Er ég Íslendingur? Lenya Rún Anwar Faraj skrifar 18. júní 2020 16:06 „Farðu heim” er lína sem við höfum öll heyrt - fólk af erlendum uppruna eða öðrum kynþætti. Hvert á ég að fara? Ég fæddist hér, hef búið hér meirihluta lífs míns, er með íslenskan ríkisborgararétt og íslenskt vegabréf. Jafnvel núna, er ég að telja upp ástæður í þessum pistil og reyni að réttlæta það að ég sé í raun og veru Íslendingur. Ég vildi ekki tala móðurmálið mitt í kringum fólk þegar ég var yngri því fólki fannst það fyndið þegar ég talaði “útlensku”, ég notaði bara langermaboli og setti hárið mitt ekki í tagl þangað til ég var komin í menntaskóla því ég vildi ekki að fólkið myndi sjá hárin mín á höndunum eða fyrir aftan hálsinn minn, ég hló að rasískum bröndurum um múslima, hryðjuverkamenn og apa til þess að fá að vera með, ég vildi heita íslensku nafni til að fá að vera eins og allir aðrir og aðeins nýlega hef ég byrjað að vera stolt af mínum framandi uppruna. Það er stigma í kringum fólk sem reynir að opna sig um rasisma eða fordóma sem það hefur orðið fyrir og stimplað aðilann sem athyglissjúkann eða haldið að við séum að gera of mikið mál úr þessu. Þangað til mjög nýlega hef ég skammast mín fyrir fordómana sem ég hef upplifað og hef reynt að tala sem minnst um það til að ýta ekki undir þá ímynd um að ég sé mikið öðruvísi en allir aðrir. Þegar ég tala íslensku kemur það fólki á óvart að ég sé ekki með neinn hreim og ég fæ hrós fyrir að tala svo góða íslensku, sem ætti ekki að vera skrýtið þar sem ég ólst upp hérna en um leið og það er litið á einhvern eins og mig er komin sú ímynd í hausinn á fólki að við séum “útlendingar” og íslenskan okkar ætti að vera bjöguð. Oft er byrjað að tala við mig á ensku og ég er byrjuð að svara þeim á ensku því ég vil ekki gera hinn aðilann vandræðalegan með því að svara á íslensku. Þegar ég var í grunnskóla var ég sett í sérkennslu í íslensku einungis því ég var af erlendum uppruna og án þess að líta til námsárangurs hjá mér í því fagi, þegar kennararnir áttuðu sig á því að ég talaði og skrifaði jafn góða íslensku og allir aðrir þá var loks sett mig aftur í bekkinn minn. Jafnvel 20 ára gömul er ég að átta mig á því að þetta er enn þá út um allt, í skólanum, vinnunni og jafnvel í kringum vini. Þetta er vissulega ekki jafn bersýnilegt og það var á mínum yngri árum en þetta verður lúmskara og jafnvel erfiðara þegar maður verður eldri. Samfélagið á Íslandi er að breytast og öll vilja leyfa öðruvísi fólki að vera með, en þar kemur inn “tokenismi” og fólk vill fá stig fyrir að leyfa öðrum af erlendum uppruna eða öðrum kynþætti að vera með. Við erum ekki skraut og hvítt fólk ætti ekki að fá klapp á bakið fyrir að taka okkur inn. Alltaf er sú tilfinning og jafnvel staðfesting á þeirri tilfinningu að það verði aldrei litið á mig á jafningjagrundvelli - sífellt er bent mér á það að ég muni eiga erfiðara með að skara fram úr á vinnumarkaðnum eftir háskóla eða í lífinu því ég er ekki hvít. Haldið þið virkilega að við vitum ekki að við séum ekki með jafn mikið forskot og hvítir Íslendingar þegar það kemur að faglegri framtíð okkar? Við þurfum ekki á því að halda að hvítt fólk bendi okkur á það. Þegar ég hef reynt að benda á rasíska hegðun hjá fólki er skotið mig niður en sannleikurinn er sá að hvítt fólk hefur litla sem enga hugmynd um hvernig það er að verða fyrir fordómum - hér á landi eða annars staðar. Í kringum “Black lives matter” umræðuna hef ég séð talsvert mikið af fólki deila því að þau munu aldrei skilja en verða samt til staðar - en ætlar þú þá að hlusta án þess að meðtaka neitt? Ég held að það sé kominn tími til þess að við lítum öll í okkar eigin barm og reynum að gera betur. Ísland hefur svo mikinn möguleika á því að skara fram úr þegar það kemur að innflytjendum, flóttafólki, fólki af erlendum uppruna eða af öðrum kynþætti o.fl. en þá þurfum við líka að meðtaka það þegar einhver í jaðarhóp segir okkur að við séum að gera eitthvað rangt. Fólk upplifir rasisma og fordóma á mismunandi hátt en það er ekki staður annarra til þess að segja okkur að okkar upplifun sé röng eða túlkuð vitlaust. Ég ólst upp við fordóma og ég veit hver mín upplifun er. Við erum öll þreytt en við getum öll gert betur líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Black Lives Matter Lenya Rún Taha Karim Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Sjá meira
„Farðu heim” er lína sem við höfum öll heyrt - fólk af erlendum uppruna eða öðrum kynþætti. Hvert á ég að fara? Ég fæddist hér, hef búið hér meirihluta lífs míns, er með íslenskan ríkisborgararétt og íslenskt vegabréf. Jafnvel núna, er ég að telja upp ástæður í þessum pistil og reyni að réttlæta það að ég sé í raun og veru Íslendingur. Ég vildi ekki tala móðurmálið mitt í kringum fólk þegar ég var yngri því fólki fannst það fyndið þegar ég talaði “útlensku”, ég notaði bara langermaboli og setti hárið mitt ekki í tagl þangað til ég var komin í menntaskóla því ég vildi ekki að fólkið myndi sjá hárin mín á höndunum eða fyrir aftan hálsinn minn, ég hló að rasískum bröndurum um múslima, hryðjuverkamenn og apa til þess að fá að vera með, ég vildi heita íslensku nafni til að fá að vera eins og allir aðrir og aðeins nýlega hef ég byrjað að vera stolt af mínum framandi uppruna. Það er stigma í kringum fólk sem reynir að opna sig um rasisma eða fordóma sem það hefur orðið fyrir og stimplað aðilann sem athyglissjúkann eða haldið að við séum að gera of mikið mál úr þessu. Þangað til mjög nýlega hef ég skammast mín fyrir fordómana sem ég hef upplifað og hef reynt að tala sem minnst um það til að ýta ekki undir þá ímynd um að ég sé mikið öðruvísi en allir aðrir. Þegar ég tala íslensku kemur það fólki á óvart að ég sé ekki með neinn hreim og ég fæ hrós fyrir að tala svo góða íslensku, sem ætti ekki að vera skrýtið þar sem ég ólst upp hérna en um leið og það er litið á einhvern eins og mig er komin sú ímynd í hausinn á fólki að við séum “útlendingar” og íslenskan okkar ætti að vera bjöguð. Oft er byrjað að tala við mig á ensku og ég er byrjuð að svara þeim á ensku því ég vil ekki gera hinn aðilann vandræðalegan með því að svara á íslensku. Þegar ég var í grunnskóla var ég sett í sérkennslu í íslensku einungis því ég var af erlendum uppruna og án þess að líta til námsárangurs hjá mér í því fagi, þegar kennararnir áttuðu sig á því að ég talaði og skrifaði jafn góða íslensku og allir aðrir þá var loks sett mig aftur í bekkinn minn. Jafnvel 20 ára gömul er ég að átta mig á því að þetta er enn þá út um allt, í skólanum, vinnunni og jafnvel í kringum vini. Þetta er vissulega ekki jafn bersýnilegt og það var á mínum yngri árum en þetta verður lúmskara og jafnvel erfiðara þegar maður verður eldri. Samfélagið á Íslandi er að breytast og öll vilja leyfa öðruvísi fólki að vera með, en þar kemur inn “tokenismi” og fólk vill fá stig fyrir að leyfa öðrum af erlendum uppruna eða öðrum kynþætti að vera með. Við erum ekki skraut og hvítt fólk ætti ekki að fá klapp á bakið fyrir að taka okkur inn. Alltaf er sú tilfinning og jafnvel staðfesting á þeirri tilfinningu að það verði aldrei litið á mig á jafningjagrundvelli - sífellt er bent mér á það að ég muni eiga erfiðara með að skara fram úr á vinnumarkaðnum eftir háskóla eða í lífinu því ég er ekki hvít. Haldið þið virkilega að við vitum ekki að við séum ekki með jafn mikið forskot og hvítir Íslendingar þegar það kemur að faglegri framtíð okkar? Við þurfum ekki á því að halda að hvítt fólk bendi okkur á það. Þegar ég hef reynt að benda á rasíska hegðun hjá fólki er skotið mig niður en sannleikurinn er sá að hvítt fólk hefur litla sem enga hugmynd um hvernig það er að verða fyrir fordómum - hér á landi eða annars staðar. Í kringum “Black lives matter” umræðuna hef ég séð talsvert mikið af fólki deila því að þau munu aldrei skilja en verða samt til staðar - en ætlar þú þá að hlusta án þess að meðtaka neitt? Ég held að það sé kominn tími til þess að við lítum öll í okkar eigin barm og reynum að gera betur. Ísland hefur svo mikinn möguleika á því að skara fram úr þegar það kemur að innflytjendum, flóttafólki, fólki af erlendum uppruna eða af öðrum kynþætti o.fl. en þá þurfum við líka að meðtaka það þegar einhver í jaðarhóp segir okkur að við séum að gera eitthvað rangt. Fólk upplifir rasisma og fordóma á mismunandi hátt en það er ekki staður annarra til þess að segja okkur að okkar upplifun sé röng eða túlkuð vitlaust. Ég ólst upp við fordóma og ég veit hver mín upplifun er. Við erum öll þreytt en við getum öll gert betur líka.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun