Svona verður Vesturlandsvegur eftir breikkun Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júlí 2020 10:27 Skjáskot úr myndbandi Verkís, þar sem umræddur vegkafli er teiknaður upp. Skjáskot/youtube Fyrsti áfangi breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes verður boðinn út í vikunni. Um er að ræða um 9 kílómetra kafla milli Varmhóla og Hvalfjarðarvegar. Vegurinn verður 2+1 vegur, að því er segir í tilkynningu Vegagerðarinnar, og á honum verða þrjú hringtorg; við Móa, Grundarhverfi og Hvalfjarðarveg. Vegagerðin birti í gær myndband á vef sínum, unnið af verkfræðistofunni Verkís, sem sýnir hvernig breikkaður Vesturlandsvegur á umræddum vegkafla mun líta út. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Samhliða breikkuninni verður vegtengingum fækkað og í staðinn gerðir hliðarvegir ásamt reiðstígum og stígum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Fyrsti áfangi nær frá Varmá að Vallá. Tilboð fyrir þann áfanga verða opnuð 11. ágúst en verklok eru áætluð 2023. Næsti áfangi verður boðinn út í haust en verklok hans eru einnig áætluð 2023. Skipulagsstofnun hefur jafnframt lokið álitsgerð á matsskýrslu vegna framkvæmdarinnar. Þó framkvæmdasvæðið nái yfir níu kílómetra er ekki talið að það geti talist viðkvæmt. Helstu neikvæðu þættir framkvæmdarinnar felast í áhrifum á landslag og ásýnd en fyrirhugaðar framkvæmdir fela í sér mun umfangsmeiri vegamannvirki en fyrir eru í dag. Áhrifin á umferðaröryggi eru þó ótvíræð að mati Skipulagsstofnunar en í matsskýrslunni segir: „Á þeim kafla Vesturlandsvegar sem hér er til skoðunar eru tæplega 30 vegamót, tengingar og þveranir auk þess sem umferðin er öll á 1+1 vegi án aðskilnaðar milli akstursstefna. Að meðaltali fara rúmlega 9 þúsund ökutæki um veginn á degi hverjum. Aðskilnaður akstursstefna, fjölgun akreina í sömu átt, fækkun vegtenginga og bygging hringtorga eru allt aðgerðir sem draga úr líkum á umferðarslysum. Sama gildir um uppbyggingu hliðarvega og undirganga undir Vesturlandsveg fyrir innansveitarumferð og aðra en akandi vegfarendur. Áhrif á umferðaröryggi eru metin verulega jákvæð.“ Samgöngur Reykjavík Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Fyrsti áfangi breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes verður boðinn út í vikunni. Um er að ræða um 9 kílómetra kafla milli Varmhóla og Hvalfjarðarvegar. Vegurinn verður 2+1 vegur, að því er segir í tilkynningu Vegagerðarinnar, og á honum verða þrjú hringtorg; við Móa, Grundarhverfi og Hvalfjarðarveg. Vegagerðin birti í gær myndband á vef sínum, unnið af verkfræðistofunni Verkís, sem sýnir hvernig breikkaður Vesturlandsvegur á umræddum vegkafla mun líta út. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Samhliða breikkuninni verður vegtengingum fækkað og í staðinn gerðir hliðarvegir ásamt reiðstígum og stígum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Fyrsti áfangi nær frá Varmá að Vallá. Tilboð fyrir þann áfanga verða opnuð 11. ágúst en verklok eru áætluð 2023. Næsti áfangi verður boðinn út í haust en verklok hans eru einnig áætluð 2023. Skipulagsstofnun hefur jafnframt lokið álitsgerð á matsskýrslu vegna framkvæmdarinnar. Þó framkvæmdasvæðið nái yfir níu kílómetra er ekki talið að það geti talist viðkvæmt. Helstu neikvæðu þættir framkvæmdarinnar felast í áhrifum á landslag og ásýnd en fyrirhugaðar framkvæmdir fela í sér mun umfangsmeiri vegamannvirki en fyrir eru í dag. Áhrifin á umferðaröryggi eru þó ótvíræð að mati Skipulagsstofnunar en í matsskýrslunni segir: „Á þeim kafla Vesturlandsvegar sem hér er til skoðunar eru tæplega 30 vegamót, tengingar og þveranir auk þess sem umferðin er öll á 1+1 vegi án aðskilnaðar milli akstursstefna. Að meðaltali fara rúmlega 9 þúsund ökutæki um veginn á degi hverjum. Aðskilnaður akstursstefna, fjölgun akreina í sömu átt, fækkun vegtenginga og bygging hringtorga eru allt aðgerðir sem draga úr líkum á umferðarslysum. Sama gildir um uppbyggingu hliðarvega og undirganga undir Vesturlandsveg fyrir innansveitarumferð og aðra en akandi vegfarendur. Áhrif á umferðaröryggi eru metin verulega jákvæð.“
Samgöngur Reykjavík Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira