Handbolti

Fjórir Íslendingar í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron Pálmarsson verður á sínum stað er Barcelona mætir til leiks í Meistaradeild Evrópu í haust.
Aron Pálmarsson verður á sínum stað er Barcelona mætir til leiks í Meistaradeild Evrópu í haust. EPA-EFE/SASCHA STEINBACH

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í dag hvaða lið myndu leika í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Áður hafði sambandið tilkynnt tíu lið og nú hefur sex liðum verið bætt í hópinn.

Keppt verður í tveimur átta liða riðlum. Verður spilað á miðvikudögum og fimmtudögum. Alls taka sex fyrrum sigurvegarar þátt. Það eru Barcelona, Kiel, Vardar, Flensburg, Celje og Kielce.

Alls höfðu tíu lið verið staðfest en 14 lið sóttu um hin sex sætin. Var horft til vallarstærðar, fjölda áhorfenda og fyrri árangurs í keppninni.

Mótið mun hefjast dagana 16. og 17. september.

Liðin sem taka þátt eru Meshkov Brest (Búlgaría), Zagreb (Króatía), Aalborg (Danmörk), Barcelona (Spánn), Nantes (Frakkland), Paris Saint-Germain (Frakkland), Flensburg-Handewitt, THW Kiel (bæði Þýskaland), MOL-Pick Szeged, Telekom Veszprém (bæði Ungverjaland), HC Vardar 1961 (Makedónía), Elverum (Noregur), VIVE Kielce (Pólland), Porto (Portúgal), Celje Pivovarna Lasko (Slóvenía) og HC Motor (Úkraína).

Þá eru Wisla Plock frá Póllandi og Dinamo Bucuresti frá Rúmeníu á biðlista ef eitthvað lið dettur út.

Þeir Íslendingar sem leika í deildinni eru Aron Pálmarsson (Barcelona), Stefán Rafn Sigurmannsson (Pick Szeged), Haukur Þrastarson og Sigvaldi Björn Guðjónsson (báðir Kielce). Þá er Arnór Atlason aðstoðarþjálfari hjá Aalborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×