Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2020 23:24 Friðrik Pálsson er áhugamaður um rafvæðingu flugsins. Stöð 2/Einar Árnason. Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Tímamót urðu í þróun rafmagnsflugvéla fyrir tveimur vikum þegar Cessna Grand Caravan, knúin rafmagnshreyfli, hóf sig til flugs í Bandaríkjunum. Nafn hennar gæti verið íslenskt, hún heitir Magni X, og er stærsta rafknúna flugvél heims til þessa, með sæti fyrir níu farþega. Magni X varð stærsta rafmagnsflugvél heims þegar hún flaug í fyrsta sinn fyrir tveimur vikum í Washington-ríki í Bandaríkjunum.Skjáskot/Stöð 2. En það er ekki víst að hún haldi metinu lengi því fyrirtæki eins og Airbus eru á fullu að þróa rafmagnsmótora til að prófa á stærri þotum. Það er þó talið líklegast að nítján sæta vél frá sænska fyrirtækinu Heart Aerospace valdi byltingunni. Framleiðendur hennar stefna að því að hún verði komin með leyfi til farþegaflugs eftir fimm ár, árið 2025. Sænsku rafmagnsflugvélinni ES-19 er ætlað að hefja farþegaflug eftir fimm ár, árið 2025.Mynd/Heart Aerospace. „Það er talað um að jafnvel 200 manna vélar verði farnar að fljúga innan tíu ára. Það eru litlar vélar farnar að fljúga strax í dag. Það eru fyrstu vélarnar byrjaðar að fara í áætlunarflug á styttri leiðum,“ segir Friðrik, sem er áhugamaður um rafvæðingu flugsins. Friðrik kveðst sannfærður um að þetta sé framtíðin. Rafmagnsflugvélar séu hljóðlátar og gríðarlega hagkvæmar, tugum prósenta hagkvæmari heldur en aðrar vélar. Með rafgeymum þurfi þær ekki að bera þungan eldsneytisfarm. E-Fan-X kallast þetta samstarfsverkefni Airbus, Rolls-Royce og Siemens. Þau prófa sig áfram með því að nota einn rafmagnshreyfil á móti þremur hefðbundnum hreyflum á þotu af gerðinni BAe 146.Mynd/Airbus. „Það er algjör rafmagnsbylting framundan. Og ég get talað af eigin reynslu því ég var svo heppinn, sem gamall flugmaður, að fá að fljúga lítilli flugvél úti í Noregi í fyrra. Ég er búinn að keyra rafmagnsbíl í tæp sjö ár. Það er bylting. En byltingin í fluginu, hún verður miklu meiri. Og hún verður svo spennandi að það er full ástæða fyrir fólk að fara að kynna sér þetta fljótt, sér í lagi borgarstjórn Reykjavíkur,“ segir Friðrik, sem á sínum tíma leiddi undirskriftasöfnun til stuðnings flugvelli í Vatnsmýri. En gætu rafmagnsflugvélar breytt afstöðu borgaryfirvalda til flugvallarins? Ekki segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Það er mjög spennandi þróun sem á sér stað, svo sannarlega. En hún breytir ekki í grundvallaratriðum rúmfræðinni, það er að segja: Við þurfum að stytta vegalengdir hjá fólki í Reykjavík. Við þurfum að byggja í Vatnsmýrinni til þess að bæta borgina, til þess að styrkja miðbæinn og til þess að takast á við loftlagsbreytingar. Það breytir því ekki,“ segir Sigurborg. Friðrik bendir á að ef fólki sé annt um umhverfið ætti það að tryggja að rými verði fyrir rafmagnsflug. „Þú verður að horfa á framtíðina. Þú verður að horfa á hvað er að gerast framundan. Og ef við horfum fram á það, sem er ekki efi í mínum huga, að flugið verður umhverfisvænsti ferðamátinn, þá þurfum við að passa upp á það að skapa honum það vægi og það pláss sem hann þarf.“ Sænsku vélinni er ætlað að flytja nítján farþega til áfangastaða í allt að 400 kílómetra fjarlægð. „Þannig að þetta hentar afskaplega vel hér til dæmis innanlands á Íslandi. Þetta er miklu nær í tíma en ég þori eiginlega bara að segja. Ég hugsa að innan bara sjö til átta ára þá verðum við farin að fljúga á rafmagni hér innanlands,“ segir Friðrik. En finnst Sigurborgu líklegt að flugvöllurinn sé að fara á næstu árum? „Já, svo sannarlega,“ er svar hennar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Skipulag Samgöngur Airbus Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Tímamót urðu í þróun rafmagnsflugvéla fyrir tveimur vikum þegar Cessna Grand Caravan, knúin rafmagnshreyfli, hóf sig til flugs í Bandaríkjunum. Nafn hennar gæti verið íslenskt, hún heitir Magni X, og er stærsta rafknúna flugvél heims til þessa, með sæti fyrir níu farþega. Magni X varð stærsta rafmagnsflugvél heims þegar hún flaug í fyrsta sinn fyrir tveimur vikum í Washington-ríki í Bandaríkjunum.Skjáskot/Stöð 2. En það er ekki víst að hún haldi metinu lengi því fyrirtæki eins og Airbus eru á fullu að þróa rafmagnsmótora til að prófa á stærri þotum. Það er þó talið líklegast að nítján sæta vél frá sænska fyrirtækinu Heart Aerospace valdi byltingunni. Framleiðendur hennar stefna að því að hún verði komin með leyfi til farþegaflugs eftir fimm ár, árið 2025. Sænsku rafmagnsflugvélinni ES-19 er ætlað að hefja farþegaflug eftir fimm ár, árið 2025.Mynd/Heart Aerospace. „Það er talað um að jafnvel 200 manna vélar verði farnar að fljúga innan tíu ára. Það eru litlar vélar farnar að fljúga strax í dag. Það eru fyrstu vélarnar byrjaðar að fara í áætlunarflug á styttri leiðum,“ segir Friðrik, sem er áhugamaður um rafvæðingu flugsins. Friðrik kveðst sannfærður um að þetta sé framtíðin. Rafmagnsflugvélar séu hljóðlátar og gríðarlega hagkvæmar, tugum prósenta hagkvæmari heldur en aðrar vélar. Með rafgeymum þurfi þær ekki að bera þungan eldsneytisfarm. E-Fan-X kallast þetta samstarfsverkefni Airbus, Rolls-Royce og Siemens. Þau prófa sig áfram með því að nota einn rafmagnshreyfil á móti þremur hefðbundnum hreyflum á þotu af gerðinni BAe 146.Mynd/Airbus. „Það er algjör rafmagnsbylting framundan. Og ég get talað af eigin reynslu því ég var svo heppinn, sem gamall flugmaður, að fá að fljúga lítilli flugvél úti í Noregi í fyrra. Ég er búinn að keyra rafmagnsbíl í tæp sjö ár. Það er bylting. En byltingin í fluginu, hún verður miklu meiri. Og hún verður svo spennandi að það er full ástæða fyrir fólk að fara að kynna sér þetta fljótt, sér í lagi borgarstjórn Reykjavíkur,“ segir Friðrik, sem á sínum tíma leiddi undirskriftasöfnun til stuðnings flugvelli í Vatnsmýri. En gætu rafmagnsflugvélar breytt afstöðu borgaryfirvalda til flugvallarins? Ekki segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Það er mjög spennandi þróun sem á sér stað, svo sannarlega. En hún breytir ekki í grundvallaratriðum rúmfræðinni, það er að segja: Við þurfum að stytta vegalengdir hjá fólki í Reykjavík. Við þurfum að byggja í Vatnsmýrinni til þess að bæta borgina, til þess að styrkja miðbæinn og til þess að takast á við loftlagsbreytingar. Það breytir því ekki,“ segir Sigurborg. Friðrik bendir á að ef fólki sé annt um umhverfið ætti það að tryggja að rými verði fyrir rafmagnsflug. „Þú verður að horfa á framtíðina. Þú verður að horfa á hvað er að gerast framundan. Og ef við horfum fram á það, sem er ekki efi í mínum huga, að flugið verður umhverfisvænsti ferðamátinn, þá þurfum við að passa upp á það að skapa honum það vægi og það pláss sem hann þarf.“ Sænsku vélinni er ætlað að flytja nítján farþega til áfangastaða í allt að 400 kílómetra fjarlægð. „Þannig að þetta hentar afskaplega vel hér til dæmis innanlands á Íslandi. Þetta er miklu nær í tíma en ég þori eiginlega bara að segja. Ég hugsa að innan bara sjö til átta ára þá verðum við farin að fljúga á rafmagni hér innanlands,“ segir Friðrik. En finnst Sigurborgu líklegt að flugvöllurinn sé að fara á næstu árum? „Já, svo sannarlega,“ er svar hennar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Skipulag Samgöngur Airbus Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira