Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2020 23:24 Friðrik Pálsson er áhugamaður um rafvæðingu flugsins. Stöð 2/Einar Árnason. Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Tímamót urðu í þróun rafmagnsflugvéla fyrir tveimur vikum þegar Cessna Grand Caravan, knúin rafmagnshreyfli, hóf sig til flugs í Bandaríkjunum. Nafn hennar gæti verið íslenskt, hún heitir Magni X, og er stærsta rafknúna flugvél heims til þessa, með sæti fyrir níu farþega. Magni X varð stærsta rafmagnsflugvél heims þegar hún flaug í fyrsta sinn fyrir tveimur vikum í Washington-ríki í Bandaríkjunum.Skjáskot/Stöð 2. En það er ekki víst að hún haldi metinu lengi því fyrirtæki eins og Airbus eru á fullu að þróa rafmagnsmótora til að prófa á stærri þotum. Það er þó talið líklegast að nítján sæta vél frá sænska fyrirtækinu Heart Aerospace valdi byltingunni. Framleiðendur hennar stefna að því að hún verði komin með leyfi til farþegaflugs eftir fimm ár, árið 2025. Sænsku rafmagnsflugvélinni ES-19 er ætlað að hefja farþegaflug eftir fimm ár, árið 2025.Mynd/Heart Aerospace. „Það er talað um að jafnvel 200 manna vélar verði farnar að fljúga innan tíu ára. Það eru litlar vélar farnar að fljúga strax í dag. Það eru fyrstu vélarnar byrjaðar að fara í áætlunarflug á styttri leiðum,“ segir Friðrik, sem er áhugamaður um rafvæðingu flugsins. Friðrik kveðst sannfærður um að þetta sé framtíðin. Rafmagnsflugvélar séu hljóðlátar og gríðarlega hagkvæmar, tugum prósenta hagkvæmari heldur en aðrar vélar. Með rafgeymum þurfi þær ekki að bera þungan eldsneytisfarm. E-Fan-X kallast þetta samstarfsverkefni Airbus, Rolls-Royce og Siemens. Þau prófa sig áfram með því að nota einn rafmagnshreyfil á móti þremur hefðbundnum hreyflum á þotu af gerðinni BAe 146.Mynd/Airbus. „Það er algjör rafmagnsbylting framundan. Og ég get talað af eigin reynslu því ég var svo heppinn, sem gamall flugmaður, að fá að fljúga lítilli flugvél úti í Noregi í fyrra. Ég er búinn að keyra rafmagnsbíl í tæp sjö ár. Það er bylting. En byltingin í fluginu, hún verður miklu meiri. Og hún verður svo spennandi að það er full ástæða fyrir fólk að fara að kynna sér þetta fljótt, sér í lagi borgarstjórn Reykjavíkur,“ segir Friðrik, sem á sínum tíma leiddi undirskriftasöfnun til stuðnings flugvelli í Vatnsmýri. En gætu rafmagnsflugvélar breytt afstöðu borgaryfirvalda til flugvallarins? Ekki segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Það er mjög spennandi þróun sem á sér stað, svo sannarlega. En hún breytir ekki í grundvallaratriðum rúmfræðinni, það er að segja: Við þurfum að stytta vegalengdir hjá fólki í Reykjavík. Við þurfum að byggja í Vatnsmýrinni til þess að bæta borgina, til þess að styrkja miðbæinn og til þess að takast á við loftlagsbreytingar. Það breytir því ekki,“ segir Sigurborg. Friðrik bendir á að ef fólki sé annt um umhverfið ætti það að tryggja að rými verði fyrir rafmagnsflug. „Þú verður að horfa á framtíðina. Þú verður að horfa á hvað er að gerast framundan. Og ef við horfum fram á það, sem er ekki efi í mínum huga, að flugið verður umhverfisvænsti ferðamátinn, þá þurfum við að passa upp á það að skapa honum það vægi og það pláss sem hann þarf.“ Sænsku vélinni er ætlað að flytja nítján farþega til áfangastaða í allt að 400 kílómetra fjarlægð. „Þannig að þetta hentar afskaplega vel hér til dæmis innanlands á Íslandi. Þetta er miklu nær í tíma en ég þori eiginlega bara að segja. Ég hugsa að innan bara sjö til átta ára þá verðum við farin að fljúga á rafmagni hér innanlands,“ segir Friðrik. En finnst Sigurborgu líklegt að flugvöllurinn sé að fara á næstu árum? „Já, svo sannarlega,“ er svar hennar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Skipulag Samgöngur Airbus Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Tímamót urðu í þróun rafmagnsflugvéla fyrir tveimur vikum þegar Cessna Grand Caravan, knúin rafmagnshreyfli, hóf sig til flugs í Bandaríkjunum. Nafn hennar gæti verið íslenskt, hún heitir Magni X, og er stærsta rafknúna flugvél heims til þessa, með sæti fyrir níu farþega. Magni X varð stærsta rafmagnsflugvél heims þegar hún flaug í fyrsta sinn fyrir tveimur vikum í Washington-ríki í Bandaríkjunum.Skjáskot/Stöð 2. En það er ekki víst að hún haldi metinu lengi því fyrirtæki eins og Airbus eru á fullu að þróa rafmagnsmótora til að prófa á stærri þotum. Það er þó talið líklegast að nítján sæta vél frá sænska fyrirtækinu Heart Aerospace valdi byltingunni. Framleiðendur hennar stefna að því að hún verði komin með leyfi til farþegaflugs eftir fimm ár, árið 2025. Sænsku rafmagnsflugvélinni ES-19 er ætlað að hefja farþegaflug eftir fimm ár, árið 2025.Mynd/Heart Aerospace. „Það er talað um að jafnvel 200 manna vélar verði farnar að fljúga innan tíu ára. Það eru litlar vélar farnar að fljúga strax í dag. Það eru fyrstu vélarnar byrjaðar að fara í áætlunarflug á styttri leiðum,“ segir Friðrik, sem er áhugamaður um rafvæðingu flugsins. Friðrik kveðst sannfærður um að þetta sé framtíðin. Rafmagnsflugvélar séu hljóðlátar og gríðarlega hagkvæmar, tugum prósenta hagkvæmari heldur en aðrar vélar. Með rafgeymum þurfi þær ekki að bera þungan eldsneytisfarm. E-Fan-X kallast þetta samstarfsverkefni Airbus, Rolls-Royce og Siemens. Þau prófa sig áfram með því að nota einn rafmagnshreyfil á móti þremur hefðbundnum hreyflum á þotu af gerðinni BAe 146.Mynd/Airbus. „Það er algjör rafmagnsbylting framundan. Og ég get talað af eigin reynslu því ég var svo heppinn, sem gamall flugmaður, að fá að fljúga lítilli flugvél úti í Noregi í fyrra. Ég er búinn að keyra rafmagnsbíl í tæp sjö ár. Það er bylting. En byltingin í fluginu, hún verður miklu meiri. Og hún verður svo spennandi að það er full ástæða fyrir fólk að fara að kynna sér þetta fljótt, sér í lagi borgarstjórn Reykjavíkur,“ segir Friðrik, sem á sínum tíma leiddi undirskriftasöfnun til stuðnings flugvelli í Vatnsmýri. En gætu rafmagnsflugvélar breytt afstöðu borgaryfirvalda til flugvallarins? Ekki segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Það er mjög spennandi þróun sem á sér stað, svo sannarlega. En hún breytir ekki í grundvallaratriðum rúmfræðinni, það er að segja: Við þurfum að stytta vegalengdir hjá fólki í Reykjavík. Við þurfum að byggja í Vatnsmýrinni til þess að bæta borgina, til þess að styrkja miðbæinn og til þess að takast á við loftlagsbreytingar. Það breytir því ekki,“ segir Sigurborg. Friðrik bendir á að ef fólki sé annt um umhverfið ætti það að tryggja að rými verði fyrir rafmagnsflug. „Þú verður að horfa á framtíðina. Þú verður að horfa á hvað er að gerast framundan. Og ef við horfum fram á það, sem er ekki efi í mínum huga, að flugið verður umhverfisvænsti ferðamátinn, þá þurfum við að passa upp á það að skapa honum það vægi og það pláss sem hann þarf.“ Sænsku vélinni er ætlað að flytja nítján farþega til áfangastaða í allt að 400 kílómetra fjarlægð. „Þannig að þetta hentar afskaplega vel hér til dæmis innanlands á Íslandi. Þetta er miklu nær í tíma en ég þori eiginlega bara að segja. Ég hugsa að innan bara sjö til átta ára þá verðum við farin að fljúga á rafmagni hér innanlands,“ segir Friðrik. En finnst Sigurborgu líklegt að flugvöllurinn sé að fara á næstu árum? „Já, svo sannarlega,“ er svar hennar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Skipulag Samgöngur Airbus Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent