Fjárfesta í tvöfaldri vinnuaðstöðu og fjölga starfsfólki Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. júní 2020 10:00 Gunnar Haugen og Erna Arnardóttir í nýjum höfuðstöðvum CCP í Grósku, Vatnsmýri. Vísir/Vilhelm „Framleiðni hjá okkur hefur ekki minnkað á síðustu mánuðum á meðan starfsfólk okkar hefur unnið heima. Við höfum gert mánaðarlegar kannanir um vinnunæði, einbeitingu, samskipti, upplýsingamiðlun, hvað er að ganga vel og hvað er mesta áskorunin við að stunda fjarvinnu að heiman,“ segir Erna Arnadóttir VP of People hjá CCP en fyrirtækið hefur ákveðið að fjárfesta í tvöfaldri vinnuaðstöðu fyrir flesta starfsmenn, samhliða flutningum í nýjar höfuðstöðvar þess í Grósku, Vatnsmýri. „Ef við lærðum eitthvað af COVID-19 þá er það að við og okkar starfsfólk getur brugðist hratt og vel við óvæntum aðstæðum. Faraldurinn flýtti okkar áformum hvað varðar lausnir um sveigjanlegra vinnufyrirkomulag og þetta tókst að mörgu leyti mjög vel,“ segir Gunnar Haugen Talent Management Director CCP og tekur undir með Ernu um að framleiðni hafi mælst vel í samkomubanninu. „Það má segja að framleiðni sé búin að vera með best móti undanfarna mánuði,“ segir Gunnar. Um þessar mundir fóta vinnustaðir sig í nýju og breyttu umhverfi þar sem heimsfaraldur og stafræn þróun er að hafa veruleg áhrif á það hvernig verið er að mynda nýtt skipulag á vinnustöðum. Í dag rýnum við í þær breytingar sem frumkvöðlafyrirtæki eins og CCP er að ráðast í, nú þegar samkomubanni er lokið og starfsfólk að draga úr fjarvinnu. Fjárfest í heimaskrifstofum Að sögn Gunnars gekk fjarvinnan vel í samkomubanninu en hún hafi þó verið krefjandi fyrir marga því aðstæður fólks heima fyrir eru mismunandi. „Ástæðan fyrir því hversu vel hefur gengið er sú að allir hafa lagst á eitt til að láta hlutina ganga. Vissulega hefur þetta verið mjög krefjandi fyrir marga. Húsnæði og fjölskylduhagir styðja ekki alltaf við fjarvinnu og mörgum tilvikum hafa makar eða aðrir á heimilinu þurft að sína skilning, til dæmis þegar fjarfundir fara fram eða eldhúsborðið er orðið undirlagt í tölvum og skjáum,“ segir Gunnar. Í kjölfar samkomubannsins var hins vegar ákveðið að ráðast í viðamikla fjárfestingu fyrir heimaskrifstofur. Hún gengur út á það að CCP mun kosta til vinnuaðstöðu heima fyrir, samhliða flutningi félagsins í nýjar höfuðstöðvar í Grósku. Erna segir fyrirtækið leggja áherslu á að vinnuaðstaðan heima sé fyrsta flokks og ekkert síðri en á skrifstofunni í Grósku. Við erum að fjárfesta fyrir tugi miljóna í tækjum og aðbúnaði til að gera þetta að veruleika. Á meðal þess sem starfsfólki okkar stendur til boða er að fá húsgögn, tölvu og annan tæknibúnað heim,“ segir Erna. Gunnar segir stjórnendum hafa orðið það ljóst snemma í samkomubanni að ekki yrði horfið til baka í sama vinnufyrirkomulag og fyrir tíma kórónufaraldurs. „Við horfum til þeirra reynslu og þekkingar sem skapaðist við það að allir voru að vinna heima til að skapa okkar starfsfólki sem besta vinnuaðstöðu til framtíðar,“ segir Gunnar. Erna segir CCP leggja áherslu á að heimaskrifstofurnar séu veglegar og ekkert síðri en vinnuaðstaða starfsfólks í Grósku.Vísir/Vilhelm Sveigjanleiki ekki það sama og fjarvinna „Sveigjanleg vinna er regnhlíf hjá okkur yfir margskonar vinnufyrirkomulag, þar með talið vinnu að heiman. Við viljum auka sveigjanleika fyrir starfsfólk CCP með því að kosta og koma upp tvöfaldri vinnuaðstöðu fyrir þá sem það kjósa og auðvelda þar með okkar starfsmönnum að vinna að heiman og annars staðar í fjarvinnu,“ segir Erna. Gunnar segir þó mikilvægt að átta sig á því að sveigjanleiki þýðir ekkert endilega það sama og fjarvinna. Við gerum greinarmun á á milli sveigjanlegrar vinnu og fjarvinnu, annað þarf ekki að þýða hitt. Öll fjarvinna er ekki nauðsynlega sveigjanleg og sveigjanleg vinna þarf ekki nauðsynlega að vera fjarvinna,“ segir Gunnar. Til að feta sig áfram í því fyrirkomulagi sem líklegast er til að mælast best til lengri tíma verða næstu mánuðir teknir sem ákveðið tilraunatímabil. Sem hluti af þeirri tilraun munu allir starfsmenn vinna heiman frá sér einn dag í vinnu. Markmiðið með þessu er að finna út úr því hvernig vinnan getur náð fullum sveigjanleika fyrir starfsfólk og þannig aukið á starfsánægju og framleiðni. „Við vitum að ein lausn hentar ekki öllum. Við erum ólík, með ólíkar þarfir og fólk býr við mismunandi aðstæður. Þá þarf líka að taka tillit til eðlis starfa og hvernig komið verður til móts við ólíkar þarfir okkar,“ segir Erna og bætir við „Núna í sumar erum við að gera tilraun með fjarvinnu og reyna að finna út hvaða lausnir henta best. Allir sem vilja geta unnið alfarið að heiman út ágúst. Við sjáum strax að margir vilja blanda þessu saman og aðrir vilja vinna sem mest á skrifstofunni. Við erum að prófa ýmiskonar fyrirkomulag, og munum meðal annars meta árangurinn út frá gæðum þeirrar vinnu sem unnin er í fjarvinnu.“ Þá segir Gunnar að svörun starfsfólks í könnunum sé að sýna þeim að vinnustaðir eru að breytast til framtíðar. „Við höfum gert reglulegar kannanir meðal starfsfólks sem sýna að stór hluti fólks getur ekki beðið eftir að komast aftur á skrifstofuna á meðan að aðrir vilja flýta sér hægt. Þegar við spyrjum okkar fólk um framtíðina sjá flestir fyrir sér blöndu af fjarvinnu og að vera á staðnum. Sumir vilja vinna mikið heiman frá sér, en það hentar alls ekki öllum. Við hlustum á þessar óskir og teljum að framtíðin verði að öllum líkindum blanda af vinnu heima og á vinnustaðnum,“ segir Gunnar. Gunnar segir fjarvinnu einnig hafa breytt starfi stjórnenda. „Stjórnendur þurfa að hafa yfirsýn yfir það sem er að gerast í sínum teymum, vera upplýstir um álag og líðan einstaklinga og hópsins. Í fjarvinnu er snúnara að ná yfirsýn um margt að því sem annars síast inn í gegnum óformleg samskipti við kaffivélina,“ segir Gunnar og bætir við „Við vitum af okkar könnunum og annarra að þeir starfsmenn sem fá samtal um líðan og stöðu reglulega eru að stærri hluta ánægðari og upplýstari. Vitaskuld reyna allir stjórnendur að vera í góðu sambandi við sitt fólk, en þegar um er að ræða stóra hópa getur það reynst erfitt í framkvæmd.“ Gunnar segir reglulegar kannanir meðal starfsfólks CCP benda til þess að í framtíðinni verði vinnan einhvers konar blanda af fjarvinnu og vinnu á staðnum.Vísir/Vilhelm Fjölgun starfsfólks og frekari ráðningar framundan Rekstur CCP hefur gengið vel að undanförnu og umtalsverður vöxtur verið á umliðnum mánuðum. Ólíkt stöðu marga annarra atvinnugreina sé CCP því nú að fjölga starfsfólki. Fyrirtækið sótti því ekki um hlutabætur en 95% starfsfólks starfaði að heiman. „Eftirspurn eftir leikjum fyrirtækisins á heimsvísu hefur aukist síðustu vikur og mánuði. Til marks um þetta þá er spilun EVE Online tölvuleiksins í dag með því mesta sem hún hefur verið nokkru sinni, 17 árum frá útgáfu leiksins, með rúmlega hálfa milljón manna sem spila leikinn í hverjum mánuði. Farsímaleikur sem byggður er á EVE Online heiminum er væntanlegur í samvinnu við kínverska leikjarisann NetEase,“ segir Erna. Alþjóðlegur rekstur CCP Games fer fram á skrifstofum félagsins í þremur löndum. Í Sjanghæ er starfsfólk komið til baka á skrifstofuna, í London mun það ekki verða fyrr en í haust. Á Íslandi er farið með gát og gerði fyrirtækið fyrstu ráðstafanir vegna kórónufaraldurs í lok febrúar þegar fyrsti hópurinn fór í fjarvinnu. Þann 11.mars síðastliðinn voru allir farnir að vinna að heiman nema tíu einstaklingar. „Það hjálpaði mikið að geta litið til reynslu skrifstofunnar í Sjanghæ sem var að snúa til baka um það leyti sem London og Reykjavík fóru heim,“ segir Gunnar. Að sögn Ernu er gert ráð fyrir að fjölgun starfsfólks muni vara áfram næstu mánuði. Stjórnun Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Nýsköpun Tengdar fréttir Gjörbreyttir vinnustaðir um land allt: „Búseta starfsmanna skiptir í raun ekki máli“ Vinnustaðir um land allt eru að taka stakkaskiptum í kjölfar kórónufaraldurs. Fjarfundir færa fólkið nær hvort öðru þannig að höfuðborg og landsbyggð eru ekki eins aðskilin. Fjarvinna virðist stefna í að verða hluti af baráttunni við loftlagsvánna. 10. júní 2020 09:00 Fækkun ferðalaga, breytt fundarmenning og ný tækifæri fyrir alþjóðlegt umhverfi „Þessi faraldur hefur gefið alþjóðlegum fyrirtækjum tækifæri til að prófa aðstæður sem áður voru ekki taldar henta eða ganga upp,“ segir Valdís Arnórsdóttir hjá Marel. 10. júní 2020 11:00 Ríkið: „Covid flýtti í raun bara þróun sem var að verða“ Vinnustaðir eru að breytast hratt þessi misserin og það á við um vinnustaði hins opinbera eins og í einkageiranum. 10. júní 2020 13:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Framleiðni hjá okkur hefur ekki minnkað á síðustu mánuðum á meðan starfsfólk okkar hefur unnið heima. Við höfum gert mánaðarlegar kannanir um vinnunæði, einbeitingu, samskipti, upplýsingamiðlun, hvað er að ganga vel og hvað er mesta áskorunin við að stunda fjarvinnu að heiman,“ segir Erna Arnadóttir VP of People hjá CCP en fyrirtækið hefur ákveðið að fjárfesta í tvöfaldri vinnuaðstöðu fyrir flesta starfsmenn, samhliða flutningum í nýjar höfuðstöðvar þess í Grósku, Vatnsmýri. „Ef við lærðum eitthvað af COVID-19 þá er það að við og okkar starfsfólk getur brugðist hratt og vel við óvæntum aðstæðum. Faraldurinn flýtti okkar áformum hvað varðar lausnir um sveigjanlegra vinnufyrirkomulag og þetta tókst að mörgu leyti mjög vel,“ segir Gunnar Haugen Talent Management Director CCP og tekur undir með Ernu um að framleiðni hafi mælst vel í samkomubanninu. „Það má segja að framleiðni sé búin að vera með best móti undanfarna mánuði,“ segir Gunnar. Um þessar mundir fóta vinnustaðir sig í nýju og breyttu umhverfi þar sem heimsfaraldur og stafræn þróun er að hafa veruleg áhrif á það hvernig verið er að mynda nýtt skipulag á vinnustöðum. Í dag rýnum við í þær breytingar sem frumkvöðlafyrirtæki eins og CCP er að ráðast í, nú þegar samkomubanni er lokið og starfsfólk að draga úr fjarvinnu. Fjárfest í heimaskrifstofum Að sögn Gunnars gekk fjarvinnan vel í samkomubanninu en hún hafi þó verið krefjandi fyrir marga því aðstæður fólks heima fyrir eru mismunandi. „Ástæðan fyrir því hversu vel hefur gengið er sú að allir hafa lagst á eitt til að láta hlutina ganga. Vissulega hefur þetta verið mjög krefjandi fyrir marga. Húsnæði og fjölskylduhagir styðja ekki alltaf við fjarvinnu og mörgum tilvikum hafa makar eða aðrir á heimilinu þurft að sína skilning, til dæmis þegar fjarfundir fara fram eða eldhúsborðið er orðið undirlagt í tölvum og skjáum,“ segir Gunnar. Í kjölfar samkomubannsins var hins vegar ákveðið að ráðast í viðamikla fjárfestingu fyrir heimaskrifstofur. Hún gengur út á það að CCP mun kosta til vinnuaðstöðu heima fyrir, samhliða flutningi félagsins í nýjar höfuðstöðvar í Grósku. Erna segir fyrirtækið leggja áherslu á að vinnuaðstaðan heima sé fyrsta flokks og ekkert síðri en á skrifstofunni í Grósku. Við erum að fjárfesta fyrir tugi miljóna í tækjum og aðbúnaði til að gera þetta að veruleika. Á meðal þess sem starfsfólki okkar stendur til boða er að fá húsgögn, tölvu og annan tæknibúnað heim,“ segir Erna. Gunnar segir stjórnendum hafa orðið það ljóst snemma í samkomubanni að ekki yrði horfið til baka í sama vinnufyrirkomulag og fyrir tíma kórónufaraldurs. „Við horfum til þeirra reynslu og þekkingar sem skapaðist við það að allir voru að vinna heima til að skapa okkar starfsfólki sem besta vinnuaðstöðu til framtíðar,“ segir Gunnar. Erna segir CCP leggja áherslu á að heimaskrifstofurnar séu veglegar og ekkert síðri en vinnuaðstaða starfsfólks í Grósku.Vísir/Vilhelm Sveigjanleiki ekki það sama og fjarvinna „Sveigjanleg vinna er regnhlíf hjá okkur yfir margskonar vinnufyrirkomulag, þar með talið vinnu að heiman. Við viljum auka sveigjanleika fyrir starfsfólk CCP með því að kosta og koma upp tvöfaldri vinnuaðstöðu fyrir þá sem það kjósa og auðvelda þar með okkar starfsmönnum að vinna að heiman og annars staðar í fjarvinnu,“ segir Erna. Gunnar segir þó mikilvægt að átta sig á því að sveigjanleiki þýðir ekkert endilega það sama og fjarvinna. Við gerum greinarmun á á milli sveigjanlegrar vinnu og fjarvinnu, annað þarf ekki að þýða hitt. Öll fjarvinna er ekki nauðsynlega sveigjanleg og sveigjanleg vinna þarf ekki nauðsynlega að vera fjarvinna,“ segir Gunnar. Til að feta sig áfram í því fyrirkomulagi sem líklegast er til að mælast best til lengri tíma verða næstu mánuðir teknir sem ákveðið tilraunatímabil. Sem hluti af þeirri tilraun munu allir starfsmenn vinna heiman frá sér einn dag í vinnu. Markmiðið með þessu er að finna út úr því hvernig vinnan getur náð fullum sveigjanleika fyrir starfsfólk og þannig aukið á starfsánægju og framleiðni. „Við vitum að ein lausn hentar ekki öllum. Við erum ólík, með ólíkar þarfir og fólk býr við mismunandi aðstæður. Þá þarf líka að taka tillit til eðlis starfa og hvernig komið verður til móts við ólíkar þarfir okkar,“ segir Erna og bætir við „Núna í sumar erum við að gera tilraun með fjarvinnu og reyna að finna út hvaða lausnir henta best. Allir sem vilja geta unnið alfarið að heiman út ágúst. Við sjáum strax að margir vilja blanda þessu saman og aðrir vilja vinna sem mest á skrifstofunni. Við erum að prófa ýmiskonar fyrirkomulag, og munum meðal annars meta árangurinn út frá gæðum þeirrar vinnu sem unnin er í fjarvinnu.“ Þá segir Gunnar að svörun starfsfólks í könnunum sé að sýna þeim að vinnustaðir eru að breytast til framtíðar. „Við höfum gert reglulegar kannanir meðal starfsfólks sem sýna að stór hluti fólks getur ekki beðið eftir að komast aftur á skrifstofuna á meðan að aðrir vilja flýta sér hægt. Þegar við spyrjum okkar fólk um framtíðina sjá flestir fyrir sér blöndu af fjarvinnu og að vera á staðnum. Sumir vilja vinna mikið heiman frá sér, en það hentar alls ekki öllum. Við hlustum á þessar óskir og teljum að framtíðin verði að öllum líkindum blanda af vinnu heima og á vinnustaðnum,“ segir Gunnar. Gunnar segir fjarvinnu einnig hafa breytt starfi stjórnenda. „Stjórnendur þurfa að hafa yfirsýn yfir það sem er að gerast í sínum teymum, vera upplýstir um álag og líðan einstaklinga og hópsins. Í fjarvinnu er snúnara að ná yfirsýn um margt að því sem annars síast inn í gegnum óformleg samskipti við kaffivélina,“ segir Gunnar og bætir við „Við vitum af okkar könnunum og annarra að þeir starfsmenn sem fá samtal um líðan og stöðu reglulega eru að stærri hluta ánægðari og upplýstari. Vitaskuld reyna allir stjórnendur að vera í góðu sambandi við sitt fólk, en þegar um er að ræða stóra hópa getur það reynst erfitt í framkvæmd.“ Gunnar segir reglulegar kannanir meðal starfsfólks CCP benda til þess að í framtíðinni verði vinnan einhvers konar blanda af fjarvinnu og vinnu á staðnum.Vísir/Vilhelm Fjölgun starfsfólks og frekari ráðningar framundan Rekstur CCP hefur gengið vel að undanförnu og umtalsverður vöxtur verið á umliðnum mánuðum. Ólíkt stöðu marga annarra atvinnugreina sé CCP því nú að fjölga starfsfólki. Fyrirtækið sótti því ekki um hlutabætur en 95% starfsfólks starfaði að heiman. „Eftirspurn eftir leikjum fyrirtækisins á heimsvísu hefur aukist síðustu vikur og mánuði. Til marks um þetta þá er spilun EVE Online tölvuleiksins í dag með því mesta sem hún hefur verið nokkru sinni, 17 árum frá útgáfu leiksins, með rúmlega hálfa milljón manna sem spila leikinn í hverjum mánuði. Farsímaleikur sem byggður er á EVE Online heiminum er væntanlegur í samvinnu við kínverska leikjarisann NetEase,“ segir Erna. Alþjóðlegur rekstur CCP Games fer fram á skrifstofum félagsins í þremur löndum. Í Sjanghæ er starfsfólk komið til baka á skrifstofuna, í London mun það ekki verða fyrr en í haust. Á Íslandi er farið með gát og gerði fyrirtækið fyrstu ráðstafanir vegna kórónufaraldurs í lok febrúar þegar fyrsti hópurinn fór í fjarvinnu. Þann 11.mars síðastliðinn voru allir farnir að vinna að heiman nema tíu einstaklingar. „Það hjálpaði mikið að geta litið til reynslu skrifstofunnar í Sjanghæ sem var að snúa til baka um það leyti sem London og Reykjavík fóru heim,“ segir Gunnar. Að sögn Ernu er gert ráð fyrir að fjölgun starfsfólks muni vara áfram næstu mánuði.
Stjórnun Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Nýsköpun Tengdar fréttir Gjörbreyttir vinnustaðir um land allt: „Búseta starfsmanna skiptir í raun ekki máli“ Vinnustaðir um land allt eru að taka stakkaskiptum í kjölfar kórónufaraldurs. Fjarfundir færa fólkið nær hvort öðru þannig að höfuðborg og landsbyggð eru ekki eins aðskilin. Fjarvinna virðist stefna í að verða hluti af baráttunni við loftlagsvánna. 10. júní 2020 09:00 Fækkun ferðalaga, breytt fundarmenning og ný tækifæri fyrir alþjóðlegt umhverfi „Þessi faraldur hefur gefið alþjóðlegum fyrirtækjum tækifæri til að prófa aðstæður sem áður voru ekki taldar henta eða ganga upp,“ segir Valdís Arnórsdóttir hjá Marel. 10. júní 2020 11:00 Ríkið: „Covid flýtti í raun bara þróun sem var að verða“ Vinnustaðir eru að breytast hratt þessi misserin og það á við um vinnustaði hins opinbera eins og í einkageiranum. 10. júní 2020 13:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Gjörbreyttir vinnustaðir um land allt: „Búseta starfsmanna skiptir í raun ekki máli“ Vinnustaðir um land allt eru að taka stakkaskiptum í kjölfar kórónufaraldurs. Fjarfundir færa fólkið nær hvort öðru þannig að höfuðborg og landsbyggð eru ekki eins aðskilin. Fjarvinna virðist stefna í að verða hluti af baráttunni við loftlagsvánna. 10. júní 2020 09:00
Fækkun ferðalaga, breytt fundarmenning og ný tækifæri fyrir alþjóðlegt umhverfi „Þessi faraldur hefur gefið alþjóðlegum fyrirtækjum tækifæri til að prófa aðstæður sem áður voru ekki taldar henta eða ganga upp,“ segir Valdís Arnórsdóttir hjá Marel. 10. júní 2020 11:00
Ríkið: „Covid flýtti í raun bara þróun sem var að verða“ Vinnustaðir eru að breytast hratt þessi misserin og það á við um vinnustaði hins opinbera eins og í einkageiranum. 10. júní 2020 13:00