„Algjört kaos“ í breskum morgunþætti eftir að Katrín og félagar gleymdu tímamismuninum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. júní 2020 18:30 Phillip Schofield, til vinstri, virtist hafa húmor fyrir tímaruglingnum hjá Katrínu Jakobsdóttur og samstarfsmönnum hennar. Mynd/skjáskot/Vilhelm Það varð uppi fótur og fit í breska morgunþættinum This Morning Live á ITV-sjónvarpstöðinni í morgun þegar þáttastjórnendur neyddust meðal annars til þess að borða ost í stað þess að tala við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Katrín var bókuð í viðtal í þættinum en að sögn þáttastjórnenda virðist það hafa gleymst hér á Íslandi að klukkan í Bretlandi er einum tíma á undan klukkunni hér á landi. Phillip Schofield, einn af þáttastjórnendum, virtist reyndar hafa nokkuð gaman af þessum misskilningi, í það minnsta glotti hann við tönn þegar hann útskýrði fyrir áhorfendum að það sem hefði verið kynnt sem efni þáttar dagsins myndi riðlast. „Það er allt fokið út um gluggann vegna þess, og þetta er eitthvað sem maður segir ekki á hverjum degi, forsætisráðherra Íslands ruglaðist á tíma,“ sagði hann og hló, líkt og sjá má í frétt SUN. „Þau gleymdu tímamismuninum. Við eigum að vera að tala við forsætisráðherra Íslands, en nú ríkir hér algjört kaos,“ bætti Schofield við, nokkuð léttur. Kaosið var reyndar ekki meira en svo að þeim tókst að fá næsta gest til þess að mæta aðeins fyrr. Kokkurinn James Martin mætti í þáttinn og útbjó meðal annars dýrindis ostabakka. Það reyndist ágætt fyrir þáttastjórnendur sem þurftu að fylla upp í það gat sem opnaðist vegna klukkuruglingsins. „Við þurfum að fylla upp í þáttinn í augnablikinu vegna þess að við erum ekki enn viss hvort að íslenski forsætisráðherrann komi,“ sagði Schofield. „Þannig að við erum hér með nýtt efni á ITV, þetta heitir Phillip og Holly borða ost.“ Þannig mátti sjá hann og kollega hans, Holly Willoughby, borða ost án þess að segja mikið í beinni útsendingu, með léttri tónlist undir, eins og sjá má hér að neðan. 'Phillip and Holly eat cheese' is strangely watchable! Reinvent your own cheeseboard with @jamesmartinchef https://t.co/61Ui82NWyh pic.twitter.com/UuOi48IcWR— This Morning (@thismorning) June 15, 2020 Bretland Íslendingar erlendis Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Það varð uppi fótur og fit í breska morgunþættinum This Morning Live á ITV-sjónvarpstöðinni í morgun þegar þáttastjórnendur neyddust meðal annars til þess að borða ost í stað þess að tala við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Katrín var bókuð í viðtal í þættinum en að sögn þáttastjórnenda virðist það hafa gleymst hér á Íslandi að klukkan í Bretlandi er einum tíma á undan klukkunni hér á landi. Phillip Schofield, einn af þáttastjórnendum, virtist reyndar hafa nokkuð gaman af þessum misskilningi, í það minnsta glotti hann við tönn þegar hann útskýrði fyrir áhorfendum að það sem hefði verið kynnt sem efni þáttar dagsins myndi riðlast. „Það er allt fokið út um gluggann vegna þess, og þetta er eitthvað sem maður segir ekki á hverjum degi, forsætisráðherra Íslands ruglaðist á tíma,“ sagði hann og hló, líkt og sjá má í frétt SUN. „Þau gleymdu tímamismuninum. Við eigum að vera að tala við forsætisráðherra Íslands, en nú ríkir hér algjört kaos,“ bætti Schofield við, nokkuð léttur. Kaosið var reyndar ekki meira en svo að þeim tókst að fá næsta gest til þess að mæta aðeins fyrr. Kokkurinn James Martin mætti í þáttinn og útbjó meðal annars dýrindis ostabakka. Það reyndist ágætt fyrir þáttastjórnendur sem þurftu að fylla upp í það gat sem opnaðist vegna klukkuruglingsins. „Við þurfum að fylla upp í þáttinn í augnablikinu vegna þess að við erum ekki enn viss hvort að íslenski forsætisráðherrann komi,“ sagði Schofield. „Þannig að við erum hér með nýtt efni á ITV, þetta heitir Phillip og Holly borða ost.“ Þannig mátti sjá hann og kollega hans, Holly Willoughby, borða ost án þess að segja mikið í beinni útsendingu, með léttri tónlist undir, eins og sjá má hér að neðan. 'Phillip and Holly eat cheese' is strangely watchable! Reinvent your own cheeseboard with @jamesmartinchef https://t.co/61Ui82NWyh pic.twitter.com/UuOi48IcWR— This Morning (@thismorning) June 15, 2020
Bretland Íslendingar erlendis Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira