„Algjört kaos“ í breskum morgunþætti eftir að Katrín og félagar gleymdu tímamismuninum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. júní 2020 18:30 Phillip Schofield, til vinstri, virtist hafa húmor fyrir tímaruglingnum hjá Katrínu Jakobsdóttur og samstarfsmönnum hennar. Mynd/skjáskot/Vilhelm Það varð uppi fótur og fit í breska morgunþættinum This Morning Live á ITV-sjónvarpstöðinni í morgun þegar þáttastjórnendur neyddust meðal annars til þess að borða ost í stað þess að tala við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Katrín var bókuð í viðtal í þættinum en að sögn þáttastjórnenda virðist það hafa gleymst hér á Íslandi að klukkan í Bretlandi er einum tíma á undan klukkunni hér á landi. Phillip Schofield, einn af þáttastjórnendum, virtist reyndar hafa nokkuð gaman af þessum misskilningi, í það minnsta glotti hann við tönn þegar hann útskýrði fyrir áhorfendum að það sem hefði verið kynnt sem efni þáttar dagsins myndi riðlast. „Það er allt fokið út um gluggann vegna þess, og þetta er eitthvað sem maður segir ekki á hverjum degi, forsætisráðherra Íslands ruglaðist á tíma,“ sagði hann og hló, líkt og sjá má í frétt SUN. „Þau gleymdu tímamismuninum. Við eigum að vera að tala við forsætisráðherra Íslands, en nú ríkir hér algjört kaos,“ bætti Schofield við, nokkuð léttur. Kaosið var reyndar ekki meira en svo að þeim tókst að fá næsta gest til þess að mæta aðeins fyrr. Kokkurinn James Martin mætti í þáttinn og útbjó meðal annars dýrindis ostabakka. Það reyndist ágætt fyrir þáttastjórnendur sem þurftu að fylla upp í það gat sem opnaðist vegna klukkuruglingsins. „Við þurfum að fylla upp í þáttinn í augnablikinu vegna þess að við erum ekki enn viss hvort að íslenski forsætisráðherrann komi,“ sagði Schofield. „Þannig að við erum hér með nýtt efni á ITV, þetta heitir Phillip og Holly borða ost.“ Þannig mátti sjá hann og kollega hans, Holly Willoughby, borða ost án þess að segja mikið í beinni útsendingu, með léttri tónlist undir, eins og sjá má hér að neðan. 'Phillip and Holly eat cheese' is strangely watchable! Reinvent your own cheeseboard with @jamesmartinchef https://t.co/61Ui82NWyh pic.twitter.com/UuOi48IcWR— This Morning (@thismorning) June 15, 2020 Bretland Íslendingar erlendis Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Það varð uppi fótur og fit í breska morgunþættinum This Morning Live á ITV-sjónvarpstöðinni í morgun þegar þáttastjórnendur neyddust meðal annars til þess að borða ost í stað þess að tala við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Katrín var bókuð í viðtal í þættinum en að sögn þáttastjórnenda virðist það hafa gleymst hér á Íslandi að klukkan í Bretlandi er einum tíma á undan klukkunni hér á landi. Phillip Schofield, einn af þáttastjórnendum, virtist reyndar hafa nokkuð gaman af þessum misskilningi, í það minnsta glotti hann við tönn þegar hann útskýrði fyrir áhorfendum að það sem hefði verið kynnt sem efni þáttar dagsins myndi riðlast. „Það er allt fokið út um gluggann vegna þess, og þetta er eitthvað sem maður segir ekki á hverjum degi, forsætisráðherra Íslands ruglaðist á tíma,“ sagði hann og hló, líkt og sjá má í frétt SUN. „Þau gleymdu tímamismuninum. Við eigum að vera að tala við forsætisráðherra Íslands, en nú ríkir hér algjört kaos,“ bætti Schofield við, nokkuð léttur. Kaosið var reyndar ekki meira en svo að þeim tókst að fá næsta gest til þess að mæta aðeins fyrr. Kokkurinn James Martin mætti í þáttinn og útbjó meðal annars dýrindis ostabakka. Það reyndist ágætt fyrir þáttastjórnendur sem þurftu að fylla upp í það gat sem opnaðist vegna klukkuruglingsins. „Við þurfum að fylla upp í þáttinn í augnablikinu vegna þess að við erum ekki enn viss hvort að íslenski forsætisráðherrann komi,“ sagði Schofield. „Þannig að við erum hér með nýtt efni á ITV, þetta heitir Phillip og Holly borða ost.“ Þannig mátti sjá hann og kollega hans, Holly Willoughby, borða ost án þess að segja mikið í beinni útsendingu, með léttri tónlist undir, eins og sjá má hér að neðan. 'Phillip and Holly eat cheese' is strangely watchable! Reinvent your own cheeseboard with @jamesmartinchef https://t.co/61Ui82NWyh pic.twitter.com/UuOi48IcWR— This Morning (@thismorning) June 15, 2020
Bretland Íslendingar erlendis Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira