„Þeir verða stoppaðir ef að sést til þeirra“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. júlí 2020 14:13 Hópurinn ferðast um á sex jeppum, til að mynda þessum hummer. Hér má sjá hann á kafi í sunnlenskum söndum. bureko cz Hópur tékkneskra jeppakalla má vænta tiltals frá lögreglu eftir að hafa birtir myndir af eigin utanvegaakstri. „Við þurfum að hafa uppi á þessum mönnum,“ segir Fjölnir Sæmundsson varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli. „Þeir verða stoppaðir ef að sést til þeirra.“ Hópurinn er á vegum bifreiðaverkstæðisins Bureko, sem sérhæfir sig í jeppabreytingum. Hann kom hingað til lands með Norrænu þann 3. júlí og hefur ekið í vesturátt síðan. Jeppakallarnir aka á sex bílum og hafa þeir verið iðnir við að birta myndir af ferðalagi sínu. Þær bera með sér að þeir hafi m.a. ekið inn í Þórsmörk og eftir suðurströndinni - og það utanvegar í einhverjum tilfellum. Eitt dæmi þess má sjá hér að neðan. Fyrrnefndur Fjölnir segir að ökumannanna sé nú leitað. Búið er að gera lögreglumönnum á Suðurlandi viðvart og verða þeir tékknesku stöðvaðir ef sést til þeirra. „Þetta eru bara klár brot,“ segir Fjölnir, aðspurður hvort myndefnið þeirra sýni utanvegaakstur. Hópurinn virðist aka í vestur en Fjölnir segir að ekki hafi sést enn til þeirra á Hvolsvelli. Ætla má að þeir haldi að endingu aftur til Seyðisfjarðar til að flytja jeppakostinn sinn aftur á meginlandið. Fjölnir biðlar til þeirra sem verða jeppahópsins vör að gera lögreglunni viðvart. Það sé hægt að gera í gegnum Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi eða í síma 444-2000. Hér má sjá nýjustu færslu hópsins, sem sett var inn í morgun. Lögreglumál Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Norræna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Hópur tékkneskra jeppakalla má vænta tiltals frá lögreglu eftir að hafa birtir myndir af eigin utanvegaakstri. „Við þurfum að hafa uppi á þessum mönnum,“ segir Fjölnir Sæmundsson varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli. „Þeir verða stoppaðir ef að sést til þeirra.“ Hópurinn er á vegum bifreiðaverkstæðisins Bureko, sem sérhæfir sig í jeppabreytingum. Hann kom hingað til lands með Norrænu þann 3. júlí og hefur ekið í vesturátt síðan. Jeppakallarnir aka á sex bílum og hafa þeir verið iðnir við að birta myndir af ferðalagi sínu. Þær bera með sér að þeir hafi m.a. ekið inn í Þórsmörk og eftir suðurströndinni - og það utanvegar í einhverjum tilfellum. Eitt dæmi þess má sjá hér að neðan. Fyrrnefndur Fjölnir segir að ökumannanna sé nú leitað. Búið er að gera lögreglumönnum á Suðurlandi viðvart og verða þeir tékknesku stöðvaðir ef sést til þeirra. „Þetta eru bara klár brot,“ segir Fjölnir, aðspurður hvort myndefnið þeirra sýni utanvegaakstur. Hópurinn virðist aka í vestur en Fjölnir segir að ekki hafi sést enn til þeirra á Hvolsvelli. Ætla má að þeir haldi að endingu aftur til Seyðisfjarðar til að flytja jeppakostinn sinn aftur á meginlandið. Fjölnir biðlar til þeirra sem verða jeppahópsins vör að gera lögreglunni viðvart. Það sé hægt að gera í gegnum Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi eða í síma 444-2000. Hér má sjá nýjustu færslu hópsins, sem sett var inn í morgun.
Lögreglumál Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Norræna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira