Hjúkrunarfræðingar standa eftir í skugganum Elín Tryggvadóttir skrifar 12. júní 2020 11:30 Nú bendir flest til þess að 22. júní muni hjúkrunarfræðingar um land allt leggja niður störf. Stétt sem oft er kölluð hryggjarstykki heilbrigðiskerfisins mun draga saman seglin svo um munar og öll þjónusta utan þeirrar sem má kalla lífsbjargandi verður felld niður. Fjölmiðlar og stjórnvöld erum með puttann á púlsinum eins og alltaf og í dag hafa fréttir snúist um það hver eigi að taka Covid strokin í Leifsstöð þegar verkfall er skollið á. Því það er það versta sem gæti gerst ef hjúkrunarfræðingar fara í verkfall, að enginn taki einhver nefkoksstrok úr ferðamönnum. Minni áhyggjur virðast vera af því að þjónusta heilsugæslunnar og heimahjúkrunar verður í algjöru lágmarki. Það gleymist að enginn fer í skurðaðgerðir nema líf liggi við, enginn fær göngudeildarþjónustu og sáraskiptingar. Enginn man að sjúkrahúsin þurfa að hægja rækilega á allri starfsemi. Nei nei, það þarf ekkert að hugsa um það, ferðamennirnir eru að koma og einhver verður að taka strokin. Fyrir flesta hjúkrunarfræðinga þýðir fjölgun ferðamanna aukin vinna. Fjölgun ferðamanna þýðir fleiri komur á heilsugæslustöðvar og bráðamóttökur, fleiri innlagnir og einangranir. Ferðamenn virðast lenda frekar í alvarlegum slysum, stíga í hveri, húrra niður hlíðar, keyra út af vegum, ganga of hratt um gleðinnar dyr og face-planta og allt of margir hafa alls enga heilsu til að ferðast og lenda því alvarlega veikir í höndum þessara hjúkrunarfræðinga sem nú eru með vesen. Við sinnum þessu fólki án þess að því fylgi aukin fjárveiting til heilbrigðiskerfisins. Þrátt fyrir að ferðamönnum fjölgi um hundruði þúsunda gera fjárlög ekki ráð fyrir að þetta fólk svo mikið sem misstígi sig. Vegna þess að þeim fylgir enginn peningur þá fjölgar ekki hjúkrunarfræðingum á gólfinu og við bara hlaupum hraðar. Við hlaupum og hlaupum samningslaus í heimsfaraldri. Við hlaupum hraðar í góðæri og við hlaupum hraðar í kreppu. Við hlaupum hraðar þrátt fyrir fjögurra ára Gerðardóm og við sem vinnum samkvæmt undanþágu munum líka hlaupa hraðar verði af verkfalli, því líf liggur jú við. Nú þegar landsmenn sjá loks til sólar eftir kófið standa hjúkrunarfræðingar eftir í skugganum. Við erum þreytt á að hlaupa og fá lítið uppúr krafsinu. Við lifum ekki á hrósi og klappi án þess að ég sé að gera lítið úr hrósi og klappi. Við viljum geta séð fyrir fjölskyldu án þess að fórna fjölskyldulífinu með endalausum álagsvöktum. Við viljum vera metin jafn mikilvæg og aðrir háskólamenntaðir starfsmenn ríkisins. Við viljum leiðréttingu á grunnlaunum. Ég vona að Alþingi sem setti lög á 13 daga verkfall hjúkrunarfræðinga árið 2015, á 100. afmælisári kosningarréttar kvenna, hugsi sig tvisvar um áður en þau endurtaka leikinn á 200 ára afmæli Florence Nightingale og árinu sem er tileinkað Hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum. Við erum nefnilega orðin þreytt á að hlaupa fyrir fólk sem kann ekki að meta störf okkar. Ég vona líka að aðrir heilbrigðisstarfsmenn láti sér ekki detta svo mikið í hug að lyfta sýnatökupinna þessa daga. Við myndum gera það sama fyrir ykkur. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Verkföll 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú bendir flest til þess að 22. júní muni hjúkrunarfræðingar um land allt leggja niður störf. Stétt sem oft er kölluð hryggjarstykki heilbrigðiskerfisins mun draga saman seglin svo um munar og öll þjónusta utan þeirrar sem má kalla lífsbjargandi verður felld niður. Fjölmiðlar og stjórnvöld erum með puttann á púlsinum eins og alltaf og í dag hafa fréttir snúist um það hver eigi að taka Covid strokin í Leifsstöð þegar verkfall er skollið á. Því það er það versta sem gæti gerst ef hjúkrunarfræðingar fara í verkfall, að enginn taki einhver nefkoksstrok úr ferðamönnum. Minni áhyggjur virðast vera af því að þjónusta heilsugæslunnar og heimahjúkrunar verður í algjöru lágmarki. Það gleymist að enginn fer í skurðaðgerðir nema líf liggi við, enginn fær göngudeildarþjónustu og sáraskiptingar. Enginn man að sjúkrahúsin þurfa að hægja rækilega á allri starfsemi. Nei nei, það þarf ekkert að hugsa um það, ferðamennirnir eru að koma og einhver verður að taka strokin. Fyrir flesta hjúkrunarfræðinga þýðir fjölgun ferðamanna aukin vinna. Fjölgun ferðamanna þýðir fleiri komur á heilsugæslustöðvar og bráðamóttökur, fleiri innlagnir og einangranir. Ferðamenn virðast lenda frekar í alvarlegum slysum, stíga í hveri, húrra niður hlíðar, keyra út af vegum, ganga of hratt um gleðinnar dyr og face-planta og allt of margir hafa alls enga heilsu til að ferðast og lenda því alvarlega veikir í höndum þessara hjúkrunarfræðinga sem nú eru með vesen. Við sinnum þessu fólki án þess að því fylgi aukin fjárveiting til heilbrigðiskerfisins. Þrátt fyrir að ferðamönnum fjölgi um hundruði þúsunda gera fjárlög ekki ráð fyrir að þetta fólk svo mikið sem misstígi sig. Vegna þess að þeim fylgir enginn peningur þá fjölgar ekki hjúkrunarfræðingum á gólfinu og við bara hlaupum hraðar. Við hlaupum og hlaupum samningslaus í heimsfaraldri. Við hlaupum hraðar í góðæri og við hlaupum hraðar í kreppu. Við hlaupum hraðar þrátt fyrir fjögurra ára Gerðardóm og við sem vinnum samkvæmt undanþágu munum líka hlaupa hraðar verði af verkfalli, því líf liggur jú við. Nú þegar landsmenn sjá loks til sólar eftir kófið standa hjúkrunarfræðingar eftir í skugganum. Við erum þreytt á að hlaupa og fá lítið uppúr krafsinu. Við lifum ekki á hrósi og klappi án þess að ég sé að gera lítið úr hrósi og klappi. Við viljum geta séð fyrir fjölskyldu án þess að fórna fjölskyldulífinu með endalausum álagsvöktum. Við viljum vera metin jafn mikilvæg og aðrir háskólamenntaðir starfsmenn ríkisins. Við viljum leiðréttingu á grunnlaunum. Ég vona að Alþingi sem setti lög á 13 daga verkfall hjúkrunarfræðinga árið 2015, á 100. afmælisári kosningarréttar kvenna, hugsi sig tvisvar um áður en þau endurtaka leikinn á 200 ára afmæli Florence Nightingale og árinu sem er tileinkað Hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum. Við erum nefnilega orðin þreytt á að hlaupa fyrir fólk sem kann ekki að meta störf okkar. Ég vona líka að aðrir heilbrigðisstarfsmenn láti sér ekki detta svo mikið í hug að lyfta sýnatökupinna þessa daga. Við myndum gera það sama fyrir ykkur. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun