Stjórnvöld fylgjast náið með stöðu Icelandair Vésteinn Örn Pétursson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 25. júní 2020 20:35 Stjórnvöld fylgjast náið með framvindu hlutafjárútboðs Icelandair og óformleg vinna er í gangi innan stjórnarráðsins við að meta til hvaða ráðstafana þurfi að grípa gangi það ekki eftir. Flugfreyjur skrifuðu undir kjarasamning við félagið í gær en forstjóri félagsins segir stór mál enn vera óleyst. Samningurinn sem flugfreyjufélag Íslands skrifaði undir í nótt er langur að kröfu Icelandari, eða til fimm ára og gildir til 30. september 2025. „Við erum að taka þátt í því að stækka leiðakerfið, með því að fljúga lengra á hverri flugvakt og aðra þætti sem stuðla að möguleika á sveigjanleika,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. Samningurinn verður kynntur og lagður í atkvæði félagsmanna á föstudag. Niðurstaða á að liggja fyrir í næstu viku. Kjarasamningar við flugstéttir eru einn fjögurra þátta sem þurfa að skýrast fyrir mánudag, þegar hlutafjárútboð félagsins hefst. Hinir varða viðræður við stjórnvöld, Boeing, vegna Max-vélanna og lánadrottna. „Við verðum að hafa myndina skýra á mánudag. Við erum náttúrulega búin að vera í næstum því algjörum tekjubresti í alllangan tíma og það er ekkert fyrirtæki í heiminum sem þolir slíkt í marga mánuði,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Bogi segir stærsta málið nú að ná fram breyttum kjörum í samningum við lánadrottna. Einhverjar viðræður þar gangi hægar en aðrar. Það er að aðlaga greiðsluflæði til lánadrottna að sjóðsstreyminu eins og við sjáum það á næstu mánuðum og árum.“ Stefnt er að því að safna 29 milljörðum króna í útboðinu sem stendur yfir frá mánudeginum næsta til fimmtudags. Bogi segir ekkert fast í hendi hvað það varðar. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau séu tilbúin að ábyrgjast lánalínu til félagsins gangi útboðið eftir. Samkvæmt heimildum fréttastofu fylgjast stjórnvöld náið með framvindu útboðsins og óformleg vinna er í gangi innan stjórnarráðsins þar sem metið er til hvaða ráða þurfi að grípa gangi það ekki eftir. Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Stjórnvöld fylgjast náið með framvindu hlutafjárútboðs Icelandair og óformleg vinna er í gangi innan stjórnarráðsins við að meta til hvaða ráðstafana þurfi að grípa gangi það ekki eftir. Flugfreyjur skrifuðu undir kjarasamning við félagið í gær en forstjóri félagsins segir stór mál enn vera óleyst. Samningurinn sem flugfreyjufélag Íslands skrifaði undir í nótt er langur að kröfu Icelandari, eða til fimm ára og gildir til 30. september 2025. „Við erum að taka þátt í því að stækka leiðakerfið, með því að fljúga lengra á hverri flugvakt og aðra þætti sem stuðla að möguleika á sveigjanleika,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. Samningurinn verður kynntur og lagður í atkvæði félagsmanna á föstudag. Niðurstaða á að liggja fyrir í næstu viku. Kjarasamningar við flugstéttir eru einn fjögurra þátta sem þurfa að skýrast fyrir mánudag, þegar hlutafjárútboð félagsins hefst. Hinir varða viðræður við stjórnvöld, Boeing, vegna Max-vélanna og lánadrottna. „Við verðum að hafa myndina skýra á mánudag. Við erum náttúrulega búin að vera í næstum því algjörum tekjubresti í alllangan tíma og það er ekkert fyrirtæki í heiminum sem þolir slíkt í marga mánuði,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Bogi segir stærsta málið nú að ná fram breyttum kjörum í samningum við lánadrottna. Einhverjar viðræður þar gangi hægar en aðrar. Það er að aðlaga greiðsluflæði til lánadrottna að sjóðsstreyminu eins og við sjáum það á næstu mánuðum og árum.“ Stefnt er að því að safna 29 milljörðum króna í útboðinu sem stendur yfir frá mánudeginum næsta til fimmtudags. Bogi segir ekkert fast í hendi hvað það varðar. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau séu tilbúin að ábyrgjast lánalínu til félagsins gangi útboðið eftir. Samkvæmt heimildum fréttastofu fylgjast stjórnvöld náið með framvindu útboðsins og óformleg vinna er í gangi innan stjórnarráðsins þar sem metið er til hvaða ráða þurfi að grípa gangi það ekki eftir.
Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira