Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2025 11:01 Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, í ræðustól Stórþingsins í fyrradag. Stortinget/Morten Brakestad Norska Stórþingið sló á puttana á forsætisráðherranum Jonas Gahr Støre í fyrradag vegna ákvörðunar hans í síðustu viku um að hætta við gerð skipaganganna við Stað. Í stað þess að göngin umdeildu yrðu endanlega slegin út af borðinu, eins og ríkisstjórnin vildi, náðist meirihluti í þinginu fyrir tillögu sem heldur voninni um göngin á lífi. Jonas Gahr Støre skýrði frá því fyrir helgi að engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. Sagði hann göngin verða svo dýr að ábyrgðarlaust væri að halda áfram með verkefnið. Um leið birtust tölur um að ný kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 9,4 milljarða norskra króna, sem svarar 114 milljörðum íslenskra króna. Ríkisstjórn Verkamannaflokksins er minnihlutastjórn og hefur ekki tryggan meirihluta á bak við sig. Á þetta reyndi núna en þrír flokkar; Miðflokkurinn, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Vinstri, sameinuðust um tillögu þess efnis að Siglingastofnun Noregs, Kystverket, yrði falið að ljúka samningaviðræðum við þá verktaka, sem buðu í gerð skipaganganna. Framfaraflokkurinn og Hægriflokkurinn greiddu einnig atkvæði með tillögunni í fyrradag og tryggðu þannig meirihluta, að því er NRK greinir frá. Tölvugerð mynd sýnir farþegaskip sigla um göngin. Þau yrðu 1,7 kílómetrar að lengd.Kystverket/Multiconsult/Link Arkítektar Þetta þýðir þó ekki að skipagöngin séu í höfn. Þetta gefur hins vegar Siglingastofnunni færi á að freista þess að ná hagstæðari samningum við verktaka. Jafnframt neyðir þetta ríkisstjórn Verkamannaflokksins til að semja um göngin við stjórnarandstöðuna en forystumenn hennar segjast heldur ekki tilbúnir að samþykkja hvaða verðmiða sem er. Stórþingið hafði samþykkt skipagöngin árið 2021 en með því skilyrði að kostnaður færi ekki yfir fimm milljarða norskra króna, andvirði liðlega sextíu milljarða íslenskra króna. Ef kostnaður færi yfir það yrði að leggja málið aftur fyrir þingið til samþykktar eða synjunar. Talsmaður Siglingastofnunarinnar segir endanlegan kostnað ekki liggja fyrir þar sem stofnunin hafi ekki fengið grænt ljós á að ljúka samningaviðræðum. Hann segir raunhæft að lokatilboð gæti legið fyrir um næstu páska. Tölvugerð myndbönd af skipagöngunum má sjá í þessari frétt: Noregur Skipaflutningar Samgöngur Ferðaþjónusta Sjávarútvegur Tengdar fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að hætt hefði verið við skipagöngin við Stað. Engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. 10. október 2025 14:21 Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Skipagöngin fyrirhuguðu við Stað í Vestur-Noregi þykja ólíklegri eftir að upplýst var að tilboðin sem bárust reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Það þýðir að leggja þarf skipagöngin aftur fyrir þingið til nýrrar umfjöllunar eigi þau að verða að veruleika. 31. ágúst 2025 07:46 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Jonas Gahr Støre skýrði frá því fyrir helgi að engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. Sagði hann göngin verða svo dýr að ábyrgðarlaust væri að halda áfram með verkefnið. Um leið birtust tölur um að ný kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 9,4 milljarða norskra króna, sem svarar 114 milljörðum íslenskra króna. Ríkisstjórn Verkamannaflokksins er minnihlutastjórn og hefur ekki tryggan meirihluta á bak við sig. Á þetta reyndi núna en þrír flokkar; Miðflokkurinn, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Vinstri, sameinuðust um tillögu þess efnis að Siglingastofnun Noregs, Kystverket, yrði falið að ljúka samningaviðræðum við þá verktaka, sem buðu í gerð skipaganganna. Framfaraflokkurinn og Hægriflokkurinn greiddu einnig atkvæði með tillögunni í fyrradag og tryggðu þannig meirihluta, að því er NRK greinir frá. Tölvugerð mynd sýnir farþegaskip sigla um göngin. Þau yrðu 1,7 kílómetrar að lengd.Kystverket/Multiconsult/Link Arkítektar Þetta þýðir þó ekki að skipagöngin séu í höfn. Þetta gefur hins vegar Siglingastofnunni færi á að freista þess að ná hagstæðari samningum við verktaka. Jafnframt neyðir þetta ríkisstjórn Verkamannaflokksins til að semja um göngin við stjórnarandstöðuna en forystumenn hennar segjast heldur ekki tilbúnir að samþykkja hvaða verðmiða sem er. Stórþingið hafði samþykkt skipagöngin árið 2021 en með því skilyrði að kostnaður færi ekki yfir fimm milljarða norskra króna, andvirði liðlega sextíu milljarða íslenskra króna. Ef kostnaður færi yfir það yrði að leggja málið aftur fyrir þingið til samþykktar eða synjunar. Talsmaður Siglingastofnunarinnar segir endanlegan kostnað ekki liggja fyrir þar sem stofnunin hafi ekki fengið grænt ljós á að ljúka samningaviðræðum. Hann segir raunhæft að lokatilboð gæti legið fyrir um næstu páska. Tölvugerð myndbönd af skipagöngunum má sjá í þessari frétt:
Noregur Skipaflutningar Samgöngur Ferðaþjónusta Sjávarútvegur Tengdar fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að hætt hefði verið við skipagöngin við Stað. Engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. 10. október 2025 14:21 Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Skipagöngin fyrirhuguðu við Stað í Vestur-Noregi þykja ólíklegri eftir að upplýst var að tilboðin sem bárust reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Það þýðir að leggja þarf skipagöngin aftur fyrir þingið til nýrrar umfjöllunar eigi þau að verða að veruleika. 31. ágúst 2025 07:46 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að hætt hefði verið við skipagöngin við Stað. Engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. 10. október 2025 14:21
Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Skipagöngin fyrirhuguðu við Stað í Vestur-Noregi þykja ólíklegri eftir að upplýst var að tilboðin sem bárust reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Það þýðir að leggja þarf skipagöngin aftur fyrir þingið til nýrrar umfjöllunar eigi þau að verða að veruleika. 31. ágúst 2025 07:46
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila