Opið bréf til dómsmálaráðherra Logi Einarsson skrifar 9. júlí 2020 12:00 Opið bréf til dómsmálaráðherra Sæl Áslaug, ég freista þess að skrifa þér og hvetja þig til hverfa frá áformum um að loka fangelsinu á Akureyri. Í fyrsta lagi hefur fangelsið þótt gott og starfsfólkið rómað fyrir vinnu sína; hér er því um að ræða mikilvægt betrunarúrræði. Í öðru lagi er þetta skerðing á réttindum fanga sem þurfa nú frekar að afplána fjarri fjölskyldum sínum, þeim og ástvinum þeirra til tjóns. Í þriðja lagi á ég erfitt að sjá að ákvörðunin samrýmist stefnu ríkisstjórnarinnar um fjölgun starfa utan höfuðborgarsvæðisins. Í fjórða lagi er ég fullviss um að þetta veikir löggæslu á svæðinu, ef ekki kemur aukið fé til hennar. Í ljósi þessa velti ég því fyrir mér hvort horft hefur verið nógu heildstætt á rekstarleg áhrif ríkissjóðs af þessari breytingu. Slíka skerðingu á mikilvægum samfélagslegum innviðum svæðisins munu íbúar þess ekki sætta sig við. Hér að neðan er örlítið dæmi um hvað þessi breyting mun hafa í för með sér strax um næstu mánaðarmót. Samkvæmt mínum upplýsingum eru, fyrir utan þá 10 fanga sem afplána í fangelsinu á Akureyri, að meðaltali hátt í 300 vistanir á ári, t.d. vegna handtöku við rannsóknir mála eða fólk sem þarf að sofa úr sér. Sumir í mjög slæmu ástandi. Í þessari tölu eru ekki gæsluvarðhaldsfangar. Samlegðaráhrifin eru augljós. Hingað til hefur það verið þannig að tveir fangaverðir á dagvakt hafa sinnt fangavörslu, og þá líka fyrir lögregluna, en næturvakt hefur verið sinnt af einum fangaverði sem hefur stuðning eins lögreglumanns. Ef fangelsinu verður lokað munu tveir af fimm lögregluþjónum á vakt á Akureyri hverju sinni verða fastir við fangavörslu u.þ.b. 300 daga á ári. Og aðeins þrír lögreglumenn sinna öllu eftirliti og útkallslöggæslu á þessu svæði en lögreglan á Akureyri sinnir líka Grenivík, Svalbarðseyri, Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit og sveitunum og þjóðveginum þar í kring. Þá verður starfsstöðin á Akureyri orðin vanmáttug til að styðja við aðrar starfsstöðvar í embættinu. Loks mun þurfa að flytja gæsluvarðhaldsfanga til Reykjavíkur, ef fangelsinu verður lokað, stundum nokkra í einu í sama máli. Tveir lögreglumenn þurfa að fylgja hverjum þeirra og þá versnar staðan enn, auk þess sem það flækir, tefur og eykur kostnað við rannsókn mála að hafa gæsluvarðhaldsfangana í Reykjavík. Í því samhengi má minna á að það þótti brýnt að byggja gæsluvarðhaldsfangelsi á höfuðborgarsvæðinu því vistun gæsluvarðhaldsfanga á Litla-Hrauni hefði svo mikinn kostnað og óhagræði í för með sér. Ég ítreka, þetta ástand mun skapast strax um næstu mánaðamót ef ákvörðunin verður ekki endurskoðuð. Þá er gagnrýnivert að svona ákvörðun, sem setur löggæslu á jafn stóru svæði og Norðurlandi eystra í uppnám, sé tekin án nokkurs samráðs við embættið á Akureyri, án almennrar umfjöllunar og kynnt með svo litlum fyrirvara. Þess má geta að samstarf lögreglunnar og Fangelsismálatofnunar um rekstur fangelsisins á Akureyri hefur varað í meira en 40 ár. Uppsagnirnar komu fangavörðum algerlega í opna skjöldu og þeir kannast ekki við að hafa verið boðinn flutningur í sambærileg störf á Suðvesturhorninu, eins og þó hefur verið fullyrt í fréttum. Þó það sé líklega óþarft minna minna þig á það jákvæða samfélagslega hlutverk sem góð og stöðug löggæsla gegnir og mikilvægi góðra betrunarúrræða í siðuðu samfélagi, geri ég það til vonar og vara. Að lokum hvet ég þig til að horfa á heildaráhrif þessarar ákvörðunar og falla frá henni. Einhenda þér frekar í uppbyggilegri verkefni eins og að semja við lögreglumenn sem hafa nú verið samningslausir í 15 mánuði. Ég óska þér góðs gengis í störfum þínum, með fullri vinsemd, Logi Einarsson, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Fangelsismál Tengdar fréttir Logi harmar lokun fangelsis á Akureyri Formaður Samfylkingarinnar segir lokunina hörmuleg tíðindi. Hann vill fara í þveröfuga átt og hefja markvissa uppbyggingu fyrir norðan. 6. júlí 2020 20:19 Loka fangelsinu á Akureyri Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. 6. júlí 2020 15:23 Mest lesið Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Opið bréf til dómsmálaráðherra Sæl Áslaug, ég freista þess að skrifa þér og hvetja þig til hverfa frá áformum um að loka fangelsinu á Akureyri. Í fyrsta lagi hefur fangelsið þótt gott og starfsfólkið rómað fyrir vinnu sína; hér er því um að ræða mikilvægt betrunarúrræði. Í öðru lagi er þetta skerðing á réttindum fanga sem þurfa nú frekar að afplána fjarri fjölskyldum sínum, þeim og ástvinum þeirra til tjóns. Í þriðja lagi á ég erfitt að sjá að ákvörðunin samrýmist stefnu ríkisstjórnarinnar um fjölgun starfa utan höfuðborgarsvæðisins. Í fjórða lagi er ég fullviss um að þetta veikir löggæslu á svæðinu, ef ekki kemur aukið fé til hennar. Í ljósi þessa velti ég því fyrir mér hvort horft hefur verið nógu heildstætt á rekstarleg áhrif ríkissjóðs af þessari breytingu. Slíka skerðingu á mikilvægum samfélagslegum innviðum svæðisins munu íbúar þess ekki sætta sig við. Hér að neðan er örlítið dæmi um hvað þessi breyting mun hafa í för með sér strax um næstu mánaðarmót. Samkvæmt mínum upplýsingum eru, fyrir utan þá 10 fanga sem afplána í fangelsinu á Akureyri, að meðaltali hátt í 300 vistanir á ári, t.d. vegna handtöku við rannsóknir mála eða fólk sem þarf að sofa úr sér. Sumir í mjög slæmu ástandi. Í þessari tölu eru ekki gæsluvarðhaldsfangar. Samlegðaráhrifin eru augljós. Hingað til hefur það verið þannig að tveir fangaverðir á dagvakt hafa sinnt fangavörslu, og þá líka fyrir lögregluna, en næturvakt hefur verið sinnt af einum fangaverði sem hefur stuðning eins lögreglumanns. Ef fangelsinu verður lokað munu tveir af fimm lögregluþjónum á vakt á Akureyri hverju sinni verða fastir við fangavörslu u.þ.b. 300 daga á ári. Og aðeins þrír lögreglumenn sinna öllu eftirliti og útkallslöggæslu á þessu svæði en lögreglan á Akureyri sinnir líka Grenivík, Svalbarðseyri, Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit og sveitunum og þjóðveginum þar í kring. Þá verður starfsstöðin á Akureyri orðin vanmáttug til að styðja við aðrar starfsstöðvar í embættinu. Loks mun þurfa að flytja gæsluvarðhaldsfanga til Reykjavíkur, ef fangelsinu verður lokað, stundum nokkra í einu í sama máli. Tveir lögreglumenn þurfa að fylgja hverjum þeirra og þá versnar staðan enn, auk þess sem það flækir, tefur og eykur kostnað við rannsókn mála að hafa gæsluvarðhaldsfangana í Reykjavík. Í því samhengi má minna á að það þótti brýnt að byggja gæsluvarðhaldsfangelsi á höfuðborgarsvæðinu því vistun gæsluvarðhaldsfanga á Litla-Hrauni hefði svo mikinn kostnað og óhagræði í för með sér. Ég ítreka, þetta ástand mun skapast strax um næstu mánaðamót ef ákvörðunin verður ekki endurskoðuð. Þá er gagnrýnivert að svona ákvörðun, sem setur löggæslu á jafn stóru svæði og Norðurlandi eystra í uppnám, sé tekin án nokkurs samráðs við embættið á Akureyri, án almennrar umfjöllunar og kynnt með svo litlum fyrirvara. Þess má geta að samstarf lögreglunnar og Fangelsismálatofnunar um rekstur fangelsisins á Akureyri hefur varað í meira en 40 ár. Uppsagnirnar komu fangavörðum algerlega í opna skjöldu og þeir kannast ekki við að hafa verið boðinn flutningur í sambærileg störf á Suðvesturhorninu, eins og þó hefur verið fullyrt í fréttum. Þó það sé líklega óþarft minna minna þig á það jákvæða samfélagslega hlutverk sem góð og stöðug löggæsla gegnir og mikilvægi góðra betrunarúrræða í siðuðu samfélagi, geri ég það til vonar og vara. Að lokum hvet ég þig til að horfa á heildaráhrif þessarar ákvörðunar og falla frá henni. Einhenda þér frekar í uppbyggilegri verkefni eins og að semja við lögreglumenn sem hafa nú verið samningslausir í 15 mánuði. Ég óska þér góðs gengis í störfum þínum, með fullri vinsemd, Logi Einarsson, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar.
Logi harmar lokun fangelsis á Akureyri Formaður Samfylkingarinnar segir lokunina hörmuleg tíðindi. Hann vill fara í þveröfuga átt og hefja markvissa uppbyggingu fyrir norðan. 6. júlí 2020 20:19
Loka fangelsinu á Akureyri Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. 6. júlí 2020 15:23
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun