Umdeildar kosningar hefjast í Rússlandi í dag Samúel Karl Ólason skrifar 25. júní 2020 12:04 Kosningarnar áttu formlega að fara fram 1. júní en ákveðið var að opna kjörstaði viku áður og dreifa úr álagi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. EPA/ANATOLY MALTSEV Kosningar um umdeildar stjórnarskrárbreytingar sem gætu gert Vladimir Pútín kleift að vera forseti í tvö kjörtímabil til viðbótar hefjast í Rússlandi í dag. Stjórnarandstæðingar segja að breytingarnar muni gera Pútín að forseta til æviloka en sjálfur segir forsetinn að breytingarnar séu nauðsynlegar til að tryggja stöðugleika. Kosningarnar áttu formlega að fara fram 1. júní en ákveðið var að opna kjörstaði viku áður og dreifa úr álagi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, samkvæmt frétt BBC. Stærstu breytingarnar yrðu í raun þær að forsetar gætu ekki setið lengur en tvö sex ára kjörtímabil samfleytt. Breytingarnar myndu þá núllstilla talninguna hjá Pútín, svo hann gæti setið tvö kjörtímabil til viðbótar við þau fjögur sem hann hefur setið í embætti. Stjórnarskrárbreytingarnar myndu þar að auki svo gott sem banna samkynhneigð í Rússlandi og tryggja trú Rússa á guð. Pútín hefur verið við völd í Rússlandi frá 1999 og mest allan tímann sem forseti. Eftir tvö kjörtímabil sem forseti frá 2000 til 2008 varð Dmitry Medvedev forseti og Pútín forsætisráðherra. Stjórnarskrá Rússlands meinar forsetum að sitja meira en tvö kjörtímabil samfleytt. Eftir 2012 settist Pútín aftur í embætti forseta og var kjörtímabilið lengt úr fjórum árum í sex. Medvedev var forsætisráðherra, þar til í síðustu viku. Núverandi kjörtímabili Pútín lýkur árið 2024, þannig að hann gæti tæknilega séð setið í embætti til 2036. Forsetinn hefur ekki sagt berum orðum hvort hann muni sækjast eftir því að vera forseti áfram. Hann hefur þó gefið það sterklega í skyn. Gátu ekki mótmælt og meinað að safna undirskriftum Stjórnarandstaðan í Rússlandi hefur reynt að berjast gegn breytingunum en sú barátta hefur skilað litlum sem engum árangri. Öll mótmæli voru til að mynda bönnuð með tilliti til reglna um félagsforðun vegna faraldursins og undirskriftasöfnun á netinu var stöðvuð af dómstólum. Sérfræðingar segja öruggt að breytingarnar nái í gegn. Kannanir sem ríkismiðlar hafa framkvæmt í Rússlandi gefa í skyn að mikill meirihluti kjósenda styðji breytingarnar, eða allt að 71 prósent þeirra. Í samtali við Moscow Times segir eftirlitsaðili að útlit sé fyrir að kosningarnar verði minnst gagnsæju kosningar landsins um árabil. Fregnir hafa borist af því að fyrirtæki séu að þvinga starfsmenn sína til að taka þátt í kosningunum og búið er að gera sjálfstæðum eftirlitsaðilum mjög erfitt með að fylgjast með kosningunum. Meðal hafi yfirkjörstjórn Rússland hætt því að setja upp myndavélar á kjörstöðum svo eftirlitsaðilar geti farið yfir upptökur eftir á. Rússland Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Kosningar um umdeildar stjórnarskrárbreytingar sem gætu gert Vladimir Pútín kleift að vera forseti í tvö kjörtímabil til viðbótar hefjast í Rússlandi í dag. Stjórnarandstæðingar segja að breytingarnar muni gera Pútín að forseta til æviloka en sjálfur segir forsetinn að breytingarnar séu nauðsynlegar til að tryggja stöðugleika. Kosningarnar áttu formlega að fara fram 1. júní en ákveðið var að opna kjörstaði viku áður og dreifa úr álagi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, samkvæmt frétt BBC. Stærstu breytingarnar yrðu í raun þær að forsetar gætu ekki setið lengur en tvö sex ára kjörtímabil samfleytt. Breytingarnar myndu þá núllstilla talninguna hjá Pútín, svo hann gæti setið tvö kjörtímabil til viðbótar við þau fjögur sem hann hefur setið í embætti. Stjórnarskrárbreytingarnar myndu þar að auki svo gott sem banna samkynhneigð í Rússlandi og tryggja trú Rússa á guð. Pútín hefur verið við völd í Rússlandi frá 1999 og mest allan tímann sem forseti. Eftir tvö kjörtímabil sem forseti frá 2000 til 2008 varð Dmitry Medvedev forseti og Pútín forsætisráðherra. Stjórnarskrá Rússlands meinar forsetum að sitja meira en tvö kjörtímabil samfleytt. Eftir 2012 settist Pútín aftur í embætti forseta og var kjörtímabilið lengt úr fjórum árum í sex. Medvedev var forsætisráðherra, þar til í síðustu viku. Núverandi kjörtímabili Pútín lýkur árið 2024, þannig að hann gæti tæknilega séð setið í embætti til 2036. Forsetinn hefur ekki sagt berum orðum hvort hann muni sækjast eftir því að vera forseti áfram. Hann hefur þó gefið það sterklega í skyn. Gátu ekki mótmælt og meinað að safna undirskriftum Stjórnarandstaðan í Rússlandi hefur reynt að berjast gegn breytingunum en sú barátta hefur skilað litlum sem engum árangri. Öll mótmæli voru til að mynda bönnuð með tilliti til reglna um félagsforðun vegna faraldursins og undirskriftasöfnun á netinu var stöðvuð af dómstólum. Sérfræðingar segja öruggt að breytingarnar nái í gegn. Kannanir sem ríkismiðlar hafa framkvæmt í Rússlandi gefa í skyn að mikill meirihluti kjósenda styðji breytingarnar, eða allt að 71 prósent þeirra. Í samtali við Moscow Times segir eftirlitsaðili að útlit sé fyrir að kosningarnar verði minnst gagnsæju kosningar landsins um árabil. Fregnir hafa borist af því að fyrirtæki séu að þvinga starfsmenn sína til að taka þátt í kosningunum og búið er að gera sjálfstæðum eftirlitsaðilum mjög erfitt með að fylgjast með kosningunum. Meðal hafi yfirkjörstjórn Rússland hætt því að setja upp myndavélar á kjörstöðum svo eftirlitsaðilar geti farið yfir upptökur eftir á.
Rússland Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira