Íslenskur spurningaleikur í fyrsta sæti App Store í Bandaríkjunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júní 2020 11:37 Stofnendur Teatime. Frá vinstri: Ýmir Örn Finnbogason, Þorsteinn B. Friðriksson, Jóhann Þorvaldur Bergþórssin og Gunnar Hólmsteinsson. Teatime Leikurinn Trivia Royale, sem gefinn er út af íslenska tæknifyrirtækinu Teatime fyrir viku síðan hefur farið sigurför um heiminn. Leikurinn er nú í fyrsta sæti á lista App Store yfir mest sóttu leiki í Bandaríkjunum. Teymið sem stendur baki leiknum gaf út spurningaleikinn QuizUp fyrir nokkrum árum og fór leikurinn sigurför um heiminn. Þorsteinn B. Friðriksson, einn stofnenda Teatime, segir í samtali við Vísi að velgengni leiksins vestanhafs sé mikill sigur fyrir Teatime. „Að vera númer eitt í Bandaríkjunum er eins og að vera númer eitt í heiminum. Það er bara ótrúlegt, við erum bara í smá sjokki hérna. Við erum búin að vera að fylgjast með þessu núna, við gáfum hann út í síðustu viku og byrjaði strax mjög vel og maður sá þetta fara eitthvað upp en ég hreinlega átti ekki von á því að við myndum ná fyrsta sæti.“ Skjáskot úr leiknum.Teatime Hann segir App Store í Bandaríkjunum einn samkeppnismesta markað í heiminum, þúsund leikir komi þar inn á dag og miklir peningar fari oft í það að auglýsa leikina og koma þeim upp vinsældalistann. „Við erum bara lítið fyrirtæki á Íslandi, ekki með þennan kraft sem mikið af þessum stóru erlendu fyrirtækjum eru með í markaðsmál. Nú erum við hér og þetta er bara ótrúlegt. Þetta er bara byrjunin á einhverju mjög spennandi ævintýri.“ Í leiknum búa notendur sér til svokallaðan „avatar,“ sem er eins konar birtingarmynd hvers spilara í leiknum. Þá geta notendur notað til þess að sýna viðbrögð sín og andlitshreyfingar meðan spilað er, með hjálp myndavéla þeirra snjalltækja sem spilað er á. Leikurinn hefur verið í þróun í um þrjú ár og segir Þorsteinn það hafa tekið dágóðan tíma að þróa tæknina sem notast er við í leiknum. Teatime hefur gefið út þrjá leiki á síðustu árum sem ekki hefur gengið jafn vel. „Þeim hefur ekki gengið vel en það er nú yfirleitt sagan. Þegar ég var með Plain Vanilla vorum við búnir að gefa út nokkra leiki áður en QuizUp kom út og ég sé greinilega að ég á greinilega bara að gefa út spurningaleiki. Það virðist vera galdurinn í þessu. „Við ákváðum eftir að við höfðum gefið út nokkra leiki að prófa að nota reynslu okkar í spurningaleikjum og QuizUp er náttúrulega eini annar leikurinn frá Íslandi sem hefur komist í toppsæti Bandaríkjanna og ég held reyndar að þetta sé eini annar leikurinn sem hefur komist í topp hundrað, ég svo sem veit það ekki alveg.“ Í fyrradag höfðu milljón manns sótt leikinn og segir Þorsteinn mikla aukningu vera á milli daga. Leikurinn dreifist greinilega á milli fólks í Bandaríkjunum á met hraða. Hann segist ekki hafa átt von á því að leikurinn næði svona miklum vinsældum. „Við auðvitað vonuðum að þetta myndi ganga vel, við lögðum mikla orku í þetta en að vera komin viku eftir að við gáfum út leikinn í fyrsta sæti í Bandaríkjunum er bara langt yfir mínum björtustu vonum. Maður getur bara verið þakklátur fólkinu sem er búið að vinna streitulaust að þessu. Tækni Apple Leikjavísir Nýsköpun Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Leikurinn Trivia Royale, sem gefinn er út af íslenska tæknifyrirtækinu Teatime fyrir viku síðan hefur farið sigurför um heiminn. Leikurinn er nú í fyrsta sæti á lista App Store yfir mest sóttu leiki í Bandaríkjunum. Teymið sem stendur baki leiknum gaf út spurningaleikinn QuizUp fyrir nokkrum árum og fór leikurinn sigurför um heiminn. Þorsteinn B. Friðriksson, einn stofnenda Teatime, segir í samtali við Vísi að velgengni leiksins vestanhafs sé mikill sigur fyrir Teatime. „Að vera númer eitt í Bandaríkjunum er eins og að vera númer eitt í heiminum. Það er bara ótrúlegt, við erum bara í smá sjokki hérna. Við erum búin að vera að fylgjast með þessu núna, við gáfum hann út í síðustu viku og byrjaði strax mjög vel og maður sá þetta fara eitthvað upp en ég hreinlega átti ekki von á því að við myndum ná fyrsta sæti.“ Skjáskot úr leiknum.Teatime Hann segir App Store í Bandaríkjunum einn samkeppnismesta markað í heiminum, þúsund leikir komi þar inn á dag og miklir peningar fari oft í það að auglýsa leikina og koma þeim upp vinsældalistann. „Við erum bara lítið fyrirtæki á Íslandi, ekki með þennan kraft sem mikið af þessum stóru erlendu fyrirtækjum eru með í markaðsmál. Nú erum við hér og þetta er bara ótrúlegt. Þetta er bara byrjunin á einhverju mjög spennandi ævintýri.“ Í leiknum búa notendur sér til svokallaðan „avatar,“ sem er eins konar birtingarmynd hvers spilara í leiknum. Þá geta notendur notað til þess að sýna viðbrögð sín og andlitshreyfingar meðan spilað er, með hjálp myndavéla þeirra snjalltækja sem spilað er á. Leikurinn hefur verið í þróun í um þrjú ár og segir Þorsteinn það hafa tekið dágóðan tíma að þróa tæknina sem notast er við í leiknum. Teatime hefur gefið út þrjá leiki á síðustu árum sem ekki hefur gengið jafn vel. „Þeim hefur ekki gengið vel en það er nú yfirleitt sagan. Þegar ég var með Plain Vanilla vorum við búnir að gefa út nokkra leiki áður en QuizUp kom út og ég sé greinilega að ég á greinilega bara að gefa út spurningaleiki. Það virðist vera galdurinn í þessu. „Við ákváðum eftir að við höfðum gefið út nokkra leiki að prófa að nota reynslu okkar í spurningaleikjum og QuizUp er náttúrulega eini annar leikurinn frá Íslandi sem hefur komist í toppsæti Bandaríkjanna og ég held reyndar að þetta sé eini annar leikurinn sem hefur komist í topp hundrað, ég svo sem veit það ekki alveg.“ Í fyrradag höfðu milljón manns sótt leikinn og segir Þorsteinn mikla aukningu vera á milli daga. Leikurinn dreifist greinilega á milli fólks í Bandaríkjunum á met hraða. Hann segist ekki hafa átt von á því að leikurinn næði svona miklum vinsældum. „Við auðvitað vonuðum að þetta myndi ganga vel, við lögðum mikla orku í þetta en að vera komin viku eftir að við gáfum út leikinn í fyrsta sæti í Bandaríkjunum er bara langt yfir mínum björtustu vonum. Maður getur bara verið þakklátur fólkinu sem er búið að vinna streitulaust að þessu.
Tækni Apple Leikjavísir Nýsköpun Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira