Framleiðslu Olympus-myndavéla hætt Atli Ísleifsson skrifar 25. júní 2020 07:29 Fyrsta Olympus-myndavélin var framleidd árið 1936. Vélin á myndinni er umtalsvert nýrri. Getty Japanska fyrirtækið Olympus hefur hætt framleiðslu myndavéla eftir 84 ár á markaðnum. Greint var frá því að fyrirtækið hafi ákveðið að hætta framleiðslunni þrátt fyrir tilraunir til að halda lífi í framleiðslunni. Hún væri hins vegar ekki lengur arðbær á tímum stafrænna myndavéla. Fyritækið segir að tilkoma snjallsíma með góðum myndavélum hafi dregið úr eftirspurn eftir sérstökum myndavélum. Fyrirtækið hefur verið rekið með tapi síðastliðin þrjú ár. Olympus framleiddi sína fyrstu myndavél árið 1936 eftir að hafa þá staðið að framleiðslu smásjáa um nokkurra ára skeið. Í frétt BBC segir að Semi-Olympus I vélin frá 1936 hafi verið með mikinn belg, sem teygðist út líkt og harmonikkubelgur, og hafi vélin á sínum tíma kostað meira en sem svaraði meðalmánaðarlaunum í Japan. Fyrirtækið hélt áfram að þróa og selja myndavélar og varð svo eitt af stærstu merkjunum á myndavélamarkaðnum, en Olympus-vélarnar nutu sérstakra vinsælda á áttunda áratugnum þar sem ljósmyndarar á borð við David Bailey og Lord Lichfield notuðust við Olympus-vélar. Talið er að sala á myndavélum hafi dregist saman um 84 prósent milli áranna 2010 og 2018. Olympus vonast nú til að geta selt framleiðsluna á ákveðnum hlutum vélanna, svo sem Zuiko-linsum sem hæglega gætu nýst í framleiðslu á öðrum vörum. Olympus mun áfram standa að framleiðslu smásjáa og vörum sem nýtast innan heilbrigðisgeirans. Tímamót Japan Ljósmyndun Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Japanska fyrirtækið Olympus hefur hætt framleiðslu myndavéla eftir 84 ár á markaðnum. Greint var frá því að fyrirtækið hafi ákveðið að hætta framleiðslunni þrátt fyrir tilraunir til að halda lífi í framleiðslunni. Hún væri hins vegar ekki lengur arðbær á tímum stafrænna myndavéla. Fyritækið segir að tilkoma snjallsíma með góðum myndavélum hafi dregið úr eftirspurn eftir sérstökum myndavélum. Fyrirtækið hefur verið rekið með tapi síðastliðin þrjú ár. Olympus framleiddi sína fyrstu myndavél árið 1936 eftir að hafa þá staðið að framleiðslu smásjáa um nokkurra ára skeið. Í frétt BBC segir að Semi-Olympus I vélin frá 1936 hafi verið með mikinn belg, sem teygðist út líkt og harmonikkubelgur, og hafi vélin á sínum tíma kostað meira en sem svaraði meðalmánaðarlaunum í Japan. Fyrirtækið hélt áfram að þróa og selja myndavélar og varð svo eitt af stærstu merkjunum á myndavélamarkaðnum, en Olympus-vélarnar nutu sérstakra vinsælda á áttunda áratugnum þar sem ljósmyndarar á borð við David Bailey og Lord Lichfield notuðust við Olympus-vélar. Talið er að sala á myndavélum hafi dregist saman um 84 prósent milli áranna 2010 og 2018. Olympus vonast nú til að geta selt framleiðsluna á ákveðnum hlutum vélanna, svo sem Zuiko-linsum sem hæglega gætu nýst í framleiðslu á öðrum vörum. Olympus mun áfram standa að framleiðslu smásjáa og vörum sem nýtast innan heilbrigðisgeirans.
Tímamót Japan Ljósmyndun Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira