Frekur eða frjáls maður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. júlí 2020 09:00 Kári Stefánsson hefur reynst ríkisstjórninni haukur í horni en á sama tíma óþægur ljár í þúfu. Ástæðan er sú að hann er frjáls, fjárhagslega sjálfstæður og engum íslenskum öflum háður. Það er því miður nokkuð fáheyrt fyrir flest fólk í hans stöðu á Íslandi. Það er ýmist bundið flokksböndum og telur sig því eiga hagsmuni sína að einhverju leyti undir geðþótta íslenskra stjórnmálamanna, eða það sem verra er, þá kýs það meðvitað að skipta sér ekki af opinberri umræðu af ótta við að blandast inní leikhús fáránleikans. Í gegnum tíðina hefur ekki mörgum íslenskum frumkvöðlum tekist að byggja upp stöndugan rekstur á okkar ágæta landi án þess að hafa góð tengsl við elstu stjórnmálaflokka landsins. Íslensk erfðagreining á vissulega ákveðna sögu hér á landi. Öll umræðan á sínum tíma um ríkisábyrgð vegna Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), ríkisábyrgðar sem Sjálfstæðisflokkurinn barðist ötullega fyrir, er þó fyrst og síðast saga um stjórnmálamenningu þess tíma. Menningar sem virðist lifa býsna góðu lífi hjá stjórnarflokkunum. Aldrei kom hins vegar til þess að ríkisábyrgðin tæki gildi og virðist það mál í sögulegu samhengi frekar hafa verið bjarnargreiði við fyrirtækið en eitthvað annað. Í dag er ÍE í eigu bandarísks stórfyrirtækis þó öll starfsemin fari fram á Íslandi. Það eitt og sér er dýrmætt og lýsir einstökum árangri Kára og hans starfsfólks á sínu sviði. Fyrirtæki á borð við ÍE stuðla þannig að nauðsynlegu heilbrigði og fjölbreytni innan íslensks atvinnulífs. Úrræðalausir ráðherrar Ríkisstjórnin virðist hafa lítinn skilning á þessari stöðu og íhaldsflokkarnir sem hana skipa virðast ekki vita hvernig þeir eigi að haga samskiptum við einkafyrirtæki sem á lítið undir kjördæmapoti og sérhagsmunagæslu. Fulltrúa ríkisstjórnar hefur þó ekki vantað á blaðamannafundi og í viðtöl við erlenda fjölmiðla þegar kom að því að eigna sér jákvæða hlutdeild í baráttunni gegn Covid-19, meðal annars fyrir tilstuðlan ÍE. Orðræðan var öll á þann veg að betra væri að gera meira og gera það hratt en að gera minna og of seint. En nú þegar ÍE hefur bókstaflega gefist upp á að hafa vit fyrir úrræðalausum ráðherrum heyrist hvorki hósti né stuna frá þeim sem höfðu sig mest frammi þegar sviðsljósið var þeim í hag og nægt rými var fyrir orðin sem nú hafa reynst tóm. Forsætisráðherra hefur af veikum mætti reynt að útskýra afhverju engin formlegur samningur var í gildi við ÍE um skimun á landamærum og afhverju stjórnvöld höfðu ekkert plan B. Eftir þær tilraunir standa flest okkar eftir með fleiri spurningar en svör. Allt þetta gamla góða Síðustu þrjú árin hefur ríkisstjórnin gefið sér allan þann tíma sem hún hefur þurft til að ríghalda í óbreytt ástand á Íslandi. Pólitískar ráðningar, brot á jafnréttislögum, sérhagsmunagæsla í sjávarútvegi, áframhaldandi hvalveiðar og svo mætti lengi telja. Allt þetta gamla góða. Þetta gekk svona ljómandi vel hjá þeim þar til að farsóttin herjaði á okkur. Blessunarlega bar þó stjórnvöldum gæfa til að fela sérfræðingum að bregðast við mesta vandanum og eiga þau hrós skilið fyrir það. Mikilvægi þeirrar ákvörðunar hefur ekki síst sýnt sig síðustu daga eftir að samskipti ráðherra í ríkisstjórn, eða öllu heldur skortur á þeim við Kára Stefánsson urðu opinber og skilningsleysi þeirra gagnvart framlagi ÍE varð öllum ljóst. Í baráttunni við Covid-19 er ekki hægt að beita sömu aðferðum og við vörslu sérhagsmuna. Það er ekki hægt að svæfa óþægilega umræðu, sitja á skýrslum og tefja nauðsynlegar ákvarðanir með skipun nefnda og stjórnsýslulegum skylmingum þar sem fimm dagar verða að fimm mánuðum. Þegar breyturnar eru margar og hraðinn mikill er nefnilega nauðsynlegt að gera meira og gera það hratt en ekki bara tala um það. Kári hefur einfaldlega farið fram á fagleg vinnubrögð af hálfu stjórnvalda, í erfiðum aðstæðum sem reyna á alla sem að málinu koma. Í aðstæðum þar sem hlutverk og ábyrgð ríkisvaldsins verður að vera skýrt. Það er heldur ekki sjálfsagt og það er ekki eðlilegt að einkafyrirtæki stígi inn í atburðarás sem þessa og leggi til starfskrafta og þekkingu án þess að fá skýr svör til baka um til hvers sé ætlast, hversu lengi og hvað eigi að taka við. Ábyrgir stjórnendur fyrirtækja geta ekki flotið stefnulaust áfram út í hið óendanlega, líkt og þessi ríkisstjórn hefur því miður gert í alltof mörgum málum. Allt í nafni þess að viðhalda stöðugleika í stjórnlausum heimi. Stöðugleikinn er nefnilega merkingarlaus þegar hann er lítið annað en yfirvarp yfir hálfkák, ákvarðanafælni, og stefnuleysi. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Kári Stefánsson hefur reynst ríkisstjórninni haukur í horni en á sama tíma óþægur ljár í þúfu. Ástæðan er sú að hann er frjáls, fjárhagslega sjálfstæður og engum íslenskum öflum háður. Það er því miður nokkuð fáheyrt fyrir flest fólk í hans stöðu á Íslandi. Það er ýmist bundið flokksböndum og telur sig því eiga hagsmuni sína að einhverju leyti undir geðþótta íslenskra stjórnmálamanna, eða það sem verra er, þá kýs það meðvitað að skipta sér ekki af opinberri umræðu af ótta við að blandast inní leikhús fáránleikans. Í gegnum tíðina hefur ekki mörgum íslenskum frumkvöðlum tekist að byggja upp stöndugan rekstur á okkar ágæta landi án þess að hafa góð tengsl við elstu stjórnmálaflokka landsins. Íslensk erfðagreining á vissulega ákveðna sögu hér á landi. Öll umræðan á sínum tíma um ríkisábyrgð vegna Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), ríkisábyrgðar sem Sjálfstæðisflokkurinn barðist ötullega fyrir, er þó fyrst og síðast saga um stjórnmálamenningu þess tíma. Menningar sem virðist lifa býsna góðu lífi hjá stjórnarflokkunum. Aldrei kom hins vegar til þess að ríkisábyrgðin tæki gildi og virðist það mál í sögulegu samhengi frekar hafa verið bjarnargreiði við fyrirtækið en eitthvað annað. Í dag er ÍE í eigu bandarísks stórfyrirtækis þó öll starfsemin fari fram á Íslandi. Það eitt og sér er dýrmætt og lýsir einstökum árangri Kára og hans starfsfólks á sínu sviði. Fyrirtæki á borð við ÍE stuðla þannig að nauðsynlegu heilbrigði og fjölbreytni innan íslensks atvinnulífs. Úrræðalausir ráðherrar Ríkisstjórnin virðist hafa lítinn skilning á þessari stöðu og íhaldsflokkarnir sem hana skipa virðast ekki vita hvernig þeir eigi að haga samskiptum við einkafyrirtæki sem á lítið undir kjördæmapoti og sérhagsmunagæslu. Fulltrúa ríkisstjórnar hefur þó ekki vantað á blaðamannafundi og í viðtöl við erlenda fjölmiðla þegar kom að því að eigna sér jákvæða hlutdeild í baráttunni gegn Covid-19, meðal annars fyrir tilstuðlan ÍE. Orðræðan var öll á þann veg að betra væri að gera meira og gera það hratt en að gera minna og of seint. En nú þegar ÍE hefur bókstaflega gefist upp á að hafa vit fyrir úrræðalausum ráðherrum heyrist hvorki hósti né stuna frá þeim sem höfðu sig mest frammi þegar sviðsljósið var þeim í hag og nægt rými var fyrir orðin sem nú hafa reynst tóm. Forsætisráðherra hefur af veikum mætti reynt að útskýra afhverju engin formlegur samningur var í gildi við ÍE um skimun á landamærum og afhverju stjórnvöld höfðu ekkert plan B. Eftir þær tilraunir standa flest okkar eftir með fleiri spurningar en svör. Allt þetta gamla góða Síðustu þrjú árin hefur ríkisstjórnin gefið sér allan þann tíma sem hún hefur þurft til að ríghalda í óbreytt ástand á Íslandi. Pólitískar ráðningar, brot á jafnréttislögum, sérhagsmunagæsla í sjávarútvegi, áframhaldandi hvalveiðar og svo mætti lengi telja. Allt þetta gamla góða. Þetta gekk svona ljómandi vel hjá þeim þar til að farsóttin herjaði á okkur. Blessunarlega bar þó stjórnvöldum gæfa til að fela sérfræðingum að bregðast við mesta vandanum og eiga þau hrós skilið fyrir það. Mikilvægi þeirrar ákvörðunar hefur ekki síst sýnt sig síðustu daga eftir að samskipti ráðherra í ríkisstjórn, eða öllu heldur skortur á þeim við Kára Stefánsson urðu opinber og skilningsleysi þeirra gagnvart framlagi ÍE varð öllum ljóst. Í baráttunni við Covid-19 er ekki hægt að beita sömu aðferðum og við vörslu sérhagsmuna. Það er ekki hægt að svæfa óþægilega umræðu, sitja á skýrslum og tefja nauðsynlegar ákvarðanir með skipun nefnda og stjórnsýslulegum skylmingum þar sem fimm dagar verða að fimm mánuðum. Þegar breyturnar eru margar og hraðinn mikill er nefnilega nauðsynlegt að gera meira og gera það hratt en ekki bara tala um það. Kári hefur einfaldlega farið fram á fagleg vinnubrögð af hálfu stjórnvalda, í erfiðum aðstæðum sem reyna á alla sem að málinu koma. Í aðstæðum þar sem hlutverk og ábyrgð ríkisvaldsins verður að vera skýrt. Það er heldur ekki sjálfsagt og það er ekki eðlilegt að einkafyrirtæki stígi inn í atburðarás sem þessa og leggi til starfskrafta og þekkingu án þess að fá skýr svör til baka um til hvers sé ætlast, hversu lengi og hvað eigi að taka við. Ábyrgir stjórnendur fyrirtækja geta ekki flotið stefnulaust áfram út í hið óendanlega, líkt og þessi ríkisstjórn hefur því miður gert í alltof mörgum málum. Allt í nafni þess að viðhalda stöðugleika í stjórnlausum heimi. Stöðugleikinn er nefnilega merkingarlaus þegar hann er lítið annað en yfirvarp yfir hálfkák, ákvarðanafælni, og stefnuleysi. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar