Haraldur hafði ekki heimild til að semja um kjarabætur nokkurra lögregluþjóna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2020 19:33 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, núverandi ríkislögreglustjóri, hyggst vinda ofan af samningunum sem Haraldur gerði við umrædda lögregluþjóna. Vísir/Vilhelm Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um kjarabætur. Þetta er niðurstaða lögfræðiálits sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, núverandi ríkislögreglustjóri, aflaði. Fram kom í kvöldfréttum RÚV að Sigríður hafi tilkynnt yfirmönnum hjá embættinu að hún hyggist vinda ofan af samningunum. Haraldur bauð yfirlögregluþjónum og aðstoðaryfirlögregluþjónum hjá embætti ríkislögreglustjóra sem greiða í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, í ágúst í fyrra að færa fastar yfirvinnustundir inn í grunnlaun. Samkomulagið leiddi til þess að föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hækkuðu um 48% að meðaltali og þeir fengu aukin lífeyrisréttindi. Skuldbindingar LSR jukust um 309 milljónir króna vegna samkomulagsins sem er um 55% hlutfallsleg hækkun. Málið var afar umdeilt og á þeim tíma sem samningurinn var gerður var Haraldur þegar í miklu stappi við lögreglumenn. Lögreglustjórar vöktu jafnan athygli á því að með samkomulaginu væru laun umræddra lögregluþjóna orðin hærri en laun flestra lögreglustjóra í landinu. Dómsmálaráðherra fól Sigríði Björk, nýjum ríkislögreglustjóra, að taka samningana til skoðunar og sendi hún lögreglustjórum bréf þess efnis. Sigríði var meðal annars falið að skoða hvort breytingarnar hafi verið í samræmi við yfirlýstan stofnanasamning. Embætti ríkislögreglustjóra leitaði til Forum lögmanna til að gera álitsgerð um réttarstöðu embættisins vegna samninganna að sögn RÚV. Í álitsgerðinni var skýrt tekið fram að Haraldur hafði enga heimild til að gera samningana, engin málefnaleg rök voru fyrir þeim og að eina markmiðið hafi verið að auka lífeyrisréttindi lögregluþjónanna sem skrifuðu undir samninginn. Þá hafi ríkislögreglustjóri ekki haft heimild til að skuldbinda LSR með þeim hætti, samningarnir eigi hvorki stoð í lögum né í stofnanasamningi ríkislögreglustjóra og landssambands lögreglumanna. Samningarnir hafi verið gagngert gerðir til að tryggja lögregluþjónum stóraukin lífeyrisréttindi á kostnað LSR og mögulega ríkissjóðs. Vegna þessa byggist þeir ekki á lögmætum sjónarmiðum og séu því ógildanlegir. Sigríður staðfesti í samtali við fréttastofu RÚV að hún hafi tilkynnt yfirmönnum hjá embættinu að hún hyggist vinda ofan af samkomulaginu sem Haraldur gerði við þá og ákvarða að nýju launasamsetningu í B-liði launaflokka í samræmi við lög, kjarasamninga og stofnanasamninga. Lögreglumennirnir hafa tvær vikur til að skila inn andmælum. Ekki náðist í Sigríði Björk við gerð þessarar fréttar. Lögreglumál Kjaramál Stjórnsýsla Lífeyrissjóðir Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Tengdar fréttir Enn beðið eftir áliti hæfnisnefndar um stöðu ríkislögreglustjóra Hæfnisnefnd hefur enn ekki skilað ráðherra áliti sínu um mat á umsækjendum um stöðu ríkislögreglustjóra. 4. mars 2020 10:45 Laun yfirmanna hjá lögreglunni hækkuðu um 48% með samkomulagi Haraldar Föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hækkuðu um 48% að meðaltali með samningi sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við umrædda starfsmenn embættisins. 20. febrúar 2020 18:17 Spyrja hvort verið sé að tryggja að Haraldur kjafti ekki frá Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar ræddu mál fráfarandi ríkislögreglustjóra í Víglínunni. 8. desember 2019 18:11 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um kjarabætur. Þetta er niðurstaða lögfræðiálits sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, núverandi ríkislögreglustjóri, aflaði. Fram kom í kvöldfréttum RÚV að Sigríður hafi tilkynnt yfirmönnum hjá embættinu að hún hyggist vinda ofan af samningunum. Haraldur bauð yfirlögregluþjónum og aðstoðaryfirlögregluþjónum hjá embætti ríkislögreglustjóra sem greiða í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, í ágúst í fyrra að færa fastar yfirvinnustundir inn í grunnlaun. Samkomulagið leiddi til þess að föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hækkuðu um 48% að meðaltali og þeir fengu aukin lífeyrisréttindi. Skuldbindingar LSR jukust um 309 milljónir króna vegna samkomulagsins sem er um 55% hlutfallsleg hækkun. Málið var afar umdeilt og á þeim tíma sem samningurinn var gerður var Haraldur þegar í miklu stappi við lögreglumenn. Lögreglustjórar vöktu jafnan athygli á því að með samkomulaginu væru laun umræddra lögregluþjóna orðin hærri en laun flestra lögreglustjóra í landinu. Dómsmálaráðherra fól Sigríði Björk, nýjum ríkislögreglustjóra, að taka samningana til skoðunar og sendi hún lögreglustjórum bréf þess efnis. Sigríði var meðal annars falið að skoða hvort breytingarnar hafi verið í samræmi við yfirlýstan stofnanasamning. Embætti ríkislögreglustjóra leitaði til Forum lögmanna til að gera álitsgerð um réttarstöðu embættisins vegna samninganna að sögn RÚV. Í álitsgerðinni var skýrt tekið fram að Haraldur hafði enga heimild til að gera samningana, engin málefnaleg rök voru fyrir þeim og að eina markmiðið hafi verið að auka lífeyrisréttindi lögregluþjónanna sem skrifuðu undir samninginn. Þá hafi ríkislögreglustjóri ekki haft heimild til að skuldbinda LSR með þeim hætti, samningarnir eigi hvorki stoð í lögum né í stofnanasamningi ríkislögreglustjóra og landssambands lögreglumanna. Samningarnir hafi verið gagngert gerðir til að tryggja lögregluþjónum stóraukin lífeyrisréttindi á kostnað LSR og mögulega ríkissjóðs. Vegna þessa byggist þeir ekki á lögmætum sjónarmiðum og séu því ógildanlegir. Sigríður staðfesti í samtali við fréttastofu RÚV að hún hafi tilkynnt yfirmönnum hjá embættinu að hún hyggist vinda ofan af samkomulaginu sem Haraldur gerði við þá og ákvarða að nýju launasamsetningu í B-liði launaflokka í samræmi við lög, kjarasamninga og stofnanasamninga. Lögreglumennirnir hafa tvær vikur til að skila inn andmælum. Ekki náðist í Sigríði Björk við gerð þessarar fréttar.
Lögreglumál Kjaramál Stjórnsýsla Lífeyrissjóðir Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Tengdar fréttir Enn beðið eftir áliti hæfnisnefndar um stöðu ríkislögreglustjóra Hæfnisnefnd hefur enn ekki skilað ráðherra áliti sínu um mat á umsækjendum um stöðu ríkislögreglustjóra. 4. mars 2020 10:45 Laun yfirmanna hjá lögreglunni hækkuðu um 48% með samkomulagi Haraldar Föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hækkuðu um 48% að meðaltali með samningi sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við umrædda starfsmenn embættisins. 20. febrúar 2020 18:17 Spyrja hvort verið sé að tryggja að Haraldur kjafti ekki frá Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar ræddu mál fráfarandi ríkislögreglustjóra í Víglínunni. 8. desember 2019 18:11 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Enn beðið eftir áliti hæfnisnefndar um stöðu ríkislögreglustjóra Hæfnisnefnd hefur enn ekki skilað ráðherra áliti sínu um mat á umsækjendum um stöðu ríkislögreglustjóra. 4. mars 2020 10:45
Laun yfirmanna hjá lögreglunni hækkuðu um 48% með samkomulagi Haraldar Föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hækkuðu um 48% að meðaltali með samningi sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við umrædda starfsmenn embættisins. 20. febrúar 2020 18:17
Spyrja hvort verið sé að tryggja að Haraldur kjafti ekki frá Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar ræddu mál fráfarandi ríkislögreglustjóra í Víglínunni. 8. desember 2019 18:11