Meta virði öskurverkefnisins á 1,7 milljarða Jakob Bjarnar skrifar 21. júlí 2020 15:41 Íslandsstofa er afar ánægð með það hvernig til hefur tekist með hina annars umdeildu öskurherferð. Íslandsstofa Íslandsstofa hefur sent út sérstaka fréttatilkynningu þar sem lýst er yfir mikilli ánægju með árangurinn sem stofan telur mega merkja af hinni umdeildu öskurmarkaðsherferð. Í tilkynningunni kemur meðal annars fram að þau meti virði átaksins á 1,7 milljarð króna. Eins og Vísir hefur greint frá hefur herferðin verið afar umdeild og þá hefur listmaðurinn Marcus Lyall lýst því yfir að hann telji að hugmyndin sé illa fengin, nánar tiltekið frá sér og verkefni sem hann stóð að og kallast Scream The House Down. Tekin hafa verið upp rúmlega 25.000 öskur. Íslandsstofa hefur vísað erindi Lyalls á bug en bendir nú á að Let it out, sem er hluti af markaðsverkefni Inspired by Iceland, hafi vakið gríðarlega athygli erlendra fjölmiðla sem hafa fjallað um Ísland og verkefnið á mjög jákvæðum nótum. „Á fyrstu fimm dögum aðgerðarinnar hefur hún verið til umfjöllunar í um 350 erlendum miðlum sem ná samanlagt til tæplega 1,5 milljarða neytenda. Margir stærstu og víðlesnustu miðlar heims hafa fjallað um verkefnið í fréttum sínum.“ Og að alls hafi tæplega 300.000 heimsóknir komið á vefsíðuna frá því hún fór í loftið, og tekin hafa verið upp rúmlega 25.000 öskur.Íslandsstofa Íslandsstofa bendir á nokkur dæmi um umfjöllun á netmiðlum, eftirfarandi: ·(US) CBS: Iceland is broadcasting the world’s screams to relieve coronavirus stress ·(US) New York Post: Iceland offering to broadcast your coronavirus stress screams ·(US) NPR: App lets you destress by screaming into Icelandic wilderness ·(India) The Indian Express: Iceland is inviting people to scream out frustrations into ‘beautiful, wide-open spaces’ ·(US) Food & Wine: Screaming into the Icelandic wilderness is the 2020 therapy you didn’t know you needed ·(US) CNN Travel: Feeling frustrated? Then scream your head off in Iceland’s vast wilderness ·(UK) Independent: Iceland invites people to scream out their frustrations in its wild landscapes ·(DE) Süddeutsche Zeitung Online: Iceland invites you to scream ·(DE) Berliner Morgenpost: Island ladt ein,seinen Frust herauszuschreien Wortwortlich ·(DE) RTL: Den Corona-Frust ins Handy brullen und in Islands Weiten schicken ·(US) Fox News: Iceland offering coronavirus stress relief ·(US) Lonely Planet: Why Iceland wants you to send in your screams of frustration Að auki hefur verið fjallað um verkefnið í þáttum á MSNBC sjónvarpsstöðinni, The Today Show í New York, Good Morning Philly, Sky News, og í útvarspfréttum NPR og BBC svo eitthvað sé nefnt. „Virði þessarar umfjöllunar er metið sem 1,7 milljarður,“ segir í tilkynningu. Og að alls hafi tæplega 300.000 heimsóknir komið á vefsíðuna frá því hún fór í loftið, og tekin hafa verið upp rúmlega 25.000 öskur. Farið fram úr björtustu vonum Kynningarmyndband herferðarinnar hefur alls verið spilað rúmlega 2.8 milljón sinnum. Í fréttatilkynningunni er vísað til orða Sigríðar Daggar Guðmundsdóttur, fagstjóra ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, sem segir að árangurinn hafi farið fram úr björtustu vonum. „Það er ljóst að hún hefur hitt beint í mark hjá markhópum Íslenskrar ferðaþjónustu og hefur vakið verðskuldaða athygli. Fólk kann sannarlega að meta að við sýnum aðstæðum þeirra skilning og bjóðum þeim upp á að losa um streitu, samhliða því sem við gefum þeim tækifæri til að skoða stórkostlega náttúru Íslands og vekja athygli þeirra á þeirri víðáttu sem hér er hægt að upplifa.“ Stöð 2 mun í kvöld fjalla nánar um þetta átak og fara út í Viðey sérstaklega til að skoða tiltækið í návígi. Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vænir Íslandsstofu og M&C Saatchi um stuld á höfundarréttarvörðu efni Listamaðurinn Marcus Lyall segir öskurverkefni umdeilda nákvæma eftirlíkingu á verki sínu. 20. júlí 2020 15:11 Efast um að Ísland sé góður urðunarstaður öskra Guðmundur Andri Thorsson telur hugmyndina fráleita og auglýsingastofuna þekkja illa viðfangsefni sitt. 16. júlí 2020 10:48 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Íslandsstofa hefur sent út sérstaka fréttatilkynningu þar sem lýst er yfir mikilli ánægju með árangurinn sem stofan telur mega merkja af hinni umdeildu öskurmarkaðsherferð. Í tilkynningunni kemur meðal annars fram að þau meti virði átaksins á 1,7 milljarð króna. Eins og Vísir hefur greint frá hefur herferðin verið afar umdeild og þá hefur listmaðurinn Marcus Lyall lýst því yfir að hann telji að hugmyndin sé illa fengin, nánar tiltekið frá sér og verkefni sem hann stóð að og kallast Scream The House Down. Tekin hafa verið upp rúmlega 25.000 öskur. Íslandsstofa hefur vísað erindi Lyalls á bug en bendir nú á að Let it out, sem er hluti af markaðsverkefni Inspired by Iceland, hafi vakið gríðarlega athygli erlendra fjölmiðla sem hafa fjallað um Ísland og verkefnið á mjög jákvæðum nótum. „Á fyrstu fimm dögum aðgerðarinnar hefur hún verið til umfjöllunar í um 350 erlendum miðlum sem ná samanlagt til tæplega 1,5 milljarða neytenda. Margir stærstu og víðlesnustu miðlar heims hafa fjallað um verkefnið í fréttum sínum.“ Og að alls hafi tæplega 300.000 heimsóknir komið á vefsíðuna frá því hún fór í loftið, og tekin hafa verið upp rúmlega 25.000 öskur.Íslandsstofa Íslandsstofa bendir á nokkur dæmi um umfjöllun á netmiðlum, eftirfarandi: ·(US) CBS: Iceland is broadcasting the world’s screams to relieve coronavirus stress ·(US) New York Post: Iceland offering to broadcast your coronavirus stress screams ·(US) NPR: App lets you destress by screaming into Icelandic wilderness ·(India) The Indian Express: Iceland is inviting people to scream out frustrations into ‘beautiful, wide-open spaces’ ·(US) Food & Wine: Screaming into the Icelandic wilderness is the 2020 therapy you didn’t know you needed ·(US) CNN Travel: Feeling frustrated? Then scream your head off in Iceland’s vast wilderness ·(UK) Independent: Iceland invites people to scream out their frustrations in its wild landscapes ·(DE) Süddeutsche Zeitung Online: Iceland invites you to scream ·(DE) Berliner Morgenpost: Island ladt ein,seinen Frust herauszuschreien Wortwortlich ·(DE) RTL: Den Corona-Frust ins Handy brullen und in Islands Weiten schicken ·(US) Fox News: Iceland offering coronavirus stress relief ·(US) Lonely Planet: Why Iceland wants you to send in your screams of frustration Að auki hefur verið fjallað um verkefnið í þáttum á MSNBC sjónvarpsstöðinni, The Today Show í New York, Good Morning Philly, Sky News, og í útvarspfréttum NPR og BBC svo eitthvað sé nefnt. „Virði þessarar umfjöllunar er metið sem 1,7 milljarður,“ segir í tilkynningu. Og að alls hafi tæplega 300.000 heimsóknir komið á vefsíðuna frá því hún fór í loftið, og tekin hafa verið upp rúmlega 25.000 öskur. Farið fram úr björtustu vonum Kynningarmyndband herferðarinnar hefur alls verið spilað rúmlega 2.8 milljón sinnum. Í fréttatilkynningunni er vísað til orða Sigríðar Daggar Guðmundsdóttur, fagstjóra ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, sem segir að árangurinn hafi farið fram úr björtustu vonum. „Það er ljóst að hún hefur hitt beint í mark hjá markhópum Íslenskrar ferðaþjónustu og hefur vakið verðskuldaða athygli. Fólk kann sannarlega að meta að við sýnum aðstæðum þeirra skilning og bjóðum þeim upp á að losa um streitu, samhliða því sem við gefum þeim tækifæri til að skoða stórkostlega náttúru Íslands og vekja athygli þeirra á þeirri víðáttu sem hér er hægt að upplifa.“ Stöð 2 mun í kvöld fjalla nánar um þetta átak og fara út í Viðey sérstaklega til að skoða tiltækið í návígi.
Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vænir Íslandsstofu og M&C Saatchi um stuld á höfundarréttarvörðu efni Listamaðurinn Marcus Lyall segir öskurverkefni umdeilda nákvæma eftirlíkingu á verki sínu. 20. júlí 2020 15:11 Efast um að Ísland sé góður urðunarstaður öskra Guðmundur Andri Thorsson telur hugmyndina fráleita og auglýsingastofuna þekkja illa viðfangsefni sitt. 16. júlí 2020 10:48 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Vænir Íslandsstofu og M&C Saatchi um stuld á höfundarréttarvörðu efni Listamaðurinn Marcus Lyall segir öskurverkefni umdeilda nákvæma eftirlíkingu á verki sínu. 20. júlí 2020 15:11
Efast um að Ísland sé góður urðunarstaður öskra Guðmundur Andri Thorsson telur hugmyndina fráleita og auglýsingastofuna þekkja illa viðfangsefni sitt. 16. júlí 2020 10:48