur árum fyrir hvarfið. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að maðurinn, Christian Brückner, hafi mögulega tengsl við nauðgun á Hazel Behan, 37 ára írskri konu sem ráðist var á nálægt Praia da Luz árið 2004. Madeleine McCann hvarf árið 2007. Portúgalska lögreglan hefur þá sagst ætla að koma öllum sönnunargögnum sem kunni að koma fram í málinu til þýskra kollega sinna, sem rannsaka nú hvarf Madeleine. Þá hefur BBC eftir heimildamönnum sínum að lögregluyfirvöld hafi undir höndum „trúverðugar upplýsingar“ þess efnis að Brückner, sem er 43 ára Þjóðverji, gæti tengst nauðguninni á Behan en í rannsókn á máli hennar lá aldrei neinn undir grun og sönnunargögn eyðilögðust. Síðan þá hafa rannsóknir lögreglunnar þó leitt í ljós að Brückner var sakfelldur fyrir nauðgun í Praia da Luz, sambærilega þeirri sem nú er til rannsóknar. Þó að rannsóknin gæti leitt tengsl mannsins við árásina í ljós yrði hann þó ekki sakfelldur, en fyrningarfrestur nauðgana í Portúgal er 15 ár. Varð viðfangsefni rannsóknarinnar í síðasta mánuði Brückner, sem situr nú í fangelsi í Þýskalandi fyrir nauðgun, varð miðpunktur rannsóknar þýskra og breskra lögregluyfirvalda á hvarfi Madeleine McCann, sem hvarf af hótelherbergi í Praia da Luz á Algarve í Portúgal árið 2007. Hún var þá þriggja ára gömul. Brückner er talinn hafa verið á svæðinu þegar Madeleine hvarf. Lögregluyfirvöld í Bretlandi segja málið enn unnið út frá þeirri forsendu að Madeleine sé á lífi, þar sem aldrei hafi komið fram óyggjandi sönnunargögn fyrir andláti hennar. Þýskir saksóknarar sem hafa haft aðkomu að málinu segjast hins vegar gera ráð fyrir því að Madeleine sé látin.
Madeleine McCann Portúgal Þýskaland Bretland Tengdar fréttir Leituðu að Madeleine við þrjá brunna Lögregla og slökkvilið í Portúgal leituðu í dag í og við þrjá gamla brunna á Algarve-ströndinni. 11. júlí 2020 17:59 Gætu þurft að hætta rannsókn ef fleiri vísbendingar berast ekki Rannsakendur segjast búa yfir verulegum sönnunargögnum sem benda til þess að Madeleine McCann sé látin. 9. júní 2020 22:43 Því velt upp hvort yfirvöld hafi hunsað ábendingar um manninn sem grunaður er í máli Madeleine Þýskir fjölmiðlar fjalla nú um hvort að rannsakendur á vegum þýsku sambandslögreglunnar hafi hunsað viðvaranir frá rannsakendum í Braunschweig árið 2013 varðandi Christian Brückner 6. júní 2020 20:24 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Leituðu að Madeleine við þrjá brunna Lögregla og slökkvilið í Portúgal leituðu í dag í og við þrjá gamla brunna á Algarve-ströndinni. 11. júlí 2020 17:59
Gætu þurft að hætta rannsókn ef fleiri vísbendingar berast ekki Rannsakendur segjast búa yfir verulegum sönnunargögnum sem benda til þess að Madeleine McCann sé látin. 9. júní 2020 22:43
Því velt upp hvort yfirvöld hafi hunsað ábendingar um manninn sem grunaður er í máli Madeleine Þýskir fjölmiðlar fjalla nú um hvort að rannsakendur á vegum þýsku sambandslögreglunnar hafi hunsað viðvaranir frá rannsakendum í Braunschweig árið 2013 varðandi Christian Brückner 6. júní 2020 20:24