Þurfa Bandaríkin hjálp? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 10. júní 2020 10:00 Hvað er að gerast hjá stóra nágranna okkar í vestri? Bandaríkin eru flókið land sem virðist vera komið á villigötur. Skoðum 10 punkta um landið sem ég hef tekið saman: 1. Réttarríkið í Bandaríkjunum virðist vera með innbyggðum rasisma. Svartir menn eru fimm sinnum líklegir til að vera dæmdir í fangelsi en hvítir og eru þeir miklu líklegir til að vera skotnir af lögreglu. Í yfir 90% sakamála er „samið“ um dóm í stað þess að fara í réttarhöld. Þessir „samningar“ eru oft gerðir undir hótun um miklu þyngri refsingu sé farið í réttarhöld. 2. Bandaríkin hafa verið í stríðsátökum einhvers staðar í heiminum í meira en 200 ár, eða um 90% af þeim tíma sem landið hefur verið til en það eru rúm 240 ár. Um 40% af hernaðarútgjöldum heimsins eru í Bandaríkjunum en þar búa þó einungis 4% af jarðarbúum. 3. Almenningur hefur ekki aðgang að gjaldfrjálsri heilsugæslu. Þar er eitt dýrasta heilbrigðiskerfið í heiminum. 4. Háskóla- og leikskólanám eru yfirleitt mjög dýrt. Slíkt hefur áhrif á lífskjör, kynbundinn launamun og tækifæri í lífinu. 5. Vinnulöggjöfin er langt frá því sem þekkist í Evrópu, réttindi verkafólks lítil og vinnutími launþega er langur. 6. Bandaríkin eru eitt af fáum ríkjum heims þar sem enn eru dauðarefsingar. Víða eru dómarar og saksóknarar kjörnir í kosningum sem hefur þær afleiðingar að þeir hegða sér oft eins og stjórnmálamenn. 7. Í landinu ríkir mikill ójöfnuður, ekki síst eigna. Landið er þekkt fyrir mikinn skort á tækifærum á að komast úr fátækt. 8. Mikil mengun er í Bandaríkjunum en þau eru ábyrg fyrir um 15% af mengun jarðar þótt þeir séu aðeins rúmlega 4% af jarðarbúum. 9. Bandaríkin eru eftirbátar margra annarra þjóða í jafnréttismálum, ekki síst í viðskiptum og stjórnmálum, en tæplega 80% þingmanna eru karlar. 10. Landið býr við einna hæstu glæpatíðni í heimi og fjöldaskotárásir eru reglulegar. Víða er fangelsiskerfið einkarekið sem hefur hag af því að hafa sem flesta fanga. Ég bjó í New York um tíma. Borgin er skemmtileg og fólkið þar er hjálpsamt. Þótt landið hafi mjög margt gott að bjóða þá er landið einnig meingallað eins og hér er rakið. Þurfa Bandaríkin kannski einhverja hjálp? Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Bandaríkin Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Hvað er að gerast hjá stóra nágranna okkar í vestri? Bandaríkin eru flókið land sem virðist vera komið á villigötur. Skoðum 10 punkta um landið sem ég hef tekið saman: 1. Réttarríkið í Bandaríkjunum virðist vera með innbyggðum rasisma. Svartir menn eru fimm sinnum líklegir til að vera dæmdir í fangelsi en hvítir og eru þeir miklu líklegir til að vera skotnir af lögreglu. Í yfir 90% sakamála er „samið“ um dóm í stað þess að fara í réttarhöld. Þessir „samningar“ eru oft gerðir undir hótun um miklu þyngri refsingu sé farið í réttarhöld. 2. Bandaríkin hafa verið í stríðsátökum einhvers staðar í heiminum í meira en 200 ár, eða um 90% af þeim tíma sem landið hefur verið til en það eru rúm 240 ár. Um 40% af hernaðarútgjöldum heimsins eru í Bandaríkjunum en þar búa þó einungis 4% af jarðarbúum. 3. Almenningur hefur ekki aðgang að gjaldfrjálsri heilsugæslu. Þar er eitt dýrasta heilbrigðiskerfið í heiminum. 4. Háskóla- og leikskólanám eru yfirleitt mjög dýrt. Slíkt hefur áhrif á lífskjör, kynbundinn launamun og tækifæri í lífinu. 5. Vinnulöggjöfin er langt frá því sem þekkist í Evrópu, réttindi verkafólks lítil og vinnutími launþega er langur. 6. Bandaríkin eru eitt af fáum ríkjum heims þar sem enn eru dauðarefsingar. Víða eru dómarar og saksóknarar kjörnir í kosningum sem hefur þær afleiðingar að þeir hegða sér oft eins og stjórnmálamenn. 7. Í landinu ríkir mikill ójöfnuður, ekki síst eigna. Landið er þekkt fyrir mikinn skort á tækifærum á að komast úr fátækt. 8. Mikil mengun er í Bandaríkjunum en þau eru ábyrg fyrir um 15% af mengun jarðar þótt þeir séu aðeins rúmlega 4% af jarðarbúum. 9. Bandaríkin eru eftirbátar margra annarra þjóða í jafnréttismálum, ekki síst í viðskiptum og stjórnmálum, en tæplega 80% þingmanna eru karlar. 10. Landið býr við einna hæstu glæpatíðni í heimi og fjöldaskotárásir eru reglulegar. Víða er fangelsiskerfið einkarekið sem hefur hag af því að hafa sem flesta fanga. Ég bjó í New York um tíma. Borgin er skemmtileg og fólkið þar er hjálpsamt. Þótt landið hafi mjög margt gott að bjóða þá er landið einnig meingallað eins og hér er rakið. Þurfa Bandaríkin kannski einhverja hjálp? Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar