Ninja og Shroud leika lausum hala eftir lokun Mixer Samúel Karl Ólason skrifar 23. júní 2020 10:54 Ninja, eða Tyler Blevins, er líklegast vinsælasti streymari heimsins. Hann og Shroud, annar vinsæll streymari, standa nú frammi fyrir vali um að snúa sér að Facebook Gaming eða fara aftur á Twitch. Getty/Michael Owens Microsoft hefur tekið þá ákvörðun að loka leikjastreymisþjónustunni Mixer í júlí og stefnir á að flytja samstarfsaðila sína yfir til Facebook Gaming. Microsoft hafði gert samninga við tvo af stærstu „streymurum“ heimsins, þá Ninja og Shroud. Það hafði þó ekki dugað til við að fá þann áhorfendafjölda sem Microsoft vonaðist eftir. Ninja, Shroud og aðrir sem notuðust við Mixer munu nú geta valið hvort þeir snúi sér aftur að Twitch eða notist við Facebook Gaming. Þjónustunni verður lokað að fullu þann 22. júlí og á þá að vera búið að færa streymara og notendur Mixer yfir til Facebook Gaming. Markmið Microsoft var ekki eingöngu að ná fótfestu á streymismarkaðinum heldur einnig að byggja upp notendagrunn fyrir xCloud leikjaveituna. Starfsmenn Microsoft munu nú vinna með Facebook að því að tengja XCloud við samfélagsmiðilinn, samkvæmt frétt Verge. Þannig munu þeir sem horfa á streymi á Facebook geta smellt á takka og byrjað að spila sama leik í gegnum xCloud. Hugmyndin er svipuð og Google stadia en ekki liggur fyrir hvenær xCloud verður opinberað. Eins og áður segir áttu Ninja og Shroud að laða að notendur. Þó þeir njóti gífurlegra vinsælda gekk það ekki eins og vonast var til. Með samstarfinu við Facebook er vonast til þess að Microsoft geti náð til mun fleiri aðila. No matter where you choose to stream, the world is better with your gaming content in it. As the operations side of @WatchMixer is closing, we are inviting the Mixer Community to #FacebookGaming. More details: https://t.co/fRI2CBlTbZ pic.twitter.com/FVRTF9APVD— Facebook Gaming (@FacebookGaming) June 22, 2020 Einhverjir hafa tekið þá ákvörðun að færa sig yfir til Facebook en bæði Ninja og Shroud hafa ekki tekið ákvörðun. Microsoft hafði greitt þeim báðum háar upphæðir til að fá þá frá Twitch. Báðir hafa tjáð sig á Twitter og segja að þeirra bíði stór ákvörðun. I love my community and what we built together on Mixer. I have some decisions to make and will be thinking about you all as I make them.— Ninja (@Ninja) June 22, 2020 I appreciate the Mixer community and everything I’ve been able to do on the platform. I love you guys and am figuring out my next steps. 💙— Michael Grzesiek (@shroud) June 22, 2020 Microsoft Leikjavísir Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Microsoft hefur tekið þá ákvörðun að loka leikjastreymisþjónustunni Mixer í júlí og stefnir á að flytja samstarfsaðila sína yfir til Facebook Gaming. Microsoft hafði gert samninga við tvo af stærstu „streymurum“ heimsins, þá Ninja og Shroud. Það hafði þó ekki dugað til við að fá þann áhorfendafjölda sem Microsoft vonaðist eftir. Ninja, Shroud og aðrir sem notuðust við Mixer munu nú geta valið hvort þeir snúi sér aftur að Twitch eða notist við Facebook Gaming. Þjónustunni verður lokað að fullu þann 22. júlí og á þá að vera búið að færa streymara og notendur Mixer yfir til Facebook Gaming. Markmið Microsoft var ekki eingöngu að ná fótfestu á streymismarkaðinum heldur einnig að byggja upp notendagrunn fyrir xCloud leikjaveituna. Starfsmenn Microsoft munu nú vinna með Facebook að því að tengja XCloud við samfélagsmiðilinn, samkvæmt frétt Verge. Þannig munu þeir sem horfa á streymi á Facebook geta smellt á takka og byrjað að spila sama leik í gegnum xCloud. Hugmyndin er svipuð og Google stadia en ekki liggur fyrir hvenær xCloud verður opinberað. Eins og áður segir áttu Ninja og Shroud að laða að notendur. Þó þeir njóti gífurlegra vinsælda gekk það ekki eins og vonast var til. Með samstarfinu við Facebook er vonast til þess að Microsoft geti náð til mun fleiri aðila. No matter where you choose to stream, the world is better with your gaming content in it. As the operations side of @WatchMixer is closing, we are inviting the Mixer Community to #FacebookGaming. More details: https://t.co/fRI2CBlTbZ pic.twitter.com/FVRTF9APVD— Facebook Gaming (@FacebookGaming) June 22, 2020 Einhverjir hafa tekið þá ákvörðun að færa sig yfir til Facebook en bæði Ninja og Shroud hafa ekki tekið ákvörðun. Microsoft hafði greitt þeim báðum háar upphæðir til að fá þá frá Twitch. Báðir hafa tjáð sig á Twitter og segja að þeirra bíði stór ákvörðun. I love my community and what we built together on Mixer. I have some decisions to make and will be thinking about you all as I make them.— Ninja (@Ninja) June 22, 2020 I appreciate the Mixer community and everything I’ve been able to do on the platform. I love you guys and am figuring out my next steps. 💙— Michael Grzesiek (@shroud) June 22, 2020
Microsoft Leikjavísir Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira